Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 51

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 51
 / FISKVINNSLUKONAN ** Fiskvinnslukonan, listir og rómantík Sjómenn eiga bæði hetju-og ástarsöngva. Þeir eru hetjur hafsins sem draga björg í bú, stundum með kærustu í hverri höfn. Ship-o-hoj. Minna fer fyrir kveðskap eða lofsöngvum sem mæra þau sem taka við aflanum og gera úr honum verðmæta afurð til útflutnings. Þau eru bara í slorinu, eða hvað? Bubbi kvað í sínum ísbjarnarblús „Við vélina hefur hún staðið, síðan í gær, blóðugir fingur, illa lyktandi tær. Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær." Bónusdrottningin hefur ekki sama sess og aflaskipstjórinn. Yfir síldinni var þó alltaf rómantískur blær og þar var hún Hríseyjar-Marta með hárið sitt svarta, ásamt fleiri síldarstúlkum sem oftar en ekki voru þó nefndar til sögunnar vegna aðdráttarafls síns á hinar hraustu hetjur hafsins. Ljóðskáldin Elísabet Þorgeirsdóttir og Birgir Svan Símonarson hafa helst ort um og skilað veruleika þeirra sem vinna í fiski. Gísli J. Ástþórsson, fyrrum ritstjóri og teiknari, hélt lengi úti teiknimyndum af fiskvinnslu- konunni Siggu Viggu og samstarfsfólki hennar. Þar gætti bæði kaldhæðinna viðhorfa en einnig skilnings og hlýju þar sem hin manneskjulega hlið var dregin fram. Líklega hefur enginn lyft fiskvinnslukonunni eins og Gísli en nokkur sýnishorn af teikningum hans af Siggu Viggu og félögum fylgja þessari grein. Lokaorð En hvernig er hún þá hin dæmigerða fiskvinnslukona dagsins í dag? Ef marka má fyrrgreinda könnun er hún líklega með börn og býr í eigin húsnæði. Hún virðist ánægð með móralinn á vinnustaðnum og metur samstarfskonur sínar mikils. Hún er bjartsýn og reiknar með að vera í þessu starfi að fimm árum liðnum. Hún vildi að kaupið væri hærra og hana dreymir um að mennta sig meira og eiga fleiri möguleika. Og hún vill jákvæðari umfjöllun um starfið sitt. Tæknin hefur sífellt aukist og þeir sem selja tæknina segja að í fullkomnustu fiskvinnsluhúsunum kosti eitt snyrtistæði (vinnuaðstaða hverrar konu) sem svarar einu jeppaverði. Tegund ekki tilgreind. Hraðinn og afköstin aukast líka með hverju ári, sem og framlegð fyrirtækjanna. Hæft starfsfólk er því dýrmætara nú en nokkru sinni. Það hlýtur enn og aftur að vekja umræðuna um mikilvægi þess að boðið sé upp á formlega menntun í greininni. Anna Sigríður Hjaltadóttir á lokaorð þessarar greinar en hún segir: „Það er slæmt að þær ungu konur sem eru að koma inn í fiskvinnsluna í dag án þess að hafa framhaldsnám, en hafa sannað sig sem hæfa starfsmenn, geti ekki náð lengra. Þá eru meiri líkur á að þær sem hafa metnað leiti annað." X Heimildir: Skýrsla nefndar um stöðu fiskvinnslukvenna og áhrifnýrrar tækni á atvinnumöguleika þeirra. 2002. Sjávarútvegsráðuneytið. Herdís Heigadóttir. 2001. Úr fjötrum - íslenskar konur og erlendur her. Mál og menning. Vefur Hagstofunnar: http://hagstofan.is/template21 ,asp?PagelD=218 Sóttá vefinn í ágúst 2003. Vefur Kjararannsóknarnefndar http://www.krn.is/S0tt á vefinn í ágúst 2003. Viðtöl og munnlegar heimildir: Bragi Bergsveinsson, Samtök fiskvinnsiustöðva, ágúst2003. Anna Sigriður Hjaltadóttir, Fiskvinnsla Samherja, Daivík, ágúst2003. vera / 4. tbl. / 2003 /51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.