Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 15

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 15
RÉTTINDABARÁTTA SAMKYNHNEIGÐRA Á ÍSLANDI HEFÐI VERIÐ TTATENGIST legra fyrirfordómunum og sleggjudómunum. Það þarf að vera stöðugt á vaktinni í þessum málum, sem og öðrum mannréttindamálum eins og kvenfrelsis- og kvenréttinda- málum. Það má aldrei sofna á verðinum. Hvaða áherslur telur þú vera mikilvægar í allri jafnréttisbaráttu? Hinn rauði þráður í allri jafnréttisbaráttu felst í því að við- urkenna fjölbreytileika, að við erum ekki öll eins. Andstæð- an er sú að allir eigi að vera eins. Það er krafa sem felst í öfgunum, eins og fasisma og öðrum slíkum stefnum. Kraf- an um að allir hafi sama smekkinn, allir viðurkenni sömu gildin og fordæmi það sem fellur ekki að þeirri mynd. Þetta er flókin barátta, þetta er ekki mjög einfalt mál. Hún krefst í fyrsta lagi umburðarlyndis og að það sé ýtt undir löngun fólks til að njóta þess hvað mannlífið er fjölbreytt í stað þess að vera hrætt við það. Það mætti segja að margt hafi breyst til betri vegar á stuttum tíma á Islandi. Hverjar heldur þú að forsendurnar fyrir því geti verið? Ég held að íslendingar séu almennt þannig að ef þeim er gefið tækifæri til þess að vera fordómalausir þá grípi þeir það. Ég held að það tækifæri hafi nokkrum sinnum gefist i sögunni og það hefur gerst með okkur samkynhneigða. Eg er ekki að segja að allir fordómar séu úr sögunni. Það er bara svo margt fólk sem hefur fegins hendi gripið það tækifæri að vinna á fordómum sínum. Kjör Vigdísar Finnbogadóttur breytti t.d. gifurlega miklu. Ungir drengir á hennar forsetatíð vöndust aldrei öðru en að kona væri forseti (slands og fannst það alveg sjálfsagt, enda stóð hún sig með mikilli prýði. Eins var þeg- ar konum fór að fjölga á þingi og þegar staðan var sú að kona var forseti Hæstaréttar, forseti (slands og forseti Al- þingis. Allt þetta hefur áhrif á hvernig fólk hugsar um hlut- ina. Sýnileikinn, eins og ég var að nefna með Vigdísi og fleira, er mjög mikilvægur. Það er mikilvægt fyrir stelpurn- ar að sjá að konur séu kallaðar til ábyrgðar og þær séu í forystu. Það er líka mikilvægt fyrir strákana að venjast því að konur geti verið yfirmenn, leiðtogar og stjórnendur og að þær geti skipað hvaða stöðu sem er í þjóðfélaginu. Fólk á einnig að vera undirbúið undir það að samkynhneigður einstaklingur geti orðið forseti íslands og á Bessastöðum sitji tveir karlmenn eða tvær konur. Þarna hefur kvenrétt- indabaráttan rutt brautina. Nú er mikið barist fyrir því innan opinbera geirans að konur njóti kjara og möguleika til jafns við karla. Ég held að þessi barátta þurfi líka að fara út á hinn almenna vinnu- markað. Það þarf að venja atvinnurekendur við það að konur séu alveg jafn hæfir stjórnendur og séu alveg jafn hæfar til að taka að sér ábyrgðarstöður og karlar. Stundum getur það verið betra vegna þess að þær hafa annað til málanna að leggja og frá annarri hlið. ILLFRAMKVÆMANLEG OG JAFNVEL ÓHUGSANDI ÁN KVENRÉTT- INDABARÁTTUNNAR. HÚN RUDDI BRAUTINA OG SLÓ í BURT SVO MARGAR BÁBILJUR, ENDA TENGIST ÖLL MANNRÉTTINDABARÁTTA m. Hvernig skilgreinir þú femínisma? Fyrir utan það að tryggja hin formlegu réttindi sem koma fram í lögum og reglugerðum þá hlýtur femínismi líka að snúast um að þess sé gætt að sýn kvenna - og það sama á við sýn samkynhneigðra - á lífið og tilveruna fái tilheyrandi athygli. Kennslubækur eru fullar af sögum af afburðakörl- um sem hafa náð árangri í hinu og þessu og þar er mæli- stikan oft svo karllæg. Það er miklu síður horft á hluti sem konur hafa gert í gegnum tíðina sem merkilegt framlag til sögunnar. Það er eðlilegt að breyta því og stuðla að þvi að heimsmynd kvenna séjöfn á við heimsmynd karla. En ég held að hún geti aldrei orðið sú sama. Skilgreinir þú þig sem femínista? Ég hef nú forðast mikið að skilgreina mig sem eitthvað, nema þá sem Lennonista. Síðustu tuttugu ár ævi sinnar var Lennon ákaflega mikill femínisti og fékk heldur betur að finna fyrir fordómum fýrir að giftast og leggja lag sitt við konu af asískum uppruna og sem var líka eldri en hann. í breskum fjölmiðlum var gengið svo langt að segja að hún væri beinlínis Ijót, hún var sögð vera norn, að hún hafi eyðilagt Bítlana og svo framvegis. Þetta sýnir okkur hvern- ig fordómar geta brotist út. Ég held ég haldi mig bara við það að vera Lennonisti. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.