Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 50

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 50
/ FISKVINNSLUKONAN Anna Sigríður Hjaltadóttir er með elstu og reyndustu starfsmönnum frystihúss Samherja á Dalvík. Krafa um menntun og aukin virðing Til að fara yfir menntunarmálin var leitað í smiðju til Önnu Sigríðar Hjaltadóttur sem er verkstjóri í frystihúsi Samherja á Dalvík, en það hús er eitt hið tæknivæddasta á landinu og flytur ekki einungis út fullunnar frystar afurðir heldur einnig ferskar. Þar fór á sínum tíma fram stór hluti verklegrar kennslu fiskvinnslunámsins á Dalvík og hafði Anna umsjón með því ásamt því að kenna við skólann. Hún byrjaði ung að vinna í fiski og útskrifaðist úr Fiskvinnslu-skólanum 1980. Síðan þá hefur hún verið stjórnandi af einhverju tagi innan fiskvinnslu og skóla. Hún hefur því einstakri reynslu að miðla þegar kemur að menntamálunum. Hún efast ekki um gildi þess fyrir fiskvinnsluna á Dalvík að hafa skólann á staðnum og ekki síst „frystihúsið" að vera í miðju kennslunnar. Skólinn sá um að manna fiskvinnsluna viða um land með þjálfuðu og menntuðu starfsfólki, nemendur tóku einatt að sér að leysa raunveruleg verkefni sem tengdust vinnslunni beint og það skipti máli fyrir það fólk sem vann „á gólfinu" að húsið var hluti af skóla; þar fór fram formleg menntun fiskvinnslufólks. Það hlýtur að virka svipað um landið allt, að ef krafa er um formlega menntun og hún er í boði þá eykst virðing starfsins og ímyndin batnar. Hún saknar þess að ekkert formlegt nám skuli vera í boði og sér fyrir sér endurreisn fiskvinnslunámsins með nýjum áherslum og nýjum hætti þar sem sérhæfð námskeið gætu bæði gefið tiltekin réttindi og möguleika en einnig safnast saman til almennari formlegra réttinda eða sem hluti af undirbúningi fyrir háskólanám. Frjó umræða þeirra sem hafa reynsluþekkingu fæst líka í gegnum skólann þar sem fólk víðar að hittist og deilir reynslu sinni. Þannig gætu orðið til nýjar hugmyndir og lausnir sem eru mikilvægar fyrir framþróun í greininni. Hún segir hættu á að með núverndi ástandi séum við að búa okkur til vandræði sem hægt væri að komast hjá. Hún bendir einnig á að að það liggi nú þegar mikil fjárfesting í hverjum starfsmanni. Tæknin er dýr og sömuleiðis starfsþjálfunin. Það sé því mikils virði fyrir fiskvinnsluna að geta haldið, og átt aðgang að, hæfu og þjálfuðu fólki. Hún sér það fyrir sér sem æskilegt ástand að allir sem koma til vinnu í fiskvinnslunni byrji á þjálfunar- námskeiði sem geti tekið mismunandi langan tíma og með ríkum kröfum. Ef fólkið sé vel þjálfað vaxi framlegð húsanna vegna aukinnar hæfni og þekkingar og þá væri e.t.v. hægt að draga úr mikilvægi afkastahvetjandi kerfa þar sem hvatningin yrði önnur; virðing og metnaður kæmu á móti. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.