Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 72

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 72
TÓNLIST Heiða Eiríksdóttir P. J. HARVEY - STORIES FROM THE CITY, STORIES FROM THE SEA Fyrir þau sem ekki þekkja P. ]., er hún skrýtin stelpa úr sveitaþorpi á Englandi, og semur um ástarsorgir og kallar gjarnan á guð að koma og hjálpa sér, þvf hún sé að deyja. Á nýja disknum hennar eru 12 lög, og hann er töluvert venjulegri en fyrri diskar hennar. Trommubítið hefur verið einfaldað og virkar sem Ifm á lögin, og keyrir þau áfram. P. |. er hér undir áhrifum frá Banda- ríkjunum, smá iðnaðarrokk virðist vera komið í bland við breska sérvitringadrungapoppið hennar. Mér finnst stundum, þegar ég hlusta á diskinn, eins og hún sé búin að læknast af einhverjum sjúkdómi sem hún var haldin, og ég sakna hans pínkulítið, en er samt fegin að henni líði betur. Yrkisefni P.J. eru gjarnan hugleiðingar ungrar konu um líf sitt. Hún reynir að útskýra tilvist sína og upplifanir og landslagið hér er ýmist sveit og náttúra, eða stræti stórborgar með tilheyrandi hávaða og skýjakljúfum. Það eru skemmti- legar mótsagnir sem blandast jafn- vel saman, svo maður ímyndar sér að hún sé að sækja ró og frið í stór- borgarkliðinn og ærist og missi vitið í þögn sveitarinnar. Þegar síga tekur á seinni hluta disksins taka sig upp gamlar geðsveiflur og þá má heyra meira þunglyndi og drunga. Það er alltaf gott að hlusta á smá drunga yfir vetrarmánuðina á íslandi, því þegar skammdegisþung- lyndið skellur á er gott að vita að það Ifður fleirum illa en manni sjálfum. Svo hressa hröðu lögin mann við og útkoman er diskur sem sparslar í sprungurnar á sál- inni og hristir upp í heilabúinu, með temmilegri blöndu af takti og trega. TWO LONE SWORDSMEN - r,TINY REMINDERS" Two lone Swordsmen er hljóm- sveit bretanna Andrew Weatherall og Keith Tenniswood. Þeir spila tónlist sem heitir Electro, ekki veit ég hvaðan nafnið er komið, en hægt er að ímynda sér að í tón- listinni séu alls kyns rafstraumar og rafboð að fljúga um allt, með nú- tfma og gamaldags hljóðum í bland. Tónlistin er sem sé bæði framúrstefnuleg og hreint og beint gamaldags danstónlist. Á stöku stað gætir Kraftwerk-áhrifa eða a.m.k. einhverra þýskra áhrifa, en svo er margt annað mun óútskýran- legra. Öll lögin gætu sómað sér vel í þættinum Nýjasta tækni og vís- indi og því fer maður ósjálfrátt að hugsa um fljúgandi bíla og vélar sem lesa hugsanir. Það er eitthvað yndislega létt, næstum húmorískt, við tónlist þessa, og greinilegt að sverðastrákarnir hafa gaman af tón- sköpun sinni. WARP- útgáfan í Bretlandi gefur út, og eins og flest sem þaðan kemur, er mikil sérstaða í gangi, og óhætt að mæla bæði með útgáfunni og disknum sjálfum. Hækkum í botn og semjum róbóta- dansa á stofugólfinu! BLUR - THE BEST OF Biu r er ein af þessum hljómsveit- um sem skiptar skoðanir hafa verið um í gegnum tíðina. Á tímabili skiptist unga fólkið niður í tvær fylkingar: Blur-aðdáendur eða Oasis-aðdáendur, og minnir það helst á Wham/Duran Duran eða Beatles/Rolling Stones-klofninga sem frægir eru orðnir. En er Blur eins góð og ætia megi? Nú geta allir dæmt um það því út er komin safnplatan Tfie best of Blur. Platan inniheldur 18 lög sem spanna síðustu 10 ár og fjölbreytnin er mun meiri en ég gerði mér grein fyrir. Ég hef sem sagt ekki verið mikill Blur-aðdáandi í gegnum tíð- ina, ekki fremur en Duran Duran- eða Rolling Stones aðdáandi. En það er augljóst að ég er bara svona seinþroska, og eins og ég hef uppgötvað eftirá að Duran Duran voru prýðilegir popp piltar og Rolling Stones hafa verið teknir í sátt, er nú eins farið um Blur. Þetta er hreinlega mjög skemmtilegur diskur. Lögin virðast mörg hver ein- föld, en ef betur er að gáð eru margar góðar útsetningar, og sniðug hljóðfæranotkun. Þessi diskur er góður fyrir: Matseld, teygjuæfingar, blaðalestur, teboð, dansþörf og hvers kyns upplyftingu líkamlega eða andlega. Húrra!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.