Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 27

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 27
/ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR Dreifstýring eykur kynbundinn launamun »1 febrúar sl. lauk Gunnhildur Kristjánsdóttir BA prófi í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. í lokarit- gerðinni, sem heitir Launakerfi og kynbundinn launa- munur, beitti hún femínísku sjónarhorni en leiðbein- endur hennar voru Þorgerður Einarsdóttir og Svanur Kristjánsson. VERA bað Gunnhildi að skýra í stuttu máli frá niðurstöðum ritgerðarinnar. I ritgerðinni fjallaði ég um launa- myndun og kynbundinn launamun á íslandi og skoðaði hvaða þættir hafa áhrif á launamun kynjanna og þá sérstaklega hvaða áhrif launa- kerfi hafa á launamun kynjanna. Ritgerðin byggir á tveim tilgátum. Fyrri tilgátan er: Ef halda á kyn- bundnum launamun í skefjum þarf að hafa sjónarmið tengd konurn til hliðsjónar í launasetningu. Síðari tilgátan er: Nýskipan í ríkisrekstri og nýja launakerfið hvíla á hug- myndum feðraveldisins, rétt eins og aðrar hugmyndir okkar um at- vinnumarkaðinn og hlutverk kynj- anna á atvinnumarkaðnum. Vís- bendingar eru um að dreifstýring nýja launakerfisins auki kynbund- inn launamun. Niðurstaða mín er sú að við framkvæmd nýja launakerfisins hafi ekki verið tekið markvisst á sjónar- miðum kvenna. Ekki var fylgst með launamuni kynjanna og ekki þróuð tæki til að gera launasetninguna hlutlægari. Það bendir því ekkert til þess að launamunur kynjanna hafí minnkað með nýja launakerfinu, þvert á móti eru vísbendingar um að launamunurinn hafi aukist. Nýja launakerfið Ljóst er að launantunur kynjanna er töluverður á íslandi. Kynbundinn launamunur er einn helsti mæli- kvarðinn á stöðuna í jafnréttismál- Um og oft er talað um að jafnrétti kynjanna verði ekki náð fyrr en tek- ist hefur að útrýma kynbundnum launamun. Á síðasta áratug hafa verið gerð- ar töluverðar breytingar á launa- kerfi ríkisins og Reykjavíkurborgar. Þær hafa gengið undir nafninu nýja launakerfið og eru hluti af stærri kerfisbreytingum sem nefndar hafa verið nýskipan í ríkisrekstri. Megin- einkenni nýja launakerfisins eru dreifstýring og sveigjanleiki. Dreifa átti valdi til launaákvarðana á fleiri staði og færa það í ríkara mæli til stofnana þar sem störfm eru unnin. Við gerð nýja launakerfisins var í upphafi lögð rík áhersla á að minnka kynbundinn launamun og talað var um að með nýja launakerf- inu skapaðist tækifæri til að rétta hlut kvenna á atvinnumarkaðnum. Gefin var út yfirlýsing um að gerð yrði tölfræðileg úttekt á áhrifum nýs launakerfis á launamun karla og kvenna. Ríkið hefur ekki staðið við gerð þessarar úttektar, aftur á móti hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir tveim stórum launakönnunum síð- an nýja launakerfmu var hrint í framkvæmd. Sú staðreynd að tölur yfir kyn- bundinn launamun hjá ríkinu liggja ekki fyrir torveldar fullyrðingar um áhrif nýja launakerfisins. Ýmislegt bendir þó til þess að sjónarmið um launajafnrétti hafi ekki verið höfð til hliðsjónar við framkvæmd nýja launakerfisins og kynbundinn launamunur sé til staðar hjá ríkinu. Þrjár vísbendingar vega þar þyngst. í fyrsta lagi korna fram vísbending- ar í launakönnunum Reykjavíkur- borgar um að yfirborganir og auka- greiðslur séu algengar í nýja launa- kerfinu. Mikill kynbundinn munur er á þessum aukagreiðslum og hefur sá rnunur aukist á milli áranna 1995 og 2001 eða á þeim tíma sem nýja launakerfið hefur verið við lýði. Fulltrúar borgarinnar segja jafn- framt að þann árangur sem náðst hefur hjá Reykjavíkurborg við að minnka launamun kynjanna megi að miklu leyti rekja til miðlægra að- gerða, einkum kjarasamninga. En eitt af meginmarkmiðum nýja launakerfisins var að gera launa- kerfið dreifstýrðara og ntinnka vægi miðlægra kjarasamninga. í öðru lagi benda niðurstöður erlendra rannsókna til þess að í ljósi kynjaskiptingar vinnumarkaðarins séu líkur á því að dreifstýrð launa- kerfi leiði til aukins kynbundins launamunar á vinnumarkaðnum í heild. Launadreifing er almennt minni í miðstýrðum kjarasamning- um. Eftir því sem launadreifmgin er meiri eykst kynbundinn launamun- ur, vegna þess að konur raðast oftast í neðstu launaþrepin. I þriðja og síðasta lagi benda við- töl við þá aðila sem kornu að mótun og framkvæmd nýja launakerfisins til þess að yfirborganir séu til staðar í nýja launakerfmu og að staða kvenna sé ekki betri í nýja launa- kerfinu en hún var í því fyrra. Við framkvæmd nýja launakerf- isins er greinilegt að það skorti á eft- irfylgni í jafnréttismálum, þrátt fyr- ir góðan vilja í upphafi. Launakerfið virðist bera þess nterki. Líkur eru á því að upphafleg markmið um minnkun kynbundins launamunar hafi ekki náðst og að dreifstýring nýja launakerfisins auki kynbund- inn launamun. vera/4. tbl./2003 /27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.