Vera - 01.10.2000, Side 58

Vera - 01.10.2000, Side 58
Hagaðu þér eins og maður! Gísli Hrafn Atlason skrifar um dönsku bækurnar Pikstormene og Hvordan mand Nú eru „venjulegir" karlar loks farnir að fjalla um sjálfa sig sem kynverur. Það er nauðsynleg viðbót við umfjöllun fræðimanna og pólitíkusa. Nú í september voru gefnar út í Danmörku tvær bækur um karla skrifaðar af ungum körlum frá 20 til 35 ára. Bækurnar heita Hvordan mand (Hvernig maður) og Pikstormene (Tippahlaupið) og innihalda hvor um sig u.þ.b. 20 frásagnir, skrifaðar af jafnmörgum körlum. Bækurnar sverja sig í ætt við Fittstim (Píkutorfuna, sem komin er út í íslenskri þýðingu), Fem@il og aðrar líkar bækur þar sem konur lýsa eigin lífi. í karlabókunum tveimur er aftur á móti verið að fást við það hvernig er að vera danskur karl árið 2000. Hér eru því „venju- legir" karlar að skrifa um sitt venjulega líf sem karlar. Tippahlaupið i inngangi sínum að Pikstormene, sem ritstjóri bókarinnar kýs að nefna „Mikiu meira en macho", segir hann að við karlar séum orðnir langþreyttir á umfjöllun poppsálfræðinga og fjöl- miðla um karla. Ritstjóranum finnst umfjöilunin vera allt of einhæf og hann segir hana staðnaða. Hann segir enn fremur að sem betur fer hafi rauð- sokkurnar barist gegn þeirri tegund karlmanna sem poppsálfræðingar og fjölmiðlar kalli í dag „hinn sanna karl- mann" og að þeir vilji meina að karlar samtímans hafi glatað karlmennsku sinni, séu „minni" karlmenn en áður. „Því stormum við fram", segir hann, „og brjótum upp þessa leiðindarumræðu með því að taka þátt í jafnréttis- umræðunni. Ekki til þess að vera ein- hvers konar mótvægi við feminismann heldur, þvert á móti, til að gera feminis- mann að verkefni beggja kynja." Ritstjórinn segir bókina sýna fram á að karlar mæti alls kyns kröfum í sínu daglega umhverfi um hvernig þeir eigi að vera og hvað þeir eigi að gera. í stut- tu máli, hvernig þeir eigi að haga sér „eins og menn". Þessar kröfur komi ekki bara fram í fjölskyldum okkar heldur líka hjá kærustunum, í skólanum, íþrótta- félaginu, meðal vinanna, á vinnu- staðnum o.s.frv. Hann segir að karlar mæti þessum kröfum á misjafnan hátt og að bókin sýni það. Því beri okkur að fjalla um karlmennsku f fleirtölu og að þrátt fyrir að höfundarnir séu alls ekki sammála í öllu þá séu þeir sammáia um að karlar hafi rétt til þess að vera annað og meira en bara „macho". Þar hefur ritstjórinn svo sannarlega rétt fyrir sér. í bókinni eru textarnir og karlarnir eins óiíkir og þeir geta orðið. Við fáum að kynnast ungum karlmanni sem er hræddur við að sýna vænt- umþykkju sína gagnvart börnum (og þá sérstaklega stelpum) þar sem hann óttast að fólk haldi hann vera barna- níðing. Honum finnst óþolandi að heilt kyn (karlkynið) iiggi undirgrun, ekki ein- stakar persónur. Við kynnumst öðrum karlmanni sem var alveg miður sín yfir því að vera enn hreinn sveinn 19 ára gamall. Þá kynnumst við karlmanni sem er háður því að sækja líkamsræktarsali. Við fáum að heyra hvernig hann ein- angrast frá öðrum og hvernig líf hans snýst um að stækka brjóstvöðvana.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.