Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 17

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 17
4. Hæfileiki kvenna til að semja um laun er oft dreginn í efa og þær sakaðar um að gera ekki nægilegar kröfurfyrir sjálf- ar sig. Því hefur meira að segja verið haldið fram að launa- munurinn sé bara konum sjálfum að kenna. Það verður því fróðlegt að vita hvaða árangri þær konur ná sem taka áskorun Femínistafélags íslands og biðja um launahækkun 24. október nk. en það er liður í Femínistavikunni sem hefj- ast mun sama dag. Sömuleiðis skorar félagið á fyrirtæki landsins að kanna hvort kynjum sé mismunað í launum innan þeirra og gera leiðréttingu ef svo skyldi vera. Launaleynd er körlum í hag Þó að sett hafi verið lög hér á landi fýrir löngu þess efnis að greiða skuli sömu laun fyrir sömu vinnu er mjög algengt að í skjóli launaleyndar sé samið betur við karlmenn en konur. Að baki þessari tilhneigingu liggja ýmsar orsakir - það er eins og arfur feðraveldisins sé enn á sveimi þegar launaákvarðanir eru teknar. Þá vegur kynferði karla þyngra en kynferði kvenna og ýmsar aðferðir eru notaðar til þess að útdeila þeim meiru, m.a. vegna þess að þeir hafi fyrir fjölskyldu að sjá. Gott dæmi um þetta er eftirfarandi saga sem er dæmigerð fyrir þetta vandamál: Ég komst að því fyrir tilviljun að maðurinn sem var að vinna við hliðina á mér, sama starf, var með 30.000 krónum hærri laun en ég. í fyrirtækinu var launaleynd og nokkrum mánuðum áður en ég komst að þessu var kona rekin fyrir að hafa talað um laun sín við samstarfsfólk sitt. Ég hafði ekki kjark til þess að gera neitt við þessa uppgötvun mína en ég vissi strax að þessi munur stafaði eingöngu af því að ég er kona. Maðurinn eryngri en ég en með svipaða menntun og sömu starfsreynslu. Hann var á svokölluðum föstum launum, þ.e. launin hans hækkuðu hvorki né lækkuðu með tilliti tilyf- irvinnu, en þegar ég samdi um mín laun vildiyfirmaður minn ekki gera slíkan samning við mig vegna þess að ég „kæmi betur út úr því" að vera á dagvinnutaxta og geta síðan bætt við mig yfirvinnu. Þegar hann sagði þetta vissi hann fullvel að ég er einstæð móðir og átti mjög erfitt með að vinna mikla yf- irvinnu. Enda kom það á daginn. Samstarfsmaður minn vann aldrei lengur en til klukkan fimm en til þess að kría út einhverja hækkun á dagvinnutaxtanum þurfti ég að bæta á mig vinnu með tilheyrandi vandræðum með gæslu fyrir barn- ið mitt. Að lokum hætti ég því veseni og sætti mig við að hafa bara dagvinnuna. Við fyrsta tækifæri hætti ég störfum á þess- um vinnustað en þá hafði reiðin ólgað innan i mér um nokk- arra mánaða skeið. Óútskýrður launamunur a.m.k. 10 -15% Það er sama hvar borið er niður, alls staðar kemur í Ijós að karlar hafa hærri laun en konur. Launakannanir sýna 25 - 30% launamun og þegar hann hefur verið reiknaður niður með skýringum um vinnutíma, menntun, starfsaldur o.s.frv. stendur eftir kynbundinn launamunur upp á að minnsta kosti 10 -15%, efitr því hvaða aðferðir eru notað- ar til að skýra muninn. Og að sjálfsögðu eru þær aðferðir ekki hafnar yfir gagnrýni. Það gaf svolitla innsýn í það hvaða laun fólk er að fá þegar félagsmálaráðuneytið sagði frá því nýlega að meðal- greiðslur karlmanna í fæðingarorlofi væru um 100.000 krónum hærri en meðalgreiðslur til kvenna, eða 254.000 krónur á móti 152.000 krónum. Þar kom líka fram að ein af hverjum hundrað konum fengju 500.000 krónur eða meira á mánuði í fæðingarorlofi á meðan einn af hverjum ellefu körlum fengu þá upphæð. Hér fyrir neðan eru nýjustu tölur frá Kjararannsókn- amefnd yfir heildartekjur vinnandi fólks á íslandi. Þar sést hvað fólk fékk í laun á öðrum ársfjórðungi 2003 og hvaða vinnutími liggur þar að baki. ^ Heildarlaun (HL) og heildarvinnutími (HVT) fullvinnandi á 2. ársfjórðungi 2003 Meðaltal Fjöldi HL HVT Verkafólk Karlar 2.760 224.100 50,6 Konur 995 162.500 45,7 Iðnaðarmenn Karlar 1.543 286.800 46,5 Konur 43 234.600 42,9 Þjónustu, sölu- og Karlar 1.342 232.600 43,2 afgreiðslufólk Konur 1.246 177.300 43,5 Skrifstofufólk Karlar 341 255.500 42,7 Konur 922 197.300 40,9 Tæknarog Karlar 729 374.400 41,5 sérmenntað starfsfólk Konur 344 258.200 40,8 Sérfræðingar Karlar 423 407.300 40,6 Konur 134 341.100 39,9 Stjórnendur Karlar 453 445.800 39,9 Konur 113 328.800 42,0 Heimild: Kjararannsóknarnefnd ( www.krn.is ) vera / 4. tbl. / 2003 / 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.