Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 14

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 14
/KARLVERAN OLLMANNRETTINDABAR »Heimir Már Pétursson starfar sem upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, er fram- kvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík og í mars á þessu ári var hann skipaður vara- forseti InterPride, alþjóðlegra samtaka skipuleggjanda Gay Pride-hátíða. í ár er verið að halda upp á 25 ára afmæli Samtakanna '78 og í ágúst mánuði voru Hinsegin dagar, eða Gay Pride Reykjavík, haldnir í fimmta skiptið. Af því tilefni spjallaði VERA við hann um réttindabaráttu samkynhneigðra og tengsl hennar við aðra jafnréttisbaráttu. Hver er staðan í réttindabaráttu samkyn- hneigðra á íslandi í dag? Hjálmar Sigmarsson Staðan almennt á íslandi er mjög góð miðað við hvað við erum að sjá í öðrum löndum. Við erum í hópi þeirra landa sem hafa gert hvað mestar lagabreytingar til að tryggja að réttur okkar sé jafn á við aðra. Nú skortir enn þar á sumt sem ég hef trú á að verði lagfært á komandi þingi. Það eru hlutir eins og tæknifrjóvganir lesbískra kvenna og ættleið- ingamál. f dag er fólk líka yngra þegar það kemur útúr skápnum og þá þarf að huga að því að það mæti jákvæðum fyrir- myndum og að farið sé með það í skólakerfinu eins og annað fólk. Við þurfum að huga að því að laga kennsluefni, ekki bara í framhaldskólanum heldur allt niður í grunn- skólana. Það þarffræðslu um ólíkar fjölskyldugerðir og að það séu til fleiri kynhneigðir heldur en bara sú sem í dag er kölluð hefðbundin. Allt það starf sem var búið að vinna áratugina á undan hefur skilað nýjum kynslóðum sem vita meira og þegar þú veist meira ertu móttækilegri fyrir hlutum. Svo er það spurning um hvernig þú matreiðir hlutina og hvernig þú kynnir fyrirbæri eins og Hinsegin daga fyrir almenningi. Á bakvið Gay Pride er ákveðin hugmyndafræði sem felst í því að koma fram undir jákvæðum formerkjum. Að leggja áherslu á að Hinsegin dagar sé uppskeruhátíð, gleðihátíð. En auðvitað er undirtónninn alvarlegur og hann er til þess að minna á að þetta var ekki alltaf svona einfalt. Við erum líka að minna á að baráttunni er ekki lokið. Mál samkynhneigðra er ekki bara einkamál þeirra, frek- ar en það er einkamál kvenna að sjá til þess að þeirra rétt- indi séu virt. Það eru líka mál karla að konurfái að njóta sín til jafns við þá í samfélaginu. HINN RAUÐI ÞRÁÐUR í ALLRIJAFNRÉTTISBARÁTTU FELST í ÞVÍ AÐ VIÐURKENNA FJÖLBREYTILEIKA, AÐ VIÐ ERUM EKKI ÖLL EINS. ANDSTÆÐAN ER SÚ AÐ ALLIR EIGI AÐ VERA EINS. ÞAÐ ER KRAFA SEM FELST í ÖFGUNUM, EINS OG FASISMA OG ÖÐRUM SLÍKUM STEFNUM. Hvernig telur þú bárattu samkynhneigðra tengjast kvenfrelsisbaráttunni? Réttindabarátta samkynhneigðra á íslandi hefði verið ill- framkvæmanleg og jafnvel óhugsandi án kvenréttinda- baráttunnar. Hún ruddi brautina og sló í burt svo margar bábiljur, enda tengist öll mannréttindabarátta. Til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem við sækjum nú töluvert sögu okk- ar í kringum Hinsegin daga og Gay Pride. Samkynhneigðir í Bandaríkjunum sóttu styrk og aðferðir í mannréttinda- baráttu svartra þegar þeir tóku að minnast hinnar svo köll- uðu Stonewall uppreisnar í New York 1969 með því að halda Gay Pride. Þegar konur fá aukin réttindi og fordómar gagnvart þeim hrynja, opnast brautin fyrir okkur. Að auki hafa svo margar konur sem hafa verið í kvenréttindabaráttunni lagt mannréttindabaráttu samkynhneigðra lið. Til dæmis var Kvennalistinn fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem boðaði til framboðsfundar með samkynhneigðum. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri, Guðrún Ög- mundsdóttir og fleiri hafa verið mjög öflugar í réttindabar- áttu fyrir samkynhneigða. Og við hefðum aldrei náð svona langt án þess að eiga stuðningsfólk í öllum stjórnmála- flokkunum. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur til að mynda alltaf sýnt málum okkar stuðning. Nú ert þú varaforseti InterPride. Hvers konar reynsla er það að vinna með fólki í réttindabar- áttu samkynhneigðra út um allan heim? Það er ákaflega lærdómsríkt og gefandi að hitta fólk eins og ég hef hitt á InterPride þingum, til dæmis frá Króatíu og Póllandi. Það er þess vegna sem ég segi að þótt við séum komin með mikil réttindi hér ber okkur siðferðileg skylda til að vinna með því fólki sem er skemur komið í réttinda- baráttu sinni og vekja athygli þeirra landa sem lengra eru komin á meðferðinni sem þetta fólk fær. Við lærum líka heilmikið af þessu fólki. Það hjálpar okkur til að skilja að ef við sofnum á verðinum getur þróunin hérna heima snúist við og farið i öfuga átt. Maður kemst aldrei á einhvern þann punkt þar sem mannréttindabaráttu er lokið og fólk getur farið heim og slappað af. Ef það gerist þá brjótast fram öfl sem deyja aldrei alveg heldur þrífast á upplýsingaleysinu. Effólkveit ekki hlutina og fær ekki upplýsingarnar er það móttæki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.