Vera - 01.10.2000, Síða 33
Ég er ákaflega þakklát foreldrum mfnum sem hjálpa
okkur mjög mikið og eru alltaf til í að bjarga hlutunum.
Án aðstoðar þeirra í gegnum árin hefði ég aldrei treyst
mér til að axla þá ábyrgð sem ég annars hef gert. Og ég
veit að strákunum mfnum líður vel hjá þeim, fá mjög
góða athygli og mikla alúð, þeir eru sérstakir vinir
pabba og miklir félagar hans. Vegna allrar þessarar
miklu hjálpar hvarflar ekki að mér að lýsa því yfir að ég
sé einhver ofurkona."
Vill búa fólk undir það að vera leiðtogi
Við snúum talinu að bók sem Ásdís Halla er að gefa út
nú fyrir jólin, í hlutverki leiðtogans. í bókinni eru viðtöl
við Davíð Oddsson forsætisráðherra, Hörð
Sigurgestsson fyrrum forstjóra Eimskips, Ingibjörgu
Sólrúnu Gfsladóttur borgarstjóra, Kára Stefánsson
forstjóra íslenskrar erfðagreiningar og Vigdísi
Finnbogadóttur fyrrverandi forseta fslands. Ásdís
segist lengi hafa velt því fyrir sér hvað gerði fólk að
leiðtogum og í bókinni leitast hún við að tengja saman
kenningar þar að lútandi og ævisagnahefðina íslensku.
„Þetta eru eins og fimm stuttar ævisögur þar sem þess-
ir leiðtogar fara yfir feril sinn, lýsa barnæsku sinni og
skólagöngu, hvenær þeir tókust á við verkefni og
hvernig þeim fórst það úr hendi. Sfðan hvernig ævi-
starfið þróaðist, afhverju þau gerðu þetta, á hvern hátt
og hvernig þau ná árangri. Svo er ég með inngang og
lokakafla um hvað aðrir geti lært á þessu. Megin mark-
mið mitt með þessari bók er að vekja fólk til um-
hugsunar um hlutverk leiðtogans og reyna að búa það
undir þá erfiðleika sem fylgja þvf starfi. Sömuleiðis
hvetja fólk til þess að iáta slag standa ef það vill það.
Ef þú vilt láta eitthvað gott af þér leiða taktu bara slaginn
en gerðu þér grein fyrir því að það er eitthvað annað sem
fylgir, vertu bara búin að hugsa það fyrirfram."
En skyldi Ásdís hafa séð einhvern mun á lífsviðhorf-
um kvennanna f bókinni og karlanna? Var eitthvað þar
sem hún gat fest hönd á? „Það er kannski ekki sann-
gjarnt að taka tvær konur, bera þær saman við þrjá
karla. Og draga einhverjar miklar ályktanir. Samt er
athyglisvert, kannski frekar til umhugsunar, að bæði
Vigdís og lngibjörg Sólrún rákust inn í sín hlutverk út
af röð tilviljanna. Vigdís ætlaði sér ekki að verða forseti
íslands og Ingibjörg Sólrún ætlaði sér ekki að verða
borgarstjóri. Rauði þráðurinn í frásögn þeirra er að
þeim, sem konum, var aldrei kennt að langa í svona
embætti og það sem er athyglisvert er að það var í
raun og veru utanaðkomandi þrýstingur sem leiddi til
þess að þær gáfu kost á sér."
Ásdís segir að hvorki Vigdís né lngibjörg hafi gefið
kost á sér að eigin frumkvæði og hún spyr hvort þetta
sé „kvenlegt". Við því er ekkert einhlítt svar en hún
segir að ákvörðun um framboð hafi tekið mjög á þær
báðar og þær áttað sig á þvf að þetta yrði ekki eintóm-
ur dans á rósum. Ásdfs segir að þetta hafi staðið eftir í
huga hennar þegar hún velti fyrir sér muninum á
konum og körlum og jafnvel átt þátt í að hún hafði
frumkvæði að þvf að sækjast eftir bæjarstjórastöðunni
í Garðabæ. Ég spyr hana hvort vinnan við bókina hafi
þá hjálpað henni að skilgreina sjálfa sig:
Ásdís Halla Bragadóttir
Fædd 6. júlí 1968. Foreldrar: Bragi Eyjólfsson
og Sigríður Sívertsdóttir Hjelm. Á fimm systki-
ni, fjögur á lífi. Bjó í Ólafsvík til nfu ára aldurs,
fluttist þá til Svíþjóðar og Noregs. Bjó á
Akranesi frá 1979. Stúdentspróf frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands 1988. BA próf í stjórn-
málafræði við Háskóla íslands 1991 og MA
próf í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla
2000. Blaðamaður á Morgunblaðinu 1991-
1993, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins 1993-1995, aðstoðarmaður
Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra
1995-1999 og framkvæmdastjóri Nýsköpunar-
og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík frá
apríl til október 2000. Hóf ung afskipti af
stjórnmálum. Aðeins 15 ára var hún orðin virk
innan Sjálfstæðisflokksins á Akranesi og tók
|oátt í stúdentapólitíkinni á háskólaárunum.
Árið 1994 fór hún að starfa að jafnréttismálum
með hópi kvenna innan Sjálfstæðisflokksins,
Sjálfstæðum konum. Fyrir hvatningu þeirra
bauð hún sig fram sem formaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna árið 1997 og varð
fyrsta konan til að verða formaður í 70 ára
sögu SUS. Gegndi formennsku til 1999. Gift
Aðalsteini Jónassyni lögfræðingi, forstöðu-
manni lögfræðisviðs íslandsbanka - FBA. Þau
eiga tvo syni sem eru fæddir 1990 og 1999.
„Já, hún gerði það. Þetta hjálpaði mér að skilgreina
hvað mig sjálfa langar, hvaða sýn ég hef og hvernig ég
vil fylgja því eftir. Og það hjálpaði mér líka að sjá
hvernig karlarnir hafa stundum nálgast þetta. Ef þeir
telja sig hafa eitthvað fram að færa til að ná árangri
fyrir samfélagið þá láta þeir vita. Vissulega voru ein-
hverjir búnir að nefna við mig að kannski ætti ég að
sækja um og ég hugsaði mig svolítið um. Ein með
sjálfri mér komst ég að þeirri niðurstöðu að kannski
gæti ég gert gagn, þannig að ég tók af stað."
Vill láta eott af sér leiða
Ég spyr Asdfsi Höllu Bragadóttur hvort hún ætli
lengra, hvort hana dreymi um þingmennsku, ráð-
herrastól, bankastjórastól eða jafnvel sendiherra-
stöðu. Og hún svarar: „Þetta hljómar kannski rosalega
væmið, ósannfærandi og ofboðslega pólitískt svar, en
markmið mitt er að láta gott af mér leiða. Ef ég tel mig
einhvern tímann best geta gert það á þingi þá stefni ég
þangað og ef ég tel ráðherrastól vera rétta vettvanginn
þá stefni ég þangað. Ég hef ekki hugmynd um hvaða
leið ég fer en embætti og störf eru í mínum huga bara
tæki og tól, bara leiðir að einhverri sýn og markmiðum,
þau eru aldrei markmið í sjálfu sér. Ég held ég geti gert
ýmislegt til þess að gera íslenskt samfélag betra og á
endanum tel ég mig kannski geta náð mestum árangri
innan skóla eða einkafyrirtækis, það skiptir engu svo
lengi sem sýnin er enn til staðar."