Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 12
/ SKYNDIMYND
gott, það er engin samkeppni á milli fólks og það er engin
að reyna að gera lítið úr þér, eða traðka á þér. Markmiðið er
að koma konum inn í fjölmiðla. Við það að vera á radiOra-
kel færfólk stig sem það þarftil að komast í fjölmiðlanám í
háskóla. Þær stelpur sem hafa farið frá stöðinni yfir í norska
ríkisútvarpið hafa fengið vinnu án þess að mæta í viðtöl,
bara af þvi þær komu frá radiOrakel. Þetta þykir svo góður
skóli, algjört stökkbretti inn í fjölmiðlaheiminn. Mikið af
fræga fólkinu á norska ríkisútvarpinu hóf feril sinn á radi-
Orakel því stöðin er náttúrulega orðin 21 árs gömul.
Saga hússins sem við
erum í er líka stórmerki-
leg. Upprunalega er þetta
æskuheimil listmálarans
Edvards Munch en fyrir 20
árum varð til hópur hús-
tökufólks í Ósló sem kallar
sig Blitz, en þau eru pönk-
arar og anarkistar. Þau
voru þúin að taka ýmis
hús í Ósló en enduðu
þarna fyrir tuttugu árum.
Þá voru harðvítugir bar-
dagar og lögreglan beitti
táragasi. En þau höfðu
betur og eru nú búin að
vera í húsinu í tuttugu ár og radiOrakel fékk pláss á loftinu.
Það eru allir skíthræddir við þetta hús. Það er allt í grafitíi
og það eru olíutunnur fyrir framan þannig að þetta er eins-
konar virki. Á neðstu hæðinni er rekin lítil kaffistofa þar
sem er seldur svona pönkaramatur, hreinn „veggie" matur,
ódýr og góður. Manni yrði hins vegar hent út ef maður
labbaði inn með kókdós. Á miðhæðinni er svo upplýsinga-
miðstöð og bókasafn sem anarkistamir reka og við erum á
efstu hæðinni. Það eru búin að vera mikil læti undanfarið
ár því það átti loks að kasta pönkurunum út og við áttum
að fylgja með. Það varð allt vitlaust í Ósló og við stóðum
frammi fyrir því að vera kannski á götunni fljótlega.
Hvert er þitt hlutverk á radiOrakel?
Við erum með aðalstjórn sem sér um fjármál, daglegan
rekstur og allt sem snýr að lagalegu hliðinni. Svo erum við
með ritstjórn sem er ábyrg fyrir ritstjórnarlegu innihaldi og
útvarpsstjóra, aðstoðarútvarpsstjóra og framkvæmda-
stjóra. Undir þessu eru svo ritstjórnir - listaritstjórn, kvik-
myndaritstjórn o.s.frv. Sjálf sit ég í aðalstjórninni og fram-
leiði kvikmyndaþáttinn. Þetta er femínískur kvikmynda-
þáttur þar sem við tökum fyrir þær myndir sem eru í boði
hverju sinni. Við tölum við leikara og leikstjóra og fjöllum
um kvikmyndir frá hinum ýmsu þjóðlöndum eða um ein-
stakar kvikmyndagreinar. Fókusinn er auðvitað á konurnar
í kvikmyndunum „femme fatal" týpurnar, Ösku-
buskuminnið o.s.frv. Þá spyrjum við af hverju svona fáar
konur fá að leikstýra. Við erum mjög pólitísk og höfum oft
lent í því að taka fyrir efni sem síðar ratar inn í stóru fjöl-
miðlana. Ég hleypti t.d. af stað umræðum núna íjanúar ítil-
efni af því hve fáar konur fengu úthlutað úr kvikmynda-
sjóðnum. Þá fékk ég konu sem situr í stjórn sjóðsins og
konuna sem er formaður samtaka norskra kvikmyndaleik-
stjóra. Eftir að við gerðum þetta varð allt vitlaust en það er
einmitt það sem við viljum gera - hrista svolítið upp í fólki.
Er einhver femínísk bylgja í Noregi núna?
Ég held að íslenskir femínistar séu búnir að vera miklu dug-
legri. Það kom svolítið högg 1999 þegar Fittstim, eða Píku-
torfan, kom út í Svíþjóð. I framhaldi af því voru stelpurnar í
Svíþjóð mjög duglegar að setja allt af stað þar. En núna er
búið að vera svo mikið rifrildi um húsið hér í Noregi af því
að það átti að kasta okkur út. Orkan hefur svolítið farið í
það. Af því tilefni
komu allir sem ein-
hvern tíma höfðu
unnið á radiOrakel
okkur til varnar, en
mörg þeirra eru kom-
in í áhrifastöður í
þjóðfélaginu. Fyrir vik-
ið varð borgarráð
Óslóar að bakka og
gefa eftir, sem var
náttúrulega alveg frá-
bært. En við þetta fór
af stað mikil umræða í
samfélaginu um það
hvað við skiptum
miklu máli því við erum svona varðhundar um stöðu
kvenna í fjölmiðlum, bæði á bak við og fyrir framan míkra-
fóninn. radiOrakel lagði fram tillögu til siðanefndar blaða-
manna um að meiri varkárni verði gætt í umfjöllun um mál
fórnarlamba kynferðisafbrota, svo og að fjölmiðlar stuðli
ekki að bjagaðri ímynd um kvenlíkamann með því að
halda á lofti óeðlilega mögrum konum eða konum sem
hafa farið í fegrunaraðgerðir. Við viljum einnig að það sé
skýrt tekið fram þegar myndir af kvenlíkamanum hafa ver-
ið lagaðar með tölvutækni. t Ijósi þess hve áhrifamiklir fjöl-
miðlar eru er mikilvægt að boðskapurinn sem komið er til
skila sé góður.
Það er ótrúlegt hvað konur eru hræddar við að segja
hvað þeim finnst og standa upp þegar þær eru beittar
órétti. Það er eins og það sé enginn millivegur. Ég er oft
spurð: „Guð, ertu femínisti! Ertu þá svona karlahatari, ertu
lesbísk?!" Stelpur eru hræddar við að vera femínistar, það
er eins og þær séu hræddar við að það sé ekki nógu sexí.
Það er svo ótrúlegt hvað femínisminn er einfaldur og góð-
ur - það að gera sér grein fyrir misrétti á milli kynjanna og
óska þess að það breytist. Það er femínismi. Það er mjög
fyndið þegar stelpur segja: „Nei, oj bara ég er ekki
femínisti." Svo þegar maður spyr hvort þær vilji fá minni
laun en karlmenn fyrir sömu vinnu, eða láta nauðga sér á
hverju horni án þess að nokkuð sé gert í því, og þær segja
nei, fara þær í kerfi yfir því að þær séu í raun femínistar.
Við megum heldur ekki gleyma konunum sem á sínum
tíma börðust. Það eru þær sem sáu til þess að við getum nú
átt eigin bankareikning, unnið fyrir okkur, kosið og átt barn
utan hjónabands án þess að vera fordæmdar eða drepnar.
(Alla vega í flestum hlutum heimsins.) Það er skylda okkar
að standa að baki þessum gyðjum sem börðust fyrir
grundvallar mannréttindum okkar kvenna. X
RADIORAKEL LAGÐI FRAM TILLÖGU TIL SIÐA-
NEFNDAR BLAÐAMANNA UM AÐ MEIRI VARKÁRNI
VERÐI GÆTT í UMFJÖLLUN UM MÁL FÓRNAR-
LAMBA KYNFERÐISAFBROTA, SVO OG AÐ FJÖL-
MIÐLAR STUÐLI EKKI AÐ BJAGAÐRI ÍMYND UM
KVENLÍKAMANN MEÐ ÞVÍ AÐ HALDA Á LOFTI
ÓEÐLILEGA MÖGRUM KONUM EÐA KONUM SEM
HAFA FARIÐ í FEGRUNARAÐGERÐIR
12/4. tbl. / 2003/ vera