Vera - 01.10.2000, Síða 65

Vera - 01.10.2000, Síða 65
Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir BÆKUR GUDRÚN III I.GADÓTTIR Eins og í sögu Oddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur Vaka-Helgafell 2000 S káldsaga O ddaflug er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Helgadóttur sem ætluð er fullorðnum en hún er vel þekkt fyrir barnabækur sínar. Guðrún byrjar söguna á unglingnum Elsu Katrínu, barnabarni Katrínar Ketilsdóttur aðalpersónu sögunn- ar, og sjónarhorn unglingsstelp- unnar tengir þessa bók við fyrri sögur Guðrúnar svo og sú skoðun að kynslóðabilið margfræga sé ekki til. Sagan lýsir íslenskri stórfjöl- skyldu sem er sérstæð að því leyti að hún býr á sömu jörðinni, Hrauntjörn, sem f seinni tíð er nánast í þéttbýli. Katrín, sem er 79 ára og svo til nýorðin ekkja, býr í íbúðarhúsinu ásamt elstu dóttur- inni og fyrrnefndri dótturdóttur. Hinar dæturnar búa síðan í fyrrum útihúsum ásamt mönnum sínum en börn þeirra eru flutt að heiman og hafa flest stofnað eigin fjöl- skyldur. Á yfirborði er allt slétt og fellt. Fjölskyldan er samheldin, borðar til dæmis hjá ömmu á sunnudögum og lýsingin á 25 manna fjölskylduboðinu þar sem allt einkenndist af huggulegheitum og samheldni var allt að því óhug- nanleg að mér fannst. Síðar banka upp á ýmis mál úr fortíðinni sem hafa verið þögguð niður. Stærsta leyndarmálið tengist láti Eyjólfs, eina sonarins, en hann dó 9 ára. Felst vald kvenna í þögn? Þögnin eftir Vigdísi Grímsdóttur Iðunn, 2000 - Skáldsaga Spurningar tengdar láti hans skapa meginspennuna f sögunni en auk þess skýrast fleiri mál fyrir lesanda- num án þess að Guðrún falli f þá gryfju að allsherjar uppgjör fjöl- skyldunnar eigi sér stað. Þó svo ýmsilegt komi á óvart varðandi fjölskyldumeðlimi finnst mér persónurnar ekki nógu sann- færandi. Saga Katrínar Ketilsdóttur er rómantísk ástarsaga. Hún, ríka og fallega stúlkan, giftist Sæmundi, fátæka og duglega drengnum á Hrauntjörn, gegn vilja foreldranna og þau lifa hamingjusöm til ævi- loka, hans það er að segja. Sama er að segja með dæturnar. Þær eiga yndislega eiginmenn, börn, barna- börn og hvaðeina. Lítið bólar á togstreitu í samskiptum fjölskyldu- meðlima en flókin sambönd systra og mæðgna hafa einmitt einkennt margar skáldsögur kvenrithöfunda. Ættmóðirin Katrín er kventöffari, stórglæsileg í útliti og sérfræðingur í að skipta um umræðuefni til að forðast óþægindi. Hún gerir upp ákveðin mál í sögunni en það uppgjör krefst ekki róttækrar sjálfs- skoðunar þar sem líf hennar hefur verið tiltölulega einfalt. Sömuleiðis eru dæturnar flestar sáttar við líf sitt, það er kannski kaldhæðnislegt að Elísabet, sem verður húsmóðir og sér um að gæta eigin barna og annarra í fjölskyldunni, er sáttari en Vilhelmína sem fór út í pólitík og var svikin af flokksystkinum sinum! Þrátt fyrir að mér hafi þótt per- sónur full staðlaðar fannst mér sagan skemmtileg. Og kærleiksríkt andrúmsloft sögunnar ber í sér sígildan boðskap um gildi fjöl- skyldunnar, náttúrunnar og þess að njóta lífsins. Guðrún hefur mjög skýran tón og segir mjög hnitmiðað frá. Sjónarhornið flakkar milli ým- issa persóna en þrátt fyrir skipting- arnar er frásögnin raunsæisleg, persónurnar sjá hlutina á svipaðan hátt. Ég tel frásagnaraðferðina, hvernig sagan er sögð, vera helsta kost hennar og galla. Mér finnst lýsingar á persónum og umhverfi of hefðbundnar og rómantískar og ekki snerta mig sem skyldi en engu að síður er Oddaflug mjög grípandi og ég las hana í einum rykk. Inga Ósk Ásgeirsdóttir Vigdís Grímsdóttir er ein af fáum íslenskum höfundum sem hafa markvisst lagt áherslu á fantasíu í verkum sínum. Fantasía Vigdísar er Ijóðræn og birtist yfirleitt í innra lífi persóna hennar, þarsem drauma- og ævintýraheimar eru sjálfstæður veruleiki til hliðar við hinn viður- kennda. Þannig eru fantasíur Vigdísar sálfræðilegar og tengjast iðulega geðröskunum og andlegum kvillum og átökum. Fantasían hefur í femínískum fræðum þótt ákaflega kvenvænt form, og kemur þá tvennt til, annarsvegar hin bókmenntafræði- lega formlega skilgreining sem sér fantasíuna sem (kvenlega) upp- reisn gegn (karllegu) raunsæi, skil- greint fyrir karla og útfrá þeim. En einnig hefur fantasían Ijáð sig kvenröddum að þvf leyti sem fanta- sían býður konum upp á að skapa sitt eigið rými innan hennar, og skapa heima sem eru á skjön við hinn karllega og bjóða upp á aðra samfélagssamsetningu en þá sem við lifum við dags daglega. Og það er þetta sem Vigdís gerir í Þögninni, hún skapar fantasískan kvennaheim sem lýtur öðrum lög- málum en hinn raunsæi. Þögnin segir frá ungri stúlku, Lindu Þorsteinsdóttur, og samskiptum hennar við ömmu sína og alnöfnu, sem er mállaus. Málleysi ömmunn-

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.