Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 48

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 48
/ FISKVINNSLUKONAN þeim um það bil þrjátíu árum sem liðin eru síðan. Sífellt er unnið að nýrri tækni til að fækka handtökunum. Fólki sem vinnur í sjávarútvegi hefur enda fækkað mikið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu (slands unnu 16.000 manns í sjávarútvegi árið 1995, eða 11,3% af heildarmannafla. Þar af voru um 7.000 við veiðar, eða 4,9%, og við fiskvinnslu um 9.000, eða 6,4%. Það ár var heildarafli íslenskra skipa 1.605.127 tonn. Árið 2002 vinna 11.700 manns við sjávarútveg, eða 7,5% af heildarmannafla. Við veiðarnar voru um 5.300 manns, eða 3,4%, og við fiskvinnslu unnu um 6.400 manns, eða 4,1%. Það ár var heildarafli íslenskra fiskiskipa hins vegar 2.133.327 tonn. Fiskvinnslufólki hafði á þessu árabili fækkað úr um 9.000 í 6.400 og sjómönnum úr 7.000 í 5.300. MÖRGUM FISKVINNSLUKONUM FANNST AÐ SAMHELDNIN 0G SKEMMTILEGAR SAMSTARFSKONUR VÆRIJAFNVEL EINHVER STÆRSTI K0STUR VIÐ VINNUNA 0G ÞETTA STARFSUMHVERFI Talið er að milli 20 og 30% fiskvinnslufólks séu út- lendingar sem ýmist koma hingað beinlínis til að vinna í fiski eða eru búsettir á íslandi og vinna við fiskvinnslu eða önnur störf þar sem tungumálakunnáttu er ekki krafist. Konur ganga í öll störf innan fiskvinnslunnar. Þær eru nánast einráðar í snyrtingunni, fara líka í pökkun, eru gæðastjórar, verkstjórar og vinna við eftirlitsstörf. Sum þessara starfa krefjast formlegrar menntunar. Öll krefjast þau þjálfunar svo þau svari kröfum um gæði og hraða. Nefnd um stöðu fiskvinnslukvenna Haustið 2000 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd sem ætlað var að safna upplýsingum um stöðu fiskvinnslunnar að því er varðar atvinnumöguleika kvenna og áhrif nýrrar tækni á atvinnugreinina og á atvinnumöguleika. Nefnd- inni var einnig ætlað að safna upplýsingum um menntun þeirra kvenna sem þar starfa, félagslega stöðu þeirra o.fl. þannig að hægt væri að meta stöðu þeirra til starfs- þjálfunar og endurmenntunar. Þessi nefnd lét gera könnun meðal fiskvinnslukvenna, einkum til að unnt væri að meta möguleika þeirra til starfsþjálfunar og endur- menntunar. Álfhildur Hallgrímsdóttir meistaranemi við Háskóla íslands vann könnunina fyrir nefndina. Valin voru 16 fyrirtæki alls staðar á landinu og af mismunandi stærð. Stuðst var við „handvalið" úrtak og heimsókn á staðinn. Þessi aðferð hefur bæði kosti og galla. Gallarnir eru t.d. þeir að ekki er hægt að sundurgreina upplýsingar eftir stærð fyrirtækja eða landshlutum þar sem hætt væri við að þá sæist fljótt hvaða fyrirtæki og starfsfólk hefði átt í hlut. Kosturinn er hins vegar sá að svörun var mjög góð þar sem unnt var að fylgja spurningalistum eftir. HELSTU NIÐURSTÖÐUR ÚR SKÝRSLU NEFNDAR UM STÖÐU FISKVINNSLUKVENNA 0G ÁHRIF NÝRRAR TÆKNI Á ATVINNUMÖGULEIKA ÞEIRRA. - Um 60% kvennanna hafði starfað innan fiskvinnslunnar í áratug eða lengur. - Meirihluti kvennanna var í fullu starfi. - Yfir 70% búa í eigin húsnæði. - Verulegur meirihluti kvennanna kveðst vera mjög eða frekar ánægðar í starfi. - Yfir 90% kvennanna telja sig eiga mjög eða frekar litla möguleika á að vinna sig upp í starfi innan fiskvinnslunnar og þar af leiðandi litla möguleika á starfsframa á eigin vinnustað. - 94% kvennanna segja það ganga mjög eða frekar vel að samræma fjölskyldu- og einkalíf og vinnu. - 83% kvennanna telja sig hafa mjög eða frekar litla valmöguleika varðandi vinnu í sínu byggðarlagi. - Yfir 60% kvennanna telja sig búa við mjög eða frekar mikið atvinnuöryggi og telja það frekar eða mjög líklegt að þær muni starfa inna fiskvinnslunnar eftir 5 ár. - Yfir 80% kvennanna hafa sótt fiskvinnslunámskeið og enn fleiri telja það frekar eða mjög mikilvægt að fá tækifæri til að efla þekkingu sína og færni í starfi. - Yfir 60% kvennanna telja sig hafa mjög eða frekar litla möguleika á að endurmennta sig. - Einungis 25% kvennanna telja að aukin tækni hafi gert fiskvinnslustarfið eftirsóknarverðara; önnur 25% telja starfsánægju vera meiri, 52% telja að dregið hafi úr líkamlegu erfiði samfara aukinni tækni; 30% telja andlegt álag vera minna og sambærilegur hópur, eða 31%, telur einhæfni vera minni. 48/4. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.