Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 70

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 70
BÆKUR Geir Svansson þroskabrautinni sem væri hægt að hafa langt mál um. í þremur sögum sem skera sig örlítið frá hinum fá lesendur að fylgjast með átökum skáldsins, kannski í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. í sögunni „Ást" takast eiginlega á fjórar raddir innan bókmenntalegra textatengsla. í sögunni „Sumardagur" er ein- sýnt að skáldkonan kemst ekki undan skáldskapnum þótt hún flýji tölvuna sína út í lífið, raunveruna, til að fá sér ís; skáldskapurinn er hvarvetna og hún er fyrr en varir komin á harða skáldhlaup „aðeins hársbreidd frá því að fljúga," eins og segir í sögunni. Síðasta sagan í Sumarblús, „Seinkun" segir frá hversdagslegu en sérkennilegu atviki í Iífi skáld- konu. Hún er að bíða í biðsalnum við Reykjavíkurflugvöll eftir ungri frænku sinni sem er að koma heim úr sveitinni. Syrgjandi maður, sem segist þekkja skáldkonuna, segir henni (skáld)sögu sína og fær hana til að hugsa um látinn föður sinn. Þessi saga gæti verið lykill að bókinni í heild; hér er það ef til vill eðli skáidskapar sem er til umfjöll- unar en hann er í sjálfu sér eins konar seinkun eða töf á milli komu og brottfarar, milli lífs og dauða. Skáldskapurinn, hversdagslegur eða háleitur, er tilraun til að fylla upp í tómið og söknuðinn sem hinn grundvallandi missir skilur eftir sig. Ceir Svansson Kínversk kyngreining Ósýnilega konan: SG tríóið leikur og syngur eftir Sigurð Guðmundsson Mál og menning 2000 - Skáldsaga s Osýnilega konan er óvenjuleg skáld- saga á íslenska vísu. Bókin er reyndar ekki skáldsaga í hefð- bundnum skilningi og ekki víst að hún hefði fengið þann merkimiða á erlendum bókamarkaði. Hér eru á ferðinni skáldævisöguleg skrif; frásagnir og hugleiðingar um „raunverulega" atburði í Iífi mynd- listarmannsins Sigurðar Guð- mundssonar. Að þessu leyti er bókin forvitnileg fyrir þá sem hafa gaman af ævisögum og skemmti- legum atvikssögum, hvort sem þær Ósýnilega SQ TRlÓIÐ konan LEIKUR OQ SYNGUR SIGURÐUR GUÐMUNDSSON eiga sér stað í Kína þar sem höf- undur er búsettur, á fslandi eða í smáþorpi f Svíþjóð. En Ósýnilega konan hefur líka upp á meira að bjóða; hún er stútfull af listfræðilegum og heimspekilegum vangaveltum sem settar eru fram með húmor, léttleika í stíl og jafn- framt hógværð. Þeir sem það vilja geta reyndar lesið bókina sem hugmyndafræðileg átök þriggja radda sem búa í brjósti höfundan SG tríóið (í undirtitlinum) saman- stendur nefnilega af röddum karlsins, konunnar og hulstursins en þessar ólíku raddir eru allar nauðsynlegar lífi og listsköpun höfundar, til að halda honum opnum og lifandi. Sigurður skrifar gegn dúalisma eða tvíhyggju sem grundvallast á annaðhvort/eða - hugsun — hans móttó er bæði/og-. "Við erum ekkert eitt við erum alltaf þrennt," segir í Ijóði höfundar í bókinni. Án þess að það íþyngi henni á nokkurn hátt, heldur þvert á móti, er Ósýnilega konan, heilmikil kynja- fræðileg stúdía. Yfirlýst markmið bókarinnar og raddanna þriggja er að skrifa sig inn í „einhvers konar hugleiðingar sem tengjast kyn- greiningu á okkur og menningunni sem við búum við." í Ijósi téðrar kyngreiningar heldur höfundurinn f verkinu uppi gagnrýni á karlasam- félagið og „ballarhyggju" sem „dóminerar allsstaðar". Heimurinn sé því „staður þar sem við, konur og karlar, stöndum alltaf frammi fyrir hugsmíðum helmings mannkyns- ins; karlanna. |...| Menning okkar er einkynja, hún er karlkyns." Gegn einkynja menningu; sperrtri og einsýnni ballarhyggju sem styður sig við eðlishyggju og kven- fyrirlitningu, stefnir Sigurður lá- réttri „vallarhugsun" sem er „um- burðarlyndari, breiðari, marg- breyttari og meira spontant," eins og hann segir. Hann gerir sér þó engar grillur, hvorki varðandi sitt hlutverk í bókinni (og kvenna- baráttu) né möguleikann eða Iíkindin á valdayfirtöku og drottn- um vallarhugsunar „yfir öllum greinum samfélagsins, því slíkt væri hrein ballarhugsun [...J"(93). En hvaða þýðingu hefur það þegar karlmaður tekur upp femin- ískt/kvenlægt sjónarhorn? Er það trúverðugt? Eru kven- og hvoru- kynsraddirnar ekki tóm tilgerð og karlröddin ráðandi þegar allt kemur til alls? Og er það ekki vonlaust verkefni fyrir karl að gera konuna sýnilega? Við þessum spurningum er ekkert einhlítt svar en Ósýnilega konan stendur fyrir sínu m.a. vegna þess að Sigurður gerir (sér) fulla grein fyrir sér og er í þokkabót ein- lægur og sjálfsgagnrýninn. Radd- irnar fá auk þess allar að njóta sín og þær greina og gagnrýna hver aðra í sífellu. Þannig gengst hann við því að vera karl, kannski fyrst og fremst, (og jafnvel „hani" ef marka má lokaorð sögunnar). Og þessi kari er ekki feiminn við kynferði sitt og er ekkert að þykjast vera mjúkur; í skondnum „vönunaróttadraumi" þar sem hópur kvenna ætlar að gera hann „höfðinu" styttri and- mælir hann harðlega: „Svo lengi sem ég dreg andann skal reður minn, þessi pensill ástarinnar, vera virkur og halda sinni eðlilegu lengd — og aldrei skal ég Ifða það að svo mikið sem einn millimetrer verði af honum tekinn." (49). Karlinn í sög- unni er sér því meðvitaður um stöðu sína allan tfmann og tekur sig hæfilega hátíðlega. Engin ástæða er þó til að draga einlægni „kyngreiningarinnar" f efa þótt hún sé fráleitt auðsótt, eins og höfundi er fullljóst: Æ, þetta gengur svona með herkjum undir Meyjarmerkjum Og kannski er kyngreining í Kína alveg kolvitlaus lína (68) Geir Svansson 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.