Vera - 01.08.2003, Page 18
Uppáhaldslitur í æsku
LAUNAMUNUR
KYNJANNA
Kristjana Stella Blöndal,
aðstoðarforstöðumaður
Félagsvísindastofnunar
Þorgerður Einarsdóttir, lektor
í kynjafræðum við
Félagsvísindadeild Hl
»Launamunur kynjanna er staðreynd. Konur hafa að jafnaði lægri
laun en karlar. En hve miklu munar? Er munurinn 7% eða 70%? Það fer
eftir því hvaða mælikvarði er notaður, hver viðmiðunarpunkturinn er
og á hvaða hugmyndafræði er byggt. Samkvæmt skattaframtali ársins
2002 höfðu konur að jafnaði 59% af heildartekjum karla, sem er það
sama og segja að meðalheildartekjur karla hafi verið 70% hærri en
kvenna. Þetta er munurinn á þeirri krónutölu sem konur og karlar bera
úr býtum fyrir launaða atvinnu sína.
*
„Leiðréttur launamunur"
Annar mælikvarði á launamun
kynjanna er svokallaður „!ciðréttur“
launamunur. Hugmyndin á bak við
hann er sú að ekki sé raunhæft eða
sanngjarnt að bera saman laun
karla og kvenna beint og fyrirvara-
laust, heldur þurfi að taka inn í
myndina ýmsa þætti sem skýri
þennan mun. Til dæmis að karlar
vinni lengri vinnudag en konur og
séu í ábyrgðarmeiri störfum. Niður-
stöður launakannana undanfarin ár
benda til þess að þessi svokallaði
„leiðrétti" launamunur kynjanna sé
á bilinu 7,5-30%. Hvaða tala er
rétt? Hvers vegna er svo mikið mis-
ræmi? Ein helsta ástæðan er sú að í
þessum könnunum er afar mis-
munandi hvaða þættir, eða skýri-
breytur, eru notaðar til þess að
skýra launamuninn. Almennt gildir
að því fleiri skýribreytur sem notað-
ar eru, því lægri mælist launamun-
urinn. Leitin að skýribreytum hefur
gengið talsvert langt og í nýlegri
könnun sem Samtök atvinnulífsins
gerðu fyrir Jafnréttisráð og Nefnd
um efnahagsleg völd kvenna voru til
dæmis notaðar um 140 skýribreyt-
ur. I þeirri könnun tókst að fá
launamuninn niður í 7,5% sem er
með því allægsta sem um getur á
byggðu bóli og betri árangur en
jafnvel jafnréttissinnuðustu þjóðir
heims getað státað af. Meðal skýri-
breyta í þeirri könnun var hjúskap-
arstaða og barnafjöldi. Vitað er úr
öðrum könnunum að giftir karlar
hafa hærri laun en ógiftir en hjú-
skaparstaða hefur lítil sem engin
áhrif á laun kvenna. Sömuleiðis er