Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 18

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 18
Uppáhaldslitur í æsku LAUNAMUNUR KYNJANNA Kristjana Stella Blöndal, aðstoðarforstöðumaður Félagsvísindastofnunar Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við Félagsvísindadeild Hl »Launamunur kynjanna er staðreynd. Konur hafa að jafnaði lægri laun en karlar. En hve miklu munar? Er munurinn 7% eða 70%? Það fer eftir því hvaða mælikvarði er notaður, hver viðmiðunarpunkturinn er og á hvaða hugmyndafræði er byggt. Samkvæmt skattaframtali ársins 2002 höfðu konur að jafnaði 59% af heildartekjum karla, sem er það sama og segja að meðalheildartekjur karla hafi verið 70% hærri en kvenna. Þetta er munurinn á þeirri krónutölu sem konur og karlar bera úr býtum fyrir launaða atvinnu sína. * „Leiðréttur launamunur" Annar mælikvarði á launamun kynjanna er svokallaður „!ciðréttur“ launamunur. Hugmyndin á bak við hann er sú að ekki sé raunhæft eða sanngjarnt að bera saman laun karla og kvenna beint og fyrirvara- laust, heldur þurfi að taka inn í myndina ýmsa þætti sem skýri þennan mun. Til dæmis að karlar vinni lengri vinnudag en konur og séu í ábyrgðarmeiri störfum. Niður- stöður launakannana undanfarin ár benda til þess að þessi svokallaði „leiðrétti" launamunur kynjanna sé á bilinu 7,5-30%. Hvaða tala er rétt? Hvers vegna er svo mikið mis- ræmi? Ein helsta ástæðan er sú að í þessum könnunum er afar mis- munandi hvaða þættir, eða skýri- breytur, eru notaðar til þess að skýra launamuninn. Almennt gildir að því fleiri skýribreytur sem notað- ar eru, því lægri mælist launamun- urinn. Leitin að skýribreytum hefur gengið talsvert langt og í nýlegri könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu fyrir Jafnréttisráð og Nefnd um efnahagsleg völd kvenna voru til dæmis notaðar um 140 skýribreyt- ur. I þeirri könnun tókst að fá launamuninn niður í 7,5% sem er með því allægsta sem um getur á byggðu bóli og betri árangur en jafnvel jafnréttissinnuðustu þjóðir heims getað státað af. Meðal skýri- breyta í þeirri könnun var hjúskap- arstaða og barnafjöldi. Vitað er úr öðrum könnunum að giftir karlar hafa hærri laun en ógiftir en hjú- skaparstaða hefur lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Sömuleiðis er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.