Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 52

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 52
ATHAFNAKONUR Eg er keppnismanneskja Rætt við Guörúnu Jóhannsdóttur í Topphúsinu „í verslunarrekstri er það fyrst og fremst dugnaður sem skiptir máli. Að gefast ekki upp og vinna mikið sjálf," segir Guðrún Jóhannsdóttir, eigandi Topphússins í Mörkinni. Guðrún hefur verið í verslunar- rekstri í 28 ár en hún átti snyrtivöruverslunina Isadoru í 15 ár og hefur rekið Topphúsið síðan árið 1984. „Ég vakna snemma, vinn frameftir og tek þátt í öllu við reksturinn. Þetta er oft allt of mikið álag en það er keppn- ismanneskja í mér og mér finnst mjög leiðin- legt að gefast upp." Vildum vera sjálfstæðar „Ég byrjaði að vinna úti þegar maðurinn minn fór í Vélskólann fyrir 34 árum. Þá vann ég á matsölustað í Kópavogi sem hét Ramona. Þar var opið allan sólarhringinn og ég vann aðra hverja nótt þvf ég var með þrjú lítil börn og komst ekki að heiman á daginn," segir Guðrún og viðurkennir að sú vinna hafi verið það erfiðasta sem hún hefur lent f. Eftir það vann hún á morgunvöktum á Kaffivagninum í eitt og hálft ár. Hún var hins vegar að vinna í Iakkrísgerð þegar hún ákvað, ásamt vinkonu sinni, að prufa að reka sjoppu. „Við vorum að vinna saman og okkur fannst launin lág í lakkrísgerðinni. Þá langaði okkur að vera sjálfstæðar og reyna að standa okkur. Einhvers staðar urðum við að byrja," segir Guðrún. Hún segir að vissulega hafi verið erfitt að fara af stað. „Ég kunni til dæmis ekkert í bókhaldi og þurfti að sækja námskeið. En þetta kom smátt og smátt, reksturinn gekk vel og eftir sex ár gat ég sótt um verslunarieyfi. Þá seldum við sjoppuna og ég keypti snyrtivöruverslun en fór ein út í þann rekstur. Það var náttúrulega allt annað en að reka sjoppu og þá fannst mér að ég þyrfti að mennta mig og fór í snyrti- skólann," segir Guðrún en hún rak snyrtivöruverslun- ina Isadoru í Austurstræti í 15 ár. „Þegar ég svo keypti Popphúsið í Bankastræti árið 1984 fannst mér nafnið ekki fallegt og breytti því í Topphúsið." Lífsreynsla í stað menntunar Guðrún segir að vissulega hafi oft verið erfitt að standa í verslunarrekstri, ekki síst með stórt heimili og fjögur þörn. „En það er gaman að glíma við eitthvað," segir Guðrún sem gengur í öll verk sjálf, afgreiðir, kaupir inn og sér um bókhald. „Ég viidi alltaf frekar fást við eitt- hvað verklegt en bóklegt enda er ég með lesblindu og var lítil námsmanneskja. Ég var 18 ára þegar ég byrjaði að búa og átti þrjú börn á fjórum árum. Það fjórða átti ég skömmu eftir að ég keypti sjoppuna. Þannig að ég hef ekki menntun en er með lífsreynsluna. Guðrún breytti um áherslur í versluninni fyrir tíu árum og ákvað að selja eingöngu yfirhafnir. Hún leggur áherslu á að höfða til breiðs hóps og segist vera með kápur fyrir kvenfólk frá tólf ára og upp í nírætt. „Það á ekki að vera aldurinn sem ræður í fatakaupum, smekkurinn verður að ráða," segir hún og bætir því við að gaman sé að finna hvað smekkur fólks er misjafn. En hún segir að fataúrvalið í verslunum sé sífellt að verða fábreytt- ara. „Fötin eru eins í öllum búðum. Þess vegna er ekki hægt að kaupa af heildsala hér á iandi, sama varan er komin í allar búðir," segir Guðrún sem fer tvisvar til fjórum sinnum á ári til útlanda og pantar hjá erlendum fyrirtækjum. Það þarf fæstum að koma á óvart að álag- ió er mest í desember og janúar og segir Guðrún að leiðinlegt sé að hafa engan tíma fyrir jólaundirbúning. En verst sé þó að þurfa að hafa opið á sunnudögum. „Það er allt of mikið álag á fjölskyldurnar. Kringlumenn komu þessum ósið á en þetta er mjög slæm þróun og hefur slæm áhrif á sálarlíf starfsfólksins," segir Guðrún og bætir við að hún telji að litlar verslanir muni ganga áfram. Hún ætlar sjálf að halda áfram meðan dæmið gengur upp en segir þó að næg verkefni bíði ef hún ákveður einn daginn að hætta. „Ég ætlaði reyndar einu sinni að verða íþróttakennari eða danskennari en fór aldrei út í það. Eftir að ég fór í snyrtiskólann ætlaði ég líka að setja upp snyrtistofu í kjallaranum. Það varð nú ekkert af því enda held ég að þá myndi maður loka sig meira af. Ef ég hætti núna er svo margt annað sem ég myndi gera sem ég hef ekki tíma fyrir í dag. Mig langar að læra meira, til dæmis tungumál, stunda garðyrkju, vinna í húsinu, fara í leikfimi og sinna barnabörnunum meira en þau eru orðin tíu. Ætli ég myndi hins vegar ekki láta það vera að læra að fljúga," segir Guðrún og hlær. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.