Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 42
YS'<b'j
pi!
m
U--' n j
fmm ■
Amal flúði til íslands
með fimm börn til að
losna undan heimil-
isofbeldi.
heldur en að fara til bróður síns eða annarra ættingja,
eins og tíðkast að konur geri eftir skilnað. Ef konan býr
til að mynda inni á heimili bróður síns, þá þarf hún að
beygja sig alfarið undir húsmóðurvald mágkonu sinnar
og hlýða henni í einu og öllu.
Margar múslimakonur samþykkja líka að mennirnir
þeirra taki sér aðra konu, sem jafnvel flyst til þeirra,
fremur en að fara réttlausar annað. Inni á heimilinu
hafa þær þó réttindi húsmóðurinnar og þau réttindi
þykja mikils virði. Ef maðurinn útvegar t.d. ekki fæði og
klæði handa konu sinni og börnum á hún rétt á því að
klaga hann fyrir fjölskyldu hans og getur treyst því að
gengið verði í málið af fullri hörku. Á heimili annarra
hefur konan engan slíkan rétt. Hún er gestur sem þiggur
ölmusu allt sitt líf.
„Þetta er mjög mikið vandamál,“ segir Amal. „Það
er svo margt sem kyrrsetur konuna í hjónabandinu,
alveg óháð því hvernig farið er með hana. Ekki er það
síst réttindaleysi hennar gagnvart börnunum.
Lagabókstafur trúarinnar gefur karlmönnum ákveðið
vald sem þeir hafa alltaf nýtt sér til fullnustu. í gegnum
tíðina hefur líka miklu meira verið gert úr þessu valdi
en Kóraninn segir til um.“
Maður Amal vildi ekki gefa henni eftir skilnaðinn.
Hann sagði einfaldlega það sem algengast er að karlar
meðal Palestínuaraba segi við slíkar aðstæður: „Nú,
viltu skilnað? Ég hef ekkert á móti því að skilja en þá
skaltu kveðja börnin þín.“
Flóttinn frá Jerúsalem
Árið 1995 keyrði ofbeldið um þverbak, og ekki í fyrsta
skipti. Amal fór af heimilinu og dvaldi hjá systur sinni í
nokkurn tíma en var bannað að hafa börnin sín, sem þá
voru 16, 15, 10, 9 og 4. ára. Hún bað um leyfi til að fá
þau í heimsókn einn sunnudag og hafði þá með sjálfri
sér tekið endanlega ákvörðun. Hún ætlaði að fara. Hún
ætlaði að fara svo langt i burtu að maðurinn hennar
næði aldrei að berja hana framar og hún ætlaði að taka
börnin með sér.
„Foreldrar mínir voru bæði látin og ég átti enga
bræður í Jerúsalem. Annar bróðir minn bjó í Svíþjóð en
hinn hafði búið hér á íslandi síðan 1971 og ég vissi að
hjá honum fengi ég það skjól sem ég þurfti á að halda.
Dagana á undan hafði ég talað við hann og undirbúið
mig vandlega, keypt farmiðana fyrir okkur og pakkað
nauðsynlegum flíkum. Þegar ég fékk börnin til mín tók
ég stefnuna út á flugvöll.
Vegna þess að ég bjó í Jerúsalem gat ég komist burt.
Þar eru ísraelsk lög sem segja að konur séu frjálsar og
þær eigi rétt á því að ferðast án uppáskriftar karlmanns.
Samt átti ég á hættu að maðurinn minn kæmist á snoðir
um áætlanir mínar og ég vissi að ég fengi aldrei framar
að vera ein með börnunum mínum ef það gerðist.“
Amal heldur fyrir andlitið þegar hún segir frá
flóttanum frá Jerúsalem.
„Ég get aldrei lýst líðan minni þennan dag,“ segir
hún og hryllir sig. „Ég var ekki bara hrædd, ég var
skelfmgu lostin. En mér tókst að komast í flugvélina
með börnin og maðurinn minn vissi ekkert um
fyrirætlanir mínar fyrr en ég hringdi í hann frá Islandi
og sagði honum að ég kæmi aldrei til baka. Ég hef ekki
séð hann síðan.“
Amal vill að það komi skýrt fram að hún sé ekki
vanþakklát eða duttlungafull kona sem hafí skyndilega
ákveðið að ræna börnunum sínum þegar ekki gekk allt
eins og hún vildi í hjónabandinu. „Ég hafði verið að
reyna að fá skilnað síðan 1982, en þá yfirgaf ég manninn
minn og kom hingað til Islands. Þá hafði ég bara átt
tvær elstu dæturnar, sem urðu að sjálfsögðu eftir hjá
pabba sínum. Ég kom hingað með það fyrir augum að
hefja nýtt líf, eins og í síðara skiptið, en ég uppgötvaði
að ég gat ekki lifað án dætra minna og fór heim aftur
eftir þrjá mánuði.“
Þegar Amal sneri aftur til Jerúsalem eftir þessa
þriggja mánaða dvöl á Islandi 1982 hafði ekkert breyst
til batnaðar. Samt sem áður eignaðist hún þrjú börn til
viðbótar með manni sínum á þeim árum sem í hönd
fóru. Þegar ég rek upp stór augu hlær hún auðvitað og
segir til útskýringa: „Áður hafði ég bara eignast tvær
stelpur. Og stelpur eru ekki börn. Kona er ekki góð kona
fyrr en hún hefur alið manni sínum að minnsta kosti
einn strák til þess að halda íjölskyldunafninu gangandi
og hún fær engan frið fyrr.“
Fyrrverandi maður Amal er giftur aftur og á tvö börn
með seinni konu sinni. Amal leggur áherslu á að hún sé
ekki andsnúin honum sem manneskju.
„Ef hann hefði ekki verið maðurinn minn hefði ég
viljað vera vinkona hans, vegna þess að hann er góður
maður og mjög gáfaður og skemmtilegur. En af því að
ég var konan hans gat hann ekki tekið mér sem jafningja
og ákvað þess í stað að halda mér niðri með góðu eða
illu. Ég hef ekkert talað við hann síðan ég fór, en fyrst
42/4. tbl. / 2003 / vera