Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 60

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 60
Arndís Guðmundsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir Heilsa Lífgaðu upp á lífið - heilsubót með grænmeti og ávöxtum, var yfirskrift átaks undir kjörorðinu Evrópa gegn krabbameini 2000 sem 16 lönd í Evrópu stóðu fyrir vikuna 9,- 14.október. Meginmarkmiðið var að auka grænmetis- og ávaxta- neyslu Evrópubúa og sérstaklega barna 6-10 ára. Kannanir sýna að íslendingar borða almennt mun minna af þessum holla mat en æskilegt getur talist. í könnun sem gerð var á mataræði þjóðarinnar árið 1990 kom í ljós að meðal neysla ferskra ávaxta og berja var sem nemur hálfum ávexti á dag og heildar græn- metisneyslan var þriðjungur úr gulrót. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að í grænmeti og ávöxtum eru hollustuefni sem minnka líkur á langvinnum sjúkdómum síðar meir á ævinni, þar á meðal krabbameini og hjarta- sjúkdómum. Hæfileg neysla grænmetis og ávaxta stuðlar einnig að eðlilegu holdarfari og minnkar líkur á offitu. Lífgaðu upp á lífið og veidu grænmeti og ávexti, minnst 5 á dag, eða kannski 6 á dag, eins og vinir okkar Danir segja, eru skiiaboð sem allir ættu að taka til sín. Krabbamein að finna í fæðu úr jurtaríkinu. Mikið hefur verið rætt undanfarið um andoxunarefni en þau draga úr mynd- un hættulegra súrefnissambanda sem geta skaðað erfðaefnið DNA og draga þannig úr framgangi ýmissa annars óskyldra sjúkdóma og hrörnunar, allt frá æðakölkun og krabbameini í þekjuvefjum, til augn- sjúkdóma. Betakarótein, E- og C-vítamín eiga það sameiginlegt að vera svonefnd andoxunarefni. Þessi efni fáum við aðallega úr olíum, sætum kartöflum, avokado, hnetum, sólblómafræjum, soyjabaunum, sítrusávöxtum, brokkolf, blómkáli, tómötum, kart- öflum, gulrótum, dökkgrænum, gulum og rauðum ávöxtum og grænmeti. Því ætti ekki að vera erfitt að leggja eitthvað af þessu góðgæti sér til munns. Ávaxtapillur Eins og fram hefur komið fær fólk sem borðar mikið af grænmeti og ávöxtum síður krabbamein og hjarta- sjúkdóma en aðrir. Margir halda að lausnin felist í því að fara út í búð og kaupa vítamín sem innihalda þessi hollu efni. Sumir halda að vítamín geti komið í stað matar eða dregið úr matarþörf. Það er alrangt. Vítamín innihalda engar kalóríur, prótein, steinefni, fitu eða vatn, en þau eru nauðsynleg við nýtingu þessara efna. Rannsóknir sýna að borði fólk ávexti og grænmeti eiga sér stað efnahvörf sem ekki verða við neyslu sömu efna í töfiuformi, með öðrum orðum er ekki nóg að borða eina vítamínpillu á dag til þess að koma öllu í lag! Rannsóknir sýna að fólk sem neytir ferskra ávaxta og grænmetis í hæfilegum mæli fær síður krabbamein í meltingarfæri, öndunarfæri og legháls. Matvæii sem innihalda mikið af A-vítamíni og betakaróteni minnka líkur á krabbameini í ýmsum líffærum en þessi efni er 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.