Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 60

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 60
Samlokur Samlokugerð er einföld og fljótleg leið til að útbúa góða og heilsusamlega kvöldmáltíð og tilvalin leið til að nýta afganga á nýstárlegan hátt. Kaldur kjúklingur eða fiskur frá kvöldverði gærdagsinns fær alveg nýtt hlutverk til dæmis í salati ofaná gróft brauð. Kalt niðursneitt kjöt er líka fyrirtaks álegg á samloku ásamt girnilegu grænmeti sem við teljum nánast ómissandi. Það er auðvelt að búa til samlokur og hugmyndaflugið er nánast eina takmörkunin því að allt er leyfilegt. »Nýlega kom út bókin Samlokur eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur og Heiðu Björg Hilmisdóttur. Þær reka fyrirtækið Eldhús Heiðu & Bryndísar en vinna auk þess við næringarráðgjöf. Heiða, sem er með BS gráðu í næringar- og rekstrarfræði og MS gráðu í stjórnun stóreldhúsa, sér um rekstur eldhúss og matsala Landspítala Háskóla- sjúkrahúss og Bryndís, sem er með doktorspróf í næringar- fræði og næringarráðgjöf, kennir við Háskólann og er að skrifa bók um lífsstíl. Bryndís og Heiða voru svo vinsam- legar að gefa lesendum VERU nokkrar samlokuuppskriftir. Stangveiðisalat fyrir 4 1 lítil dós kotasæla (200 g) 1 dós sýrður rjómi (200 g) 3 harðsoðin egg 12 msk ferskur graslaukur eða 4 msk þurrkaður graslaukur 1/2 tsk hvítur pipar örlítið salt eða jurtasalt 100 g soðinn, bakaður eða grillaður kaldur lax/silungur eða 80 g heitreyktur lax Mikið af fersku grænmeti, svo sem salatblöð og rauð paprika til að veita mjúku salatinu mótstöðu. Blandið saman kotasælu og sýrðum rjóma. Bætið eggjum, graslauk og pipar út í. Smyrjið á brauð og leggið laxasneiðar yfir ásamt fersku grænmeti. Gott á gróft brauð með þykkri skorpu. 60 /tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.