Vera - 01.10.2000, Page 35

Vera - 01.10.2000, Page 35
/\ður en Valgerður sótti um starfið átti hún fund með Páli Péturssyni félagsmálaráðherra til að fá á hreint hver staða stofunnar og sjálfstæði fram- kvæmdastjórans yrði, bæði fjárhagslega og hvað varðar möguleika til að hafa áhrif. Hún segist ekki hafa haft áhuga á starfinu ef stofnunin ætti á einhvern hátt að verða veikari en áður hafði verið. Eftir samtalið sannfærðist hún um að þetta gæti orðið spennandi og eftir reynslu fyrstu mánaðanna finnst henni að einhver undiralda sé í gangi sem geti styrkt þá kenningu að þriðja bylgja kvenna- hreyfingarinnar sé í upp- siglingu. „Það eru einhver fræ að spíra ofan í moldinni," segir Valgerður. „Viðvitum ekki ennþá hvaða fræ þetta eru, eða hvaða mynd þau koma til með að taka á sig, en þetta er ekki endurtekning á því sem hefur verið að gerast áður heldur eitthvað alveg nýtt. Hins vegar eru ótal verkefni sem þarf að takast á við áfram, eins og söluiðnaðurinn á konum, ofbeldismálin og launamálin, auk mála sem minna hafa verið rædd og snerta „forritin" í okkur, t.d. tungumálið og hvaða áhrif málfar hefur á það hvernig við hugsum." Valgerður útskýrir þessar breytingar nánar með því að benda á vitundarvakningu á alþjóðavettvangi sem snertir stjórnvöld og einka- markaðinn. Hún nefnir í því sambandi ráðstefnu á vegum OECD sem haldin var f París í lok nóvember og fjallaði um það hvernig flétta megi kynja- og jafn- réttissjónarmið inn í fjár- lagagerð ríkja. Ráðstefn- una sátu ráðherrar fjár- mála og vinnumarkaðs- mála, ásamt forystufólki jafnréttismála, og voru Geir H. Haarde og Páll Pétursson meðal frummælenda og Vigdís Finnbogadóttir hélt setningarræðuna. „Ég tel svona ráðstefnu mikilvægt skref og finn líka vitundarvakningu af þessu tagi hjá stjórnendum at- vinnulífsins, sem má t.d. sjá á viðbrögðum og þátttöku í verkefninu Hið gullna jafnvægi sem lafnréttisnefnd Reykjavíkur og Gallup standa fyrir. Einkafyrirtæki eru farin að líta svo á að jafnréttismál séu spennandi málaflokkur, þau eru að komast í tísku og talin geta haft góð áhrif á ímynd fyrirtækja. Þetta getur haft þau áhrif að karlmenn fari að líta svo á að þeir dragist aftur úr ef þeir sinni ekki heimiIisrekstri, föðurhlutverkinu og þróun tilfinningaþroska, þ.e. þroski sig á fleiri en einu sviði eins og konur hafa gert." n lutverk lafnréttisstofu er að sjá til þess að jafnréttislögunum sé framfylgt. Til þess getur hún látið í sér heyra, staðið fyrir fræðslu og farið hinar formlegu leiðir, t.d. að fá álit Kærunefndar jafnréttismála og farið með mál sem nefndin hefur úrskurðað sem brot á jafnréttislögum fyrir dómstóla. Þó að kæruleiðin sé mikilvægur réttur vill Valgerður að ímynd lafnréttisstofu verði ekki kæruímyndin. Hún segist vera aðgerðakona og vill að stofan verði bæði skapandi og gagnrýnandi og virki sem stuðningur og aðhald fyrir háa sem lága að fara eftir jafnréttislögum. „Ég vil nota lögin sem spegil fremur en pfsk. Staðreyndin er sú að mörg fyrirtæki þekkja ekki jafn- réttislögin og því þarf að kynna þau betur, t.d. með námskeiðum, en nota líka tækifærið þegar brot á sér stað. Fólk hringir oft hing- að og segir að brotið hafi verið á því en vill samt ekki kæra. Þá hringi ég gjarna í fyrirtækin eða sendi tölvupóst, bendi á greinar í jafnréttislögunum og sendi síðan lögin. Þessu hefur verið vel tekið en ég veit ekki hvort við getum sinnt öllum brotum á þennan hátt. Ég tel það sem sé til bóta að skilið hafi verið á milli Kærunefndar og lafnréttisstofu en starfsmaður í félagsmálaráðuneytinu sinnir störfum fyrir nefndina. Því starfi gegnir nú Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir. Með þessu fyrirkomulagi tel ég að lafnréttisstofa sé betur fær um að veita ráðgjöf. Við getum hvatt fólk til að kæra, stutt það eða ráðlagt þvf að kæra ekki og reynt að fara samningaleiðina til að finna lausn á málum. Síðan getum við höfðað mál ef við teljum mikilvægt að fá álit dómstóla á ein- hverju. Við getum líka fengið óháð álit Kærunefndar á einstökum málum. Það er bæði hægt að gera fyrir hönd kæranda og án þess að kærandi komi til, þ.e. vegna mála sem geta verið brot á jafnréttislögum án þess að brotið sé á ákveðnum einstaklingi. Það hefur t.d. komið til tals vegna mynda á olíutönkum hjá Olís sem mikið hefur verið kvartað yfir, og reyndar fleiri og stærri málum." Framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum er plagg sem Valgerður telur mikilvægt verkefni fyrir lafnréttisstofu. Hún segir að núverandi áætlun sé metnaðarfull og enn sé þar ótal mál að finna sem ekki hafa komið til framkvæmda. Það sé því mikilvægt að styðja ríkisvaldið f því sem það hefur ætlað sér. „Eitt af mikilvægum málum sem kveðið er á um f áætluninni „Ég hef sagt yfirmönnum mínum og konum að næst þegar ákvörðun verður tekin um að leggja niður stofnun og láta aðra taka við starfi hennar, hvort sem sú stofnun verður annars staðar á landinu eða ekki, ætti að gefa því aðeins lengri tíma en gert var í þessu tilviki." „Einkafyrirtæki eru farin að líta svo á að jafnréttismál séu spenn- andi málaflokkur, þau eru að komast í tísku og talin geta haft góð áhrif á ímynd fyrirtækja."

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.