Vera - 01.10.2000, Qupperneq 26

Vera - 01.10.2000, Qupperneq 26
Svava, Ingibjörg Sólrún, Helga, Bjarnfríður, og Auður Eir. 24. október afhenti félagsmála- ráðherra vióurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2000. Á aldamótaári var ákveðið að líta yfir farinn veg til þeirra sem á einn eða annan hátt hafa mótað jafnréttis- starfið á liðnum áratugum með hugmyndum sínum og starfi. Viðurkenninguna hlutu: Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Bjarnfríður Leósdóttir, Helga Kress, ingibjörg S. Gísladóttir, Svava jakobsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir. Auður Eir Vilhjálmsdóttir Fyrsti kvenprestur á íslandi, 1974. Brautryðjandi í kvenna- guðfræði og ein stofnenda Kvennakirkjunnar, 1993. Þrennt mest. Fólkið í kringum mig, þau sem mátu kvenréttindi og þau sem gerðu það ekki. Sérlega þó aliar konurnar sem voru kven- réttindakonur í lífssýn og lífsstíl. Svo útvarpserindi Kvenréttinda- félagsins sem ég hlustaði á á kvöldin en skildi samt ekki. Og svo þráin sem Guð gaf mér nýfæddri til að eiga með öðrum kvenréttinda- konum um víða veröld. Ég held að þriðja bylgja kvenna- hreyfingarinnar sé að rfsa og að þá tökum við konur í okkar eigin hend- ur valdið til að stjórna umhyggju- störfum okkar. Svo að þau sem vinna umhyggjustörf eigi valdið til að ákveða hvernig þau eru unnin og þau sem eiga völd noti þau í umhyggju. Svava Jakobsdóttir Rithöfundur, brautryðjandi í femínískum bókmenntum hér á landi. Sat á Alþingi frá 1971 til 1979. Ég hef ætíð litið svo á að kven- réttindamál flokkist undir hið stór- fenglega og tignarlega hugtak mannréttindamál. Þar er að finna hið sameiginlega markmið húman- ismans án þess að lenda í blind- götu styrjalda og átaka um yfirráð eða tilgangslausar deiluflækjur um eðli hvers og eins á grundvelli ein- staklingsmismunar á hinum ýmsu sviðum, t.d. vegna kynþátta, kynferðis, fátæktar o.s.frv. Það sem gerði mig að mannréttinda- og um leið kvenréttindakonu var áreiðan- lega uppeldið sem gerði mig mjög næma á slíka hluti. Á mínum unglingsárum var orðið karlremba ekki til - ég greindi hana sem fávisku og hroka. Einu sinni á unglingsárunum, þegar ég af tilviljun heyrði fremur vitgrannan Vera bað þær að svara eftirfarandi spurningum-. Hvað gerði þig að femínista / kvenréttindakonu? Hverju finnst þér mikilvægast að vinna að í jafnréttismálum á næstu árum? karlmann hrósa konu með þeim orðum að hún hefði „karlmannsvit", missti ég meðvitund; ég varð svo reið. Ég hef sem sagt ekki verið svo gefin fyrir að láta kúga mig, að ég held, og fór mína leið í skáldskap- arlistinni, því að sama hugarfarið gagnsýrði auðvitað bókmennta- hefðina. Ég Ift ekki svo á að ég hafi verið í uppreisn þá; ég var ein- vörðungu ákveðin í að fara mína leið. Önnur leið er ekki fær í list- inni. Ég var miklu fremur í uppreisn gegn þeirri „kvennaveröld" sem myndast við þessar óheilbrigðu þjóðfélagsaðstæður, þegar konur eru óvirkar. Það var ekki fyrr en ég fékk reynslu af atvinnulífinu sem mér var Ijóst hvað ástandið var alvarlegt. Helstu lög um réttindi kvenna voru fyrir hendi en á nánast öllum sviðum voru þessi lög brotin án þess að konurnar gætu rönd vð reist. Þær fundu fyrir þessu rang- læti en skorti stjórnarfarslegt tæki til að ná rétti sínum. Þess vegna lét ég það verða mitt fyrsta verk, þegar ég tók sæti á Alþingi, að beita mér fyrir stofnun lafnlaunaráðs sem hefði vald til að úrskurða og reka mál fyrir hönd kvennanna - og 'j 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.