Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 40
Mynd: Elín Helena Evertsdóttir
Vandamdl við meðferð
sifjaspellaVúlóðskammarmdla
í íslenska réttarkerfinu
Úrdráttur úr BA ritgerð í mannfrœði vorið 2000, eftir
Guðrúnu M. Guðmundsdóttur og Mari'u Hfálmtýsdóttur
Hugmyndin að ritgerðinni kviknaði í
nóvember 1999 eftir sjónvarpsþátt þar
sem fulltrúar lagakerfis, femínista og
félagsráðgjafa voru saman komin til að
ræða nýlegt dómsmál í Hæstarétti. Þar
var karl sýknaður af ákæru um að hafa beitt dóttur sína
kynferðislegu ofbeldi í fjölda ára. Fram kom að aðeins
um 7% slíkra mála, sem berast barnaverndarnefndum,
endi með sakfellingu. Þáttastjórnandi tók einnig veg-
farendur tali sem allir lýstu yfir óánægju með sýknun-
ina. Út frá þessu ákváðum við að skoða það mikla mis-
ræmi sem birtist á skoðunum almennings, femínista
og félagsráðgjafa annars vegarog röksemdafærslu full-
trúa lagakerfis hins vegar og skrifa um það ritgerð. Við
vildum leitast við að finna ástæður þess að aðeins örfá
slíkra mála enda með sakfellingu. Við ákváðum að
skoða sifjaspel 1 út frá heildarhugmyndum mann-
fræðinnar sem felur í sér að skoða umfjöllunarefnið
ofan frá og frá ýmsum hliðum til þess að geta svo
greint það innan laga- og réttarkerfisins.
Lagasetníng og meðferð sifjaspella og
blóðskammarmála
Merking og hugmyndir að baki hugtaksins sifjaspell
hafa breyst töluvert frá fyrri tfð og því notuðum við
mismunandi hugtök til að aðskilja hugmyndirnar um
fyrirbærið í fortíð og nútíð. Eldri hugmyndir skilgreind-
um við blóðskömm, sem er „samræði fólks sem vegna
tengsla sín á milli má alls ekki sænga saman
samkvæmt lögum" og um nútíma hugmyndir á sifja-
spellum notuðum við „allt kynferðislegt atferli milli
einstaklinga sem tengdir eru tengslum trausts og þar
sem annar aðilinn vill ekki siíkt atferli en er
undirgefinn og háður ofbeldismanni á einhvern hátt."
Við skoðuðum sögulega þróun viðkomandi hegningar-
laga, allt frá Móselögum til núgildandi laga. Með setn-
ingu Stóradóms 1564 var blóðskömm gerð að
dauðasök og töldust báðir aðilar sekir. Samkvæmt
40