Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 30
Ég menntaði mig ekki til
aðvinna fyrir lúsarlaunum
»Hallfríður Þórarinsdóttir er doktor í menningarmannfræði og flutti til íslands
fyrir nokkrum árum eftir margra ára búsetu í New York borg. Hún hefur lengst af
starfað sem kennari, bæði í háskólum og eins við endur- og símenntun fullorð-
inna. Hún rekur fræðslusetrið UniCom sem sérhæfir sig meðal annars í nám-
skeiðum sem lúta að samskiptum fólks úr ólíkum menningarheimum, hvort
heldur um er að ræða fjölmenningarleg samskipti eða alþjóðleg viðskipti. Auk
þess er hún sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni.
Bára Magnúsdóttir
'l'
„Þegar ég var að hasla mér völl í
námskeiðabransanum og þurfti í
íyrsta sinn að verðleggja þjónustu
mína ráðfærði ég mig við aðra sem
eru í þessum námskeiðabransa og
tók mið af þeirra töxtum. Ég miðaði
auðvitað líka við menntun mína og
reynslu. Þannig bjó ég mér til þann
taxta sem ég fer eítir við námskeiða-
hald. Ég varð að passa mig á að
reikna mér laun sem dygðu mér til
framfærslu eftir að hafa greitt skatta
og skyldur, sem eru um 50 - 60%
þess sem ég rukka. Svo þarf auðvit-
að að reikna með rekstrarkostnaði.
Fyrst starfaði ég sem verktaki en
síðan stofnaði ég fyrirtæki eftir að
umsvifin jukust, það kemur betur
út. Að öðru leyti er lítill munur því
þýðir ekkert að vera með einhverja
tilfinningasemi þar, bisness er bis-
ness. Ég skrifa reikningana og sendi
þá jafnharðan. Það er aðalatriðið að
það sé á hreinu hvaða upphæðir er
um að ræða. Það er lykilatriði að vera
búin að semja um allar upphæðir
fyrirfram og halda sig við það.“
Ósiður að verðleggja sig of lágt
„Ég hef, auk námskeiðanna, tekið að
mér að flytja fyrirlestra fyrir stofn-
anir og fyrirtæki um ýmis efni sem
tengjast minni sérþekkingu. Það er
harður bransi, fyrirlestrabransinn,
og upphæðirnar sem fólk fær eru
oft hlægilegar. Almennt má segja
um fræðimenn að þeir verðleggja
sig alltof lágt. Sumir eru á kaupi hjá
KONUR ERU EKKI VANAR AÐ SPYRJA HVAÐ KOSTI AÐ SETJA í EINA ÞVOTTA-
VÉL. HEFÐBUNDIN KVENNASTÖRF HAFA EKKI VERIÐ LAUNUÐ, KONUR ERU
SVO OFTAR EN EKKI BARA ÞAKKLÁTAR ÞEGAR ÞÆR FÁ EITTHVAÐ FYRIR
VINNU SÍNA. ÞETTA ENDURSPEGLAST í ALLRI LAUNASTEFNU.
öll vinnan er á mínum eigin herð-
um eftir sem áður. Ég hef reyndar
alltaf látið endurskoðanda sjá um
alla pappíra fyrir mig því hún hefur
menntun á því sviði.
Mér finnst ekki erfitt að senda
reikninga, það er hluti af starfinu,
opinberum stofnunum meðan þeir
semja fyrirlestur sem þeir flytja úti í
bæ, en við sem erum sjálfstætt starf-
andi njótum ekki þessara forrétt-
inda, við þurfum að lifa af þessurn
laununt.
Ég hika ekkert við að hafna til-
boðum sem mér þykja of lág, það
geri ég sjálfsvirðingarinnar vegna.
Ég menntaði mig ekki til að vinna
fyrir lúsarlaunum. Það hefur komið
fyrir að mér hefur verið bent á að
einhverjir aðrir taki minna en ég set
upp, ég reyni að láta það ekki trufla
mig og held mínu striki. Það er
ósiður að verðleggja sig of lágt, und-
ir kostnaðarverði. Það er það sem
eyðileggur markaðinn.
Sem dæmi get ég nefnt að eitt
sinn var ég beðin um að semja og
flytja fyrirlestur hjá stórri opinberri
stofnun. Ég vissi að ég yrði marga
daga að skrifa þennan fyrirlestur
sem var á mínu sérsviði - það er
rosaleg vinna að skrifa svona fyrir-
lestur. Ég setti upp verð sem var lágt
tímakaup ef eitthvað er, samt saup
viðmælandi minn hjá stofnuninni
hveljur og lét mig vita að ég væri að
fara fram á meira en prófessor í Flá-
skóla Islands. Ég benti honum á að
ég sæti ekki á kaupi hjá Háskólan-
um við að semja fyrirlestra fyrir
aðrar opinberar stofnanir. Hann
bauð mér greiðslu, sennilega það
sama og prófessorarnir taka; ég af-
þakkaði. Ég sagði honum að ég
hefði ekki efni á að vinna fyrir
svona Iaun, prófessorar með hálfa
milljón á mánuði hafa kannski efni
á að flytja ódýra fyrirlestra, þeir líta
sjálfsagt bara á þessa smápeninga
sem bónus, en ég þarf að framfleyta
/4. tbl. / 2003 / vera