Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 41
samfélagi múslima og Amal segir að jafnvel sé þrýst á
konur sem tæpast hafa náð fullorðinsaldri að eignast
mörg börn. Hún hefur þó ýmislegt út á þessa tilhögun
að setja. „f rauninni var ég barn að ala upp börn. Mér
finnst rangt að ég hafi ekki fengið svigrúm til að
þroskast sjálf áður en ég þurfti að fara að hugsa um
aðra. Múslimakonur þurfa að berjast alla ævi fýrir því
að fá að vera manneskjur. Sumar eru þó sáttar við að líf
þeirra sé búið þegar þær gifta sig, en mér þóttu sextán ár
vera ansi stutt líf. Ég barðist því með kjafti og klóm til að
geta klárað menntaskólann og náð mér í starfsréttindi í
bókhaldi, en ég var staðráðin í að geta unnið og eignast
líf utan heimilis."
Fjötrar ofbeldisins
Fljótlega eftir brúðkaupið komst Amal að því að
eiginmaðurinn var engin hetja á heimilinu. Hann beitti
hana grófu líkamlegu ofbeldi þegar honum sýndist svo
og hvað sem hún gerði eða sagði breytti ekki neinu þar
um. Fortölur ættingja og vina höfðu heldur engin áhrif.
„Kannski var ég ekki konan sem hann vildi eignast,“
segir Amal hugsi. „Samband okkar var mjög erfitt frá
upphafi en ég held að það hafi ekki verið liðin vika frá
brúðkaupinu þegar hann larndi mig í fyrsta skipti. Og
ofbeldið var rnjög mikið og það var stöðugt öll sautján
árin. Ég held, þegar ég hugsa um það núna, að hann hafi
verið hræddur um að ef hann sýndi mér ást og væri
góður við mig færi ég að stjórna honum og heimilinu.
Karlarnir eiga að ráða og hann varð að sýna fram á að
hann væri eins og faðir hans var og eins og bræður hans.
Það þýddi heldur ekkert fyrir mig að tala við móður
hans, vegna þess að henni fannst að sonur hennar ætti
bara að vera eins og hann vildi vera. Annað hljóð konr
hins vegar í strokkinn þegar um tengdasyni hennar var
að ræða. Dætur hennar áttu ekki skilið að vera lamdar.“
En er heimilisofbeldi ekki algengt rneðal Araba? Svo
ég spyrji nú eins og fávís kona.
„Ekki lengur,“ segir Amal. „Það var það kannski alveg
fram undir miðja síðustu öld en með aukinni menntun
og réttindum bæði karla og kvenna hefur það minnkað
mjög mikið. Ég var til að rnynda sú eina af fjórum
systrum sem þurfti að þola ofbeldi og ástandið þótti allt
annað en eðlilegt. Ég talaði um þetta við ættingja mína
og vini og þau reyndu að tala um fyrir manninum
mínum. Hann lofaði öllu fögru en allt kom fyrir ekki.
Þetta hélt áfram í sautján ár og allan tímann vonaði ég
að hann breyttist. Ég gefst seint upp, ég hef gaman að
lífinu og reyni að kornast áfram á húmornum og góða
skapinu. Þannig var ég líka á meðan ég var gift, þrátt
fyrir að ofbeldið yrði oft hræðilegt.“
En fórstu aldrei til lögreglunnar og baðst um að hann
yrði fjarlægður af heimilinu?
„Nei, það hvarflaði ekki að mér. Lögreglan er ísraelsk.
Auðvitað gilda ísraelsk lög yfir Palestínuaraba og
ísraelsk lögregla þjónar þeim ef þeir sækjast eftir því. En
þeir sem leita til lögreglunnar eru sjálfkrafa útskúfaðir
úr samfélagi Palestínuaraba. Og hvað átti ég að segja við
börnin mín hefði ég gert það? Að ég hefði vísvitandi
sent föður þeirra í fangelsi ísraelsmanna?"
Ég finn átakanlega fyrir fáfræði minni eftir þetta svar
og dauðvorkenni viðmælanda mínum að þurfa að þola
ÉG HELD AÐ HANN HAFI VERIÐ HRÆDDUR UM AÐ EF
HANN SÝNDI MÉR ÁST OG VÆRI GÓÐUR VIÐ MIG FÆRI
ÉG AÐ STJÓRNA HONUM OG HEIMILINU. KARLARNIR
EIGA AÐ RÁÐA OG HANN VARÐ AÐ SÝNA FRAM Á AÐ
HANN VÆRI EINS OG FAÐIR HANS VAR OG EINS OG
BRÆÐUR HANS
svo grunnhyggnar spurningar manneskju sem botnar
hvorki upp né niður í ástandinu í Jerúsalem. Sarnt er að
fæðast hjá mér ofurlítill skilningur á því að styrjöldin
milli þessara fornu fjenda er ekki einungis háð með
vopnum á bersvæðum.
„Það voru semsagt vandamál á milli mín og
mannsins míns frá því að við giftum okkur,“ heldur
Amal áfram og það dimmir yfir svip hennar. „En ég gat
ekki skilið við hann vegna þess að samkvæmt
múslimskum lögum eiga mæður ekki forsjá yfir
börnum sínum. Þær eiga að passa þau meðan þau eru
lítil en hafa samt ekkert yfir þeirn að segja eftir skilnað.
Þegar strákar eru orðnir ellefu ára og stelpur þrettán, þá
verða börnin að fara til pabba síns.
Karlmenn nýta sér þessar reglur til fullnustu þó að
þeir séu ekki strangtrúaðir múslimar. Þeir geta líka
skilið við konurnar sínar umsvifalaust ef þeir óska eftir
því og mega giftast aftur þegar þeir vilja. Ef það er hins
vegar konan sem vill út úr hjónabandinu reynist það
henni rnjög erfitt. Hún verður að skilja börnin sín eftir
og slíta tengslin við þau en ef hún vill freista þess að fá
því breytt þarf hún að standa í áralöngu stappi fyrir
dómstólum.“
Amal segir að margar konur í Jerúsalem velji fremur
að vera í hjónabandi þar sem þær eru lamdar daglega
Amal stundar nú
nám í félagsfræði við
Háskóla íslands.
vera /4. tbl. / 2003 / 41