Vera - 01.10.2000, Page 56

Vera - 01.10.2000, Page 56
Viðtal: Steinunn Eyjólfsdóttir Bóndakona , Spennusagnahofundur Reikimeistari Bóndakona í Húnavatnssýslu. Spennusagnahöfundur. Reikimeistari. Er þetta allt sama konan? Ó, já. Þetta er Birgitta Halldórsdóttir, rithöfundur með meiru. Þegar ég taiaði við hana í fyrsta sinn undraðist ég hvað hún var hlýleg og látlaus, alveg ólík þeirri viðsjárverðu mynd sem ég hafði dregið upp í huga mér af spennu- sagnahöfundi. Auk þess er hún allvel hag- mælt, eins og þykir tilheyra norður þar. Eg byrja viðtalið sem hún veitir mér af ljúf- mennsku sinni, á hefðbundinn hátt: Ertu innfæddur Húnvetningur? „Já, það tel ég mig vera," segir Birgitta ákveðin. „Ég kom reyndar í heiminn sem algjört slysabarn og vinafólk móður minnar tók mig í fóstur. Það má kannski segja að þetta sé ættgengt," bætir hún við, „því nú á ég sjálf fósturbarn og fæ bráðum annað. Ekki einu sinni að eignast börn geri ég eins og annað fólk, svona er ég furðuleg." Og Birgitta hlær hátt. Ég inni hana eftir fósturforeldrum hennar. „Þau voru alveg yndisleg, pabbi og mamma, Guðbjörg Ágústsdóttir og Haildór Eyþórsson. Þau beinlínis báru mig á höndum sér. Betri foreldra er ekki hægt að hugsa sér. Svo var föðuramma mín, Pálína Salóme Jónsdóttir, til heimilis hjá þeim. Þau komu frá Hnífsdal, hún og pabbi. Að eiga ömmu eins og hana er auðvitað alveg ómetanlegt. Hún var það sem kallað er fræðasjór, einkum varðandi all frá liðnum tímum, og alltaf tilþúin að segja frá. Ég drakk í mig frásagnir hennar, sögur og ævintýri. Eftir að ég varð fullorðin hefur mér stundum dottið í hug hvort hún kynni að hafa skáldað sjálf eitthvað af þessum óþrjótandi sagnabálkum. það var með ólíkindum hve mikið hún kunni. Og allar sögur ömmu enduðu vel, voru skemmtilegar og heillandi." Hefur það kannski orðið þér fyrirmynd? „Já, ég held það," svarar Birgitta eftir stutta umhugs- un. „Þegar ég var unglingur voru vandamálasögur mjög í tísku. Þær voru flóknar og lítið spennandi og skildu mann eftir vansælan og dapran. Þá hét ég því að svona sögur skyldi ég aldrei skrifa. Ég hef alltaf verið mann- eskja ævintýrisins. Mér fannst að sögur ættu að skemmta og gleðja, þær ættu að gefa lesandanum ánægjulega stund. Þá er mínum tilgangi náð." Ertu þá ekkert að hugsa um að komast í fínar bók- menntaklíkur sem svo eru nefndar? Birgitta skellir upp úr. „Það væri þá algjört slys ef ég lenti þangað. Ég er fyrst og fremst sögukona eins og amma mín. Alltaf hafa verið til sagnamenn og sagna- konur sem jafnvel ferðuðust um og sögðu sögur sínar ogævintýri. Þetta fólk varallsstaðar velkomið. Égerfull- komlega ánægð með að tilheyra þeirra hópi, þó hann sé kannski að nokkru leyti ósýnilegur á okkar tímum." En hvað gerirðu svo við bófann í sögulok? Er hann lokaður úti í myrkrinu? „Nei, nei," segir Birgitta létt. „Hann fær ýmsa möguleika til betra lífs, að minnsta kosti oftast. Ég er alls ekki vond við bófana." Hvernig samræmist það að vera sveitakona og rithöfundur? „Alveg ágætlega. Að lifa með landinu og dýrunum hlýtur að hafa góð áhrif á allt og þá líka hugann og ímyndunaraflið. Ég hef búið í Reykjavík en mér finnst 56

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.