Vera - 01.10.2000, Page 59
„brátt fyrir að höfundar bókarinnar
Pikstormene séu alls ekki sammála í
öllu, þá eru þeir sammála um að karl-
ar hafi rétt til þess að vera annað og
meira en bara macho".
Einnig er þar karlmaður sem er
háður klámi og getur ekki hætt að
fróa sér yfir berrössuðum konum.
Sá hinn sami hvetur aðra klámfíkla
til að koma „út úr skápnum". Þarna
er lfka karlmaður sem lítur fæð-
ingu dóttur sinnar sem stærsta
augnablik lífs síns og saknar hverr-
ar mínútu sem hann getur ekki
verið með henni. Svo er þar annar
sem átti afar erfitt vegna þess að
nánasta fjölskylda ætlaðist til að
hann yrði höfuð fjölskyldunnar
eftir andlát föður hans, aðeins 15
ára gamall. Hann segir að daginn
sem pabbi hans lést hafi hann
hætt að vera barn og þurft að sýna
fram á að hann væri „sannur" karl-
maður. Þetta eru aðeins nokkur
dæmi úr fjölbreyttu safni sagna í
sjálfsævisögulegu formi. Flestar
sögurnar eru bæði skemmtilegar og
áhugaverðar og í mörgum þeirra er
eitthvað sem maður kannast við úr
eigin umhverfi.
Hvernig maður
Þrátt fyrir að bókin Hvordan mand
sé byggð upp á svipaðan hátt og
Pikstormene er hún talsvert ólík.
Bókin er í fyrsta lagi sett fram sem
eins konar andsvar við Fittstim,
Fem@il og öðrum svipuðum
bókum. Höfundarnir segjast vera
orðnir þreyttir á einsleitri sýn
nýfeminista á körlum og bókin því
sett fram sem einskonar ritdeila
við höfunda kvennabókanna. Eins
og höfundar Pikstormene vilja þeir
sýna fram á að karlar séu ekki
einsleitur hópur og að það beri að
tala um karlmennsku í fleirtölu.
Aftur móti er útgangspunkturinn
annar. Það verður að segjast að
þeim tekst ekki eins vel upp og
höfundum Pikstormene. í bókinni
er sett fram gagnrýni á feminista
fyrir að setja fram einhæfa mynd af
körlum en full margir höfundanna
f Hvernig maður, þar með taldir rit-
stjórarnir, falla í þá gryfju að al-
hæfa um heilt kyn út frá eigin
staðalmyndum um feminismann.
Þannig beita höfundarnir sömu
aðferðum og þeirgagnrýna aðra fyrir
að beita. Þessi þversögn leiðir til
þess að erfitt verður að taka nógu
mikið mark á annars ágætri bók.
Sem andsvar við bókum nýfem-
inista eru greinarnar ifka ólfkar
þeim í Pikstormene, þ.e.a.s. þær
eru byggðar upp sem þáttur í rit-
deilu og eru ekki eins sjálfs-
ævisögulegar. Einn höfundanna
nýtir sér (að sjálfsögðu) reynslu-
heim karla og notar myndmál úr
knattspyrnuheiminum. Hann heid-
ur því fram að leiðin að markinu sé
opin. Þá á höfundurinn við að í
samskiptum kynjanna séu karlar
ekki að leika ftalska varnar-
afbrigðið „catenaccio" f knatt-
spyrnu. Hér á hann við að leiðum
að markinu (jafnréttinu) sé ekki
haldið lokuðum með hinum ýmsu
aðferðum, eins og ítalir geri í sinni
knattspyrnu. Annar höfundur segir
feminismann vera á villigötum þar
sem hann snúist fyrst og fremst
um að ræða um erfiðleika kvenna í
hinu daglega lífi. Hann segir konur
ekki vera einar um að eiga erfitt,
það geti átt við um alla. Einnig eru
í bókinni nokkrar sjálfsævisögu-
legar frásagnir eins og þegar einn
höfundurinn lýsir of bráðu sáðláti
sínu og upplýsir okkur um hve
ömurlegur elskhugi hann sé.
Annar segir frá forræðisdeilu sinni
við fyrrum kærustu og enn einn
fjallar, á háðskan hátt, um hve
hann hafi átt erfitt þegar þáverandi
kærasta sagði honum upp.
Karlar sem kynverur
Með bókunum tveimur má segja
að danskir karlar hafi loks komið úr
skápnum og þorað að ræða um
sjálfa sig sem kynverur. Slík
umræða hefur hingað til verið
mest megnis f höndum feminista
(og þá aðallega kvenna), fræði-
manna og pólítíkusa. Hér eru það
venjulegir karlar sem ræða um
sjálfa sig og aðra karla sem kyn-
verur. Þeir sýna fram á að karlar
séu fjölbreyttur hópur með hina
ýmsu og misjöfnu kosti og galla.
Bækurnar hafa vakið mikla athygli
hér úti í Danmörku og varla hægt
að kíkja í dagblað eða opna fyrir
útvarp án þess að verið sé að ræða
um stöðu kvenna og karla í dag.
Stundum verður umræðan full
svarthvít eins og þegar maður
heyrir f ritstjórum bókanna ræða
við ritstjóra kvennabókanna um
það hvort karlar eða konur eigi
meira bágt. Sem betur fer er ekki
mikið um svoleiðis kappræður og
yfirleitt er umræðan málefnalegri.
Allt þetta vekur því væntingar um
að í framtíðinni verði jafnréttis-
krafan sameiginlegt verkefni karla
og kvenna. Ég er í það minnsta
enn bjartsýnn á að svo verði þó
svo að kynningarfundur bókar-
innar „Pikstormene" hafi valdið
mér svolitlum vonbrigðum. Þar
voru mættar nærri áttatíu konur en
við karlarnir vorum aðeins tíu
talsins.
Pikstormene. Ritstj. Niels Ulrik Smnsen.
1 nformation Forlag. 2000
Hvordan Mand. Ritslj. Adam Holm, Timme
Bisgaard Munk og Mikkel Tíielle. Tiderne Skifler.
2000