Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 3

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 3
Konur hafa 70% af launum karla Kvennalandsliðið ískák fyrir að standa fyrir fjöltefli meðal kvenna sem sló öll met. Yfir 100 konurtefldu við landsliðið og rifjuðu upp mannganginn í skemmtilegum leik við meistarana. Fjölgun kvenprófessora Konum hefur fjölgað í stöðum prófessora í íslenskum háskólum undanfarið, þær eru nú 30 af 188 prófessor- um, eða 16%, sem reyndar er ekki hátt hlutfall og þurfti að hækka verulega. Árið 2000 voru hins vegar aðeins 15 konur prófessorar i íslenskum háskólum og hefur þeim því fjölgað um helming. Þátturinn Alias sem sýndur er á ríkissjónvarpinu. Leikkonan Jennifer Garner fer hamförum sem Sidney Bristow en hún stendur sig svo vel í starfi að hún slær James Bond við. Borgarleikhúsið fyrir að setja upp Línu Langsokk. Hún er sígild og góð fyrirmynd fyrir stelpur, hvetur þær til að vera hressar og sterkar, ekki með pempíuskap og trúa þvi að þær geti gert allt sem þeim dettur í hug. Morðið á Önnu Lindh sem er reiðarslag fyrir frjáls þjóðfélög Evrópu og konur í stjórnmálum. Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, er einstakt dæmi um konu sem náði að komast á toppinn í stjórnmálum á forsendum kvenna. Hún setti lit á jakkafataklæddan hóp æðstu embættismanna Evrópu og kom með ferskan og nýjan blæ inn í sænsk stjórnmál. Kynþáttahatur sem kemur fram í hópamyndun og ofbeldi unglinga, hér á landi eins og annars staðar. (slenskt samfélag hefur ekki tekið ábyrgð á innflytjendum sínum, þess vegna sýður upp úr hjá þeim, eins og dæmin sanna. Samt hafa sérfræðingar oftsinnis varað við að ofbeldi milli hópa gæti brotist út. [ stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er upptalning á helstu verkefnum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Meðal þeirra er: Að hvetja fyrirtæki og opinberar stofnanir til að vinna að jafnréttismálum. Gengist verði fyrir rannsóknum á stöðu kynjanna á vinnumarkaði og áfram unnið að því að jafna iaunamun kynjanna. Það er sem sé yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að jafna launamun kynjanna. Því hlýtur að vera mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem hafa vald til að ákveða og semja um laun taki mið af þeim yfirlýsta vilja. Jafnframt þurfa almennir starfsmenn að þrýsta á um að þessu markmiði sé framfylgt og allt gert til að útrýma þeim launamun sem sannarlega erfyrir hendi. Það hefur nefnilega komið í Ijós að sé vilji fyrir hendi er hægt að leiðrétta launamuninn sem konur búa við. Til þess þarf hins vegar hugarfarsbreytingu þeirra sem ákvarða laun og það eru yfirleitt karlar. Margir þeirra viðhalda þeirri launaleynd sem er eitt af því sem hefur aukið mjög launamun kynjanna en í skjóli hennar viðgangast ýmsar aukagreiðslur og yfirborganir sem er miklu algengara að samið sé um við karla heldur en konur. Á vorþingi 1998 samþykkti þáverandi ríkisstjórn framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Meðal verkefna sem tilgreind voru í tillögunni er að skipuð verði nefnd til að leggja drög að rannsóknarverkefni um efnahagsleg völd kvenna og karla. Nefndin fékk Samtök atvinnulífsins til að framkvæma launakönnun árið 2002 í samstarfi við Jafnréttisráð og er niðurstöðu hennar að finna á heimasíðu Jafnréttisstofu. í þeirri könnun kom fram að 30% launamunur er á kynjunum en ýmsar skýringar eru notaðar til þess að útskýra muninn þartil eftir standa aðeins 7%. Um þetta er að sjálfsögðu deilt. Þau laun sem fólk fær í hendur er það sem gerir því fært að lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi. Þar standa konur höllum fæti þar sem þær hafa aðeins 70% af launum karla og því þarf að breyta. Grundvallaratriðið er að meta störf kvenna til jafns við störf karla. Þar er þörf á stærstu hugarfarsbreytingunni og þar er ekki eftir neinu að bíða. Stöndum með markmiðum ríkisstjórnarinnar og vinnum ekki aðeins að því að jafna launamun kynjanna. Útrýmum honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.