Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 73

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 73
/ FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU 'l' Hugmyndin að verkefninu kviknaði eftir setningu laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 sem tryggir báðum foreldrum jafnan rétt til töku fæðingarorlofs. Spurningar vöknuðu um nýtingu feðra á þessum möguleika og einnig viðhorfi foreldra og ekki síst vinnuveitenda til orlofs feðra. Þá var og áhugi á að bera saman stöðuna hér á landi við stöðuna annarsstaðar í Evrópu með það fyrir augum að nýta megi þekkingu og reynslu þeirra landa sem best hefurtekist upp. Verkefnið Menning, umgjörð og umhyggja miðar að því að rannsaka kynhlutverk í nútíma fjölskyldum með ung börn, en sérstök áhersla er lögð á að skoða þann tíma sem varið er í umönnun í mismunandi samhengi. Lögð verður áhersla á að: • Safna og greina fyrirliggjandi upplýsingar um atvinnuþátttöku kvenna og karla sem hafa umönnunar- hlutverki að gegna gagnvart ungum börnum. Tilgangurinn er að gefa hugmynd um hvernig foreldrar samræma atvinnu og fjölskyldulíf um leið og þau sinna umönnun nýfæddra og/eða mjög ungra barna. • Safna og greina upplýsingar um mismunandi fæðingar- og foreldraorlofskerfi og umönnunarþjónustu í þátttökulöndunum. Skoðaðar verða, út frá nýtingu og áhrifum á atvinnu, ráðstafanir sem gera foreldrum kleift að samræma atvinnu og fjölskyldulíf. ■ Rannsaka í smáatriðum löggjöf um fæðingar- og foreldraorlof og nýtingu mismunandi hópa karla og kvenna. • Bæta við fyrirliggjandi upplýsingar dæmum sem byggja á djúpviðtölum við foreldra, einkum feður, ungra barna og atvinnurekendur þeirra. • Hvetja til umræðna í Evrópu með því að gera sjónvarpsmynd byggða á grunnhugmyndum verk- efnisins. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að vekja almennar umræður um fæðingar- og foreldraorlof feðra og mæðra. í þeim tilgangi er unnið að gerð sjónvarpsmyndar þar sem feðrum er fylgt eftir en myndin mun að mestu leyti byggja á því efni sem safnast f djúpviðtölum. Kynnt verður hvernig feður nýta á mismunandi hátt rétt sinn til töku fæðingar- og foreldraorlofs og hvernig samið er við atvinnurekendur og maka. Reynt er að komast að því hvað hindrar feður og hvað gerir þeim kleift að taka leyfi frá vinnu til þess að annast nýfædd og/eða ung börn sín. Tökur við myndina eru i þann mund að hefjast og vonast er til að hún verði sýnd í sjónvarpi í öllum þátttökulöndunum og hugsanlega víðar. Verkefnið er komið nokkuð vel á veg og hægt verður að fylgjast með framgangi þess á vefslóðinni www.jafnretti.is/caring/ Verkefnisstjóri er Elín Antonsdóttir og hefur hún aðsetur á Jafnréttisstofu. Um þátttakendur í Menning, umgjörð og umhyggja: Þýskaland - ráðuneyti fjölskyldumála (Berlín). Ráðuneytið ber ábyrgð á lagalegri vernd verðandi mæðra og mæðra með börn á bjósti, einnig fæðingarorlofi og barnabótum. Noregur - deild félagsvísinda og tæknistjórnunar við norska vísinda- og tækniháskólann (Þrándheimur). Deildin sinnir rannsóknum á fjölskyldum þar sem fæðingar- og foreldraorlofsrannsóknir hafa verið eitt aðalatriðið. Spánn - Atvinnulagasvið lagadeildar háskólans í Valencia (Valencia). Við deildina er boðið upp á nám þar sem sérstaklega er horft til kynjamisréttis á vinnustöðum og samræmingar fjölskyldu- og atvinnulífs. ísland - Jafnréttisstofa (Akureyri) er landsskrifstofa um jafnréttismál kynjanna og starfar samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þar hefur m.a. verið lögð áhersla á kynningu á möguleikum fæðingar- og foreldraorlofs fyrir báða foreldra. ísland - Rannsóknastofa í kvennafræðum við Háskóla (slands (Reykjavík) miðar starf sitt við jafnrétti kynjanna og lítur á jafnvægið milli atvinnu og fjölskyldulífs sem mikilvægan þátt í því að tryggja sjálfstæði kynjanna. ísland - Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (Akureyri) er mats- og eftirlitsaðili verkefnisins. ísland - Samver myndbanda- og kvikmyndagerð (Akureyri) sér um gerð sjónvarpsmyndarinnar. ísland - Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur (Reykjavík) er höfundur að handriti sjónvarpsmyndarinnar. X vera / 4. tbl. / 2003 / 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.