Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 67

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 67
/ TÓNLIST THE WHITE STRIPES - ELEPHANT Hljómsveitin The White Stripes var stofnuð í Detroit árið 1997 af Jack White og Meg White. Tvennum sögum fer um hvort þau eru systkin eða hjón en þau hafa lítið gert til að leiðrétta þennan misskilning. Samkvæmt helstu V heimildum eru þau þó líklega frekar systkini því þau eru mjög lík. Saman spila þau á öll hljóðfæri plötunnar, Meg spilar á trommur og syngur en Jack spilar á gítar og hljómborð og syngur líka. Athyglisvert er að þau sleppa bara bassa í lögum sínum en það er afar sjaldgæft. Þau taka jafnframt allt upp á gamaldags spólu-upptökutæki sem er upptökutæknin sem Bítlarnir og aðrar hljómsveitir þeirra tíma notuðu. Þau taka stoltfram á albúmi plötunnar að engar tölvur hafi verið nýttar í upptökur á tónlistinni þeirra og þetta lýsir viðhorfi þeirra til nútímalegra hluta vel. Fyrir vikið er hljómur plötunnar mjög gamaldags en án þess að vera hallærislegur. Það er í raun ótrúlegt að diskurinn Elephant komi út 2003 en ekki 1973 eða jafnvel 1963. Áhrifavaldar Jacks White, sem er aðallagahöfundur dúettsins, eru greinilega frá þessum tíma og dettur manni strax í hug tónlist Eric Burton í Animals, Lennon/McCartney í Bítlunum og Jonathan Richman í Modern Lovers. Gítarleikur minnir stundum á Jimi Hendrix. Trommuleikur Meg White er hins vegar það sérstakasta við þennan disk. Stúlkan er þeim hæfileikum búin að kunna listina að spila bara þegar þarf að spila og er því að stoppa hér og þar, þessvegna í miðju lagi, og koma svo inn á hárréttum stað aftur, svo úr verða mjög skemmtilegar og frumlegar útsetningar laga. Tónlist White Stripes er hægt að flokka sem nokkurs konar pönkrokk-útgáfur af sixtiestónlist og í raun er sérstaða þeirra þó nokkur. Síðasta plata þeirra, White Blood Cells árið 2002, gaf tóninn um hve góðir laga- höfundar eru hér á ferð en nýja platan sannar það. Gráupplagt að skella henni í spilarann á sumarkvöldum hvort heldur sem stefnan er tekin eitthvert út eða stefnt er á heimasetu. Bestu lögin: There's no home for you here (mjög Bítlalegt) og ástardúettinn Well it's true that we love one another. MARTIN L. GORE - COUNTERFEIT Hljómsveitin Depeche Mode er orðin ansi langlíf á þeim tímum sem nýjar hljómsveitir skjóta upp kollinum á tíu mínútna fresti og hverfa á braut á innan við hálftíma. Orð Andy Warhol um að allir geti verið frægir í fimmtán mínútur hafa sjaldan verið sannari en í nútímadægur- lagatónlist. En Depeche Mode hófu sinn feril árið 1981 og hafa verið iðnir við kolann æ síðan. Helstu sprautur sveitarinnar, David Gahan og Martin L. Gore eru langt frá því að vera hættir samstarfi en ákváðu þó að gera plötu sitt í hvoru lagi til tilbreytingar á þessu ári og geyma Depeche Mode á ís á meðan. David átti orðið lög á lager sem höfðu ekki notið sín í hljómsveitinni og vildi koma þeim út en Martin kaus að taka nokkuraf sínum uppáhaldslögum og útsetja upp á nýtt. Hann sagðist hafa farið þessa leið því hann vildi smá tilbreytingu frá eigin lagasmíðum og tímdi heldur ekki frumsömdu lögunum sínum í þetta verkefni. Hann væri ekki mjög afkastamikill lagahöfundur og vildi þvi spara lögin fýrir næstu D.M.-plötu! Lögin sem hann velur á Counterfeit eru flest í rólegri kantinum, eftir höfunda á borð við Nick Cave, Lou Reed, Julee Cruise, Brian Eno og David Bowie. Hann hefur einstakt lag á að breyta útsetningum laganna þannig að þau hljómi eins og hans eigin. Jafnvel lög sem maður þekkir í upprunalegu útgáfunum hljóma framandi og nýstárlega eftir að Martin hefur farið höndum sínum um þau. Lögin eiga einhverja angurværð og depurð sameiginlega og þessi diskur er ótrúlega góður til að láta rúlla á daginn, við vinnuna. Ekki það að maður þurfi endilega að verða eitthvað dapur í vinnunni, það er bara svo gott að búa til hljóðumhverfi sem er svolítið passíft án þess að vera algjör lyftutónlist og þetta finnst mér takast hjá Martin. Hljóðtilraunir ýmis konar ganga afar vel, sem dæmi er mjög nútímaleg, næstum Bjarkarleg, útsetning á lagi Johns Lennon og Yoko Ono „Oh My Love", og eins og lagið er nú fínt í upprunalegri útgáfu gerir þessi búningur það að verkum að það öðlast nýtt líf, nýtt gildi. Rödd Martin, sem syngur að öllu jöfnu ekki í Depeche Mode, er hnökralaus og fullkomin í þessi rólegheit og það er einmitt einhver dapurleikablær á henni sem setur punktinn yfir i-ið og gerir þennan disk að heildarverki sem rúllar vel í gegn og gerir daginn betri. Gat ekki gert upp á milli laga, þau eru öll jafngóð. vewwL4. tbl. / 2003 / 67 Heiða Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.