Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 64
KVIKMYNDIR
Úlfhildur Dagsdóttir
Það sem Kaninn
gerir best gerir
Daninn betur
Það er ein af mínum sam-
félagslegu skyldum að fara í
bíó rneð fólki. Þarsem ég er yfir-
lýstur bíófíkill þá þykir það sjálf-
sagt, bæði hjá mér og öðrum, að ég
sé stöðugt til taks að drífa mig í
bíó. Yfirleitt dreg ég þó mörkin við
rómantískar kómedíur, en slíkar
myndir á ég með eindæmum erfitt
með að þola. En sumir vinir og
ættingjar eiga á mig meiri kröfur en
aðrir og þannig atvikaðist það, að í
Kaupmannahafnarheimsókn til
móðursystur minnar í fyrra, var ég
dregin á danska rómantíska
kómedíu, Den Eneste Ene, sem nú
er sýnd í Háskólabíói.
Tilbúin að láta mér linnulaust
leiðast (ég er enn með óbragð í
munninum eftir hina gríðarvinsælu
)erry Maguire, svo ekki sé talað um
ómyndina As Good As It Gets) en
skylduræknari en fjandinn (eins og
allar góðar konur eiga að vera) sett-
ist ég niður fyrir framan tjaldið og
horfði agndofa uppá alveg dásam-
lega skemmtilega mynd. Ég veit
ekki hversvegna mér er svona illa
við rómantískar kómedíur, þetta
eru jú viðurkenndar kvennamyndir,
bæði sú kvikmyndategund sem
höfðar mest til kvenna og ein af
fáum kvikmyndategundum sem
bjóða upp á bitastæð hlutverk fyrir
konur. Rómantísk kómedía er
tegund grínmynda sem leggur
áherslu á þær margvíslegu flækjur
sem fylgt geta leitinni að ástinni,
rómantíkinni og pöruninni. Húmor-
inn er yfirleitt f orðum fremur en
gjörðum, fyndin tilsvör eru ráðandi
frekar en æsingur og „slapstick".
Margir segja að þessi tegund
mynda sé það sem Hollywood gerir
best, og ég man að gagnrýnendur
fögnuðu Jerry Maguire ákaft á ein-
mitt þeim forsendum. En Den
Eneste Ene sannar hið fornkveðna
að það sem Kaninn gerir best, gerir
Daninn betur! Allavega í þessu til-
felli. Danir hafa verið að sækja í sig
kvikmyndaveðrið af miklum móð
undanfarið, bæði hafa dogma
myndir Trier og félaga vakið athygli
og haft áhrif, og svo hafa Danir sýnt
góða takta í hrollvekjum, eins og í
hinni stórgóðu Nattevagten. Og nú
eru þeir sumsé að leggja undir sig
rómantísku kómedíuna. Den
Eneste Ene segir frá tveimur
pörum, Niller (Niels Olsen) og
Lizzie (Sos Egelind) og Sus (Sidste
Babett Knudsen) og Sonny
(Rafael Edholm). Sus og Sonny
langar í barn, aðallega Sonny, þvf
hann er ítalskur og barneign
staðfesting á karlmennsku hans,
Nilier (sem vinnur við að setja upp
eldhúsinnréttingar) getur hinsveg-
ar ekki eignast barn, svo hann og
Lizzie ákveða að ættleiða litla
stúlku frá Afríku. Niller og Sus hitt-
ast fyrst þegar hún er að panta nýja
eidhúsinnréttingu, og þeim líkar
greinilega vel hvort við annað.
Núnú, svo fara ýmsir atburðir að
gerast, Sonny reynist ekki við eina
fjölina felldur (sem ítala finnst
honum sjálfsagt að eiga unga
Ijóshærða og leggjalanga hjákonu)
Ihöd furts Safte Urt
Mtnlm t^«lind Bibetl Knudwn Stoen GrAM KsalunJ
og Lizzie ferst mjög óvænt af
slysförum sama dag og þau Niller
fá stelpuna. Sus og Niller sóldíera
on, ein og sitt í hvoru iagi, hún með
bumbuna og möguleikann á fóst-
ureyðingu og hann með sína
ættleiddu dóttur. En svo er komið
að því að ganga frá eldhúsinnrétt-
ingunni... í hollýwúddu er þetta
uppskrift að hevví væmni, sérstak-
lega barna- og slysahlutinn, en
leikstýran Susanne Brier og hand-
ritshöfundurinn Kim Fupz Aakeson
ljá þessu öllu hinn einstæða
danska húmor. Olsen er fyrst og
fremst þekktur sem grfnleikari og
það sést vel án þess að gleðiglaum-
ur taki nokkurn tíma yfir, og svo eru
hinir klassísku vinir hjónanna,
vinkona Sus og vinur Nillers sem
bjóða reglulega uppá hákómísk
tilsvör og halda gríninu uppi; allt
samkvæmt formúlunni, en samt
svo ákaflega mikið ólíkt.
Sérstaklega fær ítalinn slæma
útreið fyrir karlmennskustæla sína,
meðan Niller verður aldrei hinn
dæmigerði klisjaði mjúki maður, né
hinn harði „verkamaður" sem getur
ekki tjáð sig. Kvenhlutverkin eru
sömuleiðis vel skrifuð, samkvæmt
formúlunni, en án þess að láta
hana íþyngja sér. Það er eiginlega
það sem er málið: Den Eneste Ene
er alveg samkvæmt rómantfsku
kómedíu formúlunni, en hún lætur
það aldrei trufla sig, og heldur bara
sínu fína striki.
64