Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 55
/ BA-RITGERÐ - FEMÍNÍSKT SJÓNARHORN
»Höfundar BA ritgerðorinnor eru
þau Bryndís Nielsen og Arnar Gísla-
son. Bryndís tók kynjafræði með sái-
fræðinni og vinnur nú sem leiðbein-
andi á leikskólanum Dvergasteini á
Seljavegi þar sem Arnar vann líka í
sumar. Hann tók hins vegar sálfræði
til 90 eininga og er nú nemandi í
kynjafræði. Hann vinnur auk þess
sem aðstoðarkennari 1. árs nema í
sálfræði og við liðveislu.
„Við vorum alltaf ákveðin í að hafa rannsókn sem hluta af
BA verkefni okkar," segja þau. „Þar sem við höfum bæði
áhuga á kynjafræði fannst okkur upplagt að skoða sam-
band kynjanna á einhvern hátt. Rannsókn okkar staðfestir
að munurinn á vináttu fólks eftir kynjum er minni en
margir hafa haldið. Það er vissulega dálítill munur en hann
er ekki mikill. Eðlishyggju- og Hellisbúahugmyndirnar eiga
því ekki eins mikið við rök að styðjast og oft er slegið upp í
fjölmiðlum án þess að það sé nokkuð skýrt nánar."
Bæði segjast þau stefna á framhaldsnám og líklega fer
Bryndís út næsta haust þeirra erinda. Hún hefur verið virk í
félagi Ungra jafnaðarmanna, situr þar í stjórn og var áður
varaformaður. Hún á líka sæti í ritstjórn vefsíðu Ungra jafn-
arðarmanna, politik.is. Arnar er hins vegar virkur í Karla-
hópi Femínistafélags íslands og situr í ritnefnd VERU.
Það er aldrei of seint að bæta menntun sína. Hjá okkur getur þú hafið nám á
grunnskólastigi eða framhaldsskólastigi eftir þínum persónulegu þörfum. Þú
getur tekið eitt fag eða fleiri og hagað námshraða samkvæmt því.
ATH: Félagsliðanám er ný stutt námsbraut, sem ætluð er fólki við
umönnunarstörf.
Einnig er fjölbreytt frístundanám í boði:
Tungumál - bóklegar greinar - verklegar greinar - listgreinar - skokk
íslenska fyrir útlendinga:
Byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið.
Kennslustaðir:
Miðbæjarskólinn, Fríkirkjuvegi 1 og Mjódd, Þömglabakka 4
Upplýsingar í síma: 5512992
5629408 • Netfang: nfr@namsflokkar.is • http://www.namsflokkar.is
vera / 4. tbl. / 2003 / 55