Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 57

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 57
betra að búa hér á mínum heimaslóðum. Hér gengur mér vel að skrifa. Ég gaf út fyrstu bókina 1983 og sfðan hefur þetta komið svona koll af kolli. Og fyrir skömmu unnum við bók saman, átta höfundar sakamálasagna. Pað var verulega gaman." Þetta hefur ekki verið skuggalegur félagsskapur, álykta ég. Átta glæpasagnahöfundar! En Birgitta hlær bara. „Nei, öðru nær. Þetta var yndislegt fólk. Við erum alls ekki illa innrætt. Þú spyrð hvers vegna fólk heillist af spennu- og saka- málasögum. Ég held að hér komi til árátta mannsins að fást við ráðgátur. Það hefur alla tíð verið freisting. Sjáðu bara. Sherlock Holmes sögurnar sem öll heimsbyggðin las á sínum tíma. Þar er ráðgátan þungamiðja. |á, þú segir það. Að ég taki mig ekki nógu alvarlega sem rithöfund og að mín rétta hilla væri í barnabókum. Mér hefur reyndar dottið það í hug. Þar gæti ég líka sett upp ævintýrið sem mér finnst svo skemmtilegt að fást við." En lofaðu mér nú að heyra um sjálfa þig, um per- sónuna Birgittu. „Já, hvað viltu vita? Ég er húsfreyja á Syðri- Löngumýri í Húnavatnssýslu, gift Sigurði inga Guðmundssyni bónda þar og við eigum tvö börn frá Thailandi. Ég fór til Thailands að sækja Halldór Inga á sínum tíma. Hann var þá orðinn nokkurra mánaða en hafði alltaf átt heima á þarnaheimili. Ég óttaðist að barnið yrði nú kannski hrætt við mig, ég var svo ólík litlu, sætu thailensku konunum sem hann var vanur, svona há og ljóslituð. En hann vildi strax koma til mín - það var eins og við hefðum þekkst í þúsund ár. Og kannski höfum við gert það, hver veit? Svo hélt ég honum í fanginu og þessi fögru barnsaugu horfðu á mig eins og þau vildu segja: Hvers vegna léstu mig bíða svona lengi? Mér er þessi dagur ógleymanlegur. Ég hafði lært að taka mótlæti, eins og allir verða að gera í lífinu, en ég hafði ekki lært að taka svona mikilli gleði. Mér varð það fyrst fyrir að gráta - ég grét lengi af einskærri hamingju. Svo fórum við heim til fslands og Halldór lngi varð hraustur, lítill sveitastrákur og auðvitað sólargeislinn okkar foreldranna. Kannski munu einhverjir segja að ég ali börnin mín upp við eftirlæti en ég er ekki smeyk við það. Ekkert gefur betra veganesti út í lífið en eftirlæti og kærleikur á bernsku- árum. Þannig var ég sjálf alin upp og það hefur verið mér styrkur en ekki veikleiki í lífsbaráttunni. Ég missti mömmu ung en það létti mér áreiðanlega áfallið hvað ég átti góðar minningar og þakgrunn." Mér er fyrir nokkru orðið ljóst að það er engin meðalmanneskja sem ég á tal við. Og svo ertu líka reikimeistari. Hvað er reiki? Nýr tónn kemur f rödd Birgittu. „Reikið er alheims- orkan sem er á hærri tíðni en orka jarðarinnar. Ekkert dularfullt, þetta er bara eðlisfræði. Nái maður að sam- sama sig og beita þessari hátíðniorku getur maður að sjálfsögðu ýmislegt sem maður gæti ekki annars. Lækningar og styrking með reiki hefur lengi verið vel þekkt í öðrum heimshlutum en er nú loks að verða viðurkennt á Vesturlöndum. Reikiorkan er sú sama og orka bænarinnar og oft tengist þetta tvennt - reikimeistarinn eða biðjandinn nær að verða farvegur hinnar græðandi alheimsorku sem einnig er uppi- staðan í trúarbrögðunum, sjáum til dæmis kraftaverk Krists. Ég hef alltaf haft áhuga á trúarbrögðum en ég vildi vera virk, skoða sjálf, vinna með Ijósið. Skilurðu?" Ég skil hana vel og ég vildi óska að fleira fólk hefði til að bera slíkan kjark og bjartsýni sem Birgitta til að láta óskirnar rætast. Birgitta með son sinn, Halldór Inga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.