Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 49

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 49
Fékk 66° útigalla og skó meö stáltá Jóhanna Harpa Arnadóttir ein af stofn- endum kvennanefndar Verkfræðingafélags Islands Þann 20. febrúar síðastliðinn var formlega stofnuð kvennanefnd Verkfræðingafélags ísiands og voru 22 konur samankomnar af því tilefni. Tilgangurinn með félaginu er að þær konur sem hafa reynslu af því að starfa sem verkfræðingar geti miðlað henni og stutt þær sem eru í þann mund að hefja sinn starfsferil. En við gerum það ekki nema vera fyrst þúnar að finna hver aðra og mynda innþyrðis tengsl. Það er von okkar að við munum efla hver aðra og vonandi orðið með því fyrirmynd fyrir okkur yngri konur. Ég kynntist starfi kvennanefnd- arinnar hjá danska verkfræðinga- félaginu ÍDA þegar ég var í framhaldsnámi í verkfræði við DTU í Kaupmannahöfn. Nefndinni hafði verið komið á laggirnar árið 1985 í kjölfar lagasetningar um til- nefningu fólks af þáðum kynjum til setu í opinþerum ráðum og nefnd- um. Smám saman fór nefndin að vinna að ýmsum málum tengdum jafnréttis- og hagsmunaþaráttu danskra kvenverkfræðinga. Haft er að leiðarljósi að kvenverkfræðingar verði sýniiegri útvið og skapi sér jafnframt vettvang innan félagsins. Nefndin er í dag þúin að sanna tilverurétt sinn og starfar jafnfætis öðrum stefnumarkandi nefndum undir aðalstjórn Verkfræðinga- félagsins. Það að sækja fyrir- lestra og námskeið hjá kvennanefndinni virkaði á mig sem besta sjálfstyrking. Mér varð ósjaldan hugsað til þess þegar ég 24 ára gömul, ný útskrifuð, hóf störf í tæknideild hjá byggingaverkta- ka. Þá hefði verið óskandi að eitth- vað þessu líkt hefði verið til á fslan- di, því sjálfstraustið var oft frekar lítið. Atvik eins og þau að vera send út að hæðarmæla fyrir lögnum í húsagrunni f febrúarmánuði, ein- mitt daginn sem ég var mætt á háum hælum, hjálpaði ekki til. Þá var ekki um annað að ræða en að stilla kíkinn og fá aðstoðarmann á stikuna. Þegar mælingar hófust var mér litið upp og sá mannskapinn á byggingarsvæðinu vera kominn út á stillansana til að fylgjast með þessu hjá mér. Seinna þurfti ég að endurtaka mælinguna því ég hafði verið svo stressuð í fyrra skiptið að ekki var að treysta á niður- stöðurnar. En þetta voru miklir félagar mínir og verkstjórinn færði mér síðar hátíðlega 66° útigalla og skó með stáltá. Þegar ungt fólk velur sér háskólanám er langt ferli að baki. Það er því mikilvægt frá barnæsku að vinna markvisst að því að vekja og viðhalda áhuga stúlkna á raun- greinum. Á framhaldskólastigi skiptir miklu að námsleiðin sem valin er útiloki ekki raungreinafög. Eitthvað er það sem gerir þetta ekki aðlaðandi kost í augum stúlkna. Það hvað vinkonunar ætluðu að gera vóg þungt f mínu tilfelli og auðveldaði það mér ákvörðunina um að fara í eðlisfræðideild í menntaskóla. Nú eru stelpur í meirihluta þeirra sem útskrifast stúdentar en þó að þær velji verk- fræðinámið er brottfall þeirra tölu- vert hærra en drengja. Kennslu- Konur eru einungis 5,7 % félags- manna í Verkfræðingfélaginu og aðeins 6,7 % af þeim fjölda verkfræðinga sem fengið hafa leyfi iðnaðarráðuneytisins. fræðilega hiýtur að vera hægt að gera betur þannig að bæði kynin geti fundi sig í náminu. Verkfræðimenntun er lykill að margskonar störfum sem geta falið í sér mikla áskorun. Eftirspurnin eftir verkfræðimenntuðu fólki hefur verið meiri en framboðið undan- farin ár og ekki er fyrirsjáanleg breyting þar á. Þarna er því á vísan að róa með traustan starfsgrund- völl og ágætis tekjumöguleika. Þá eru störf verkfræðinga sífellt að verða fjölbreyttari. Erlendis er oft talað um hina „nýju verkfræði- menntun" sem er þverfaglegri en sú sem við höfum átt að venjast. Það er þá menntun með heimspekilegri og/eða félagsfræðilegri samþætt- ingu, byggð á raungreinagrunni. Þarna er komið námsform sem gæti höfðað meira til stúlkna. En þær verða þá að nýta sóknarfærin. Hugarfarið verður að breytast þannig að stelpur finni það hjá sér sjálfum að leita í fög þar sem karl- menn hafa verið f meirihluta. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.