Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 16

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 16
'Helen Fielding is one of the funniest writers in Britain and Bridget Jones is a creation of comic genius' Nick Hornby L Einhverra hluta vegna fæ ég eitthvað út úr því að lesa um fyrirmyndarheim gagnkynhneigðrar ástar. Hluti af þeirri nautn er að láta framvindu sögunar og sögupersónanna fara í taugarnar á mér en ég á það til að grýta bókinni í vegginn og lofa sjálfri mér að lesa aldrei aftur svona ömurlegar bókmenntir sem eru uppfullar af kvenfyrirlitningu og viðhalda þannig ríkjandi samfélagsmynd sem ég er ekkert hrifin af. Svo einn daginn var ég með eina af þessum bókum milli handanna en í stað þess að verða pirruð og reið fór ég aö flissa. Því meira sem ég las af þessari bók þvr meira hló ég. Þarna var allt í einu sögupersóna sem var fyndin, geröi grín að sjálfri sér og var engan veginn fyrirmyndarkona. Kona sem átti kærasta sem uppfyllti engan veginn kröfur hennar um það hvernig á að haga sér sem kærasti. Allt var þetta í mikilli andstöðu við hina dæmigerðu ástarsögu en náði samt að halda sér innan ramma hennar. Því hvað annað getur saga um konu í leit að ástinni verið? Hugrún R. Hjaltadóttir Ástir og útúrsnúningur AF HVERJU MER FINNST DAGBÓK BRIDGET JONES SVONA FYNDIN Dagbók Bridget Jones kom fyrst út árið 1996 og vakti strax mikla athygli. Sagan, sem er sögð í dagbókarformi, gefur les- andanum tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim þessarar 30 og eitthvað ára konu sem er á höttunum eftir ástinni. Frásögnin er kannski ekki mikið frá- brugðin svipuðum sögum, sem dæmi um það ná nefna að hún er einskonar endusögn á gömlu Jane Austen sög- unni Hroki og Heypidómar (Pride and Prejudice) sem gefur frásögninni for- spárgildi. En það sem gerir Dagbók Bridegt Jones frábrugðna hefðbundn- um ástarsögum er frásagnarformið og „hinir" hlutirnir í lífi Bridgetar. Hún lýsir vonum sínum og vonbrigðum á skrautlegan og ýktan hátt, hún snýr út úr og opinberar sig án nokkurrar feimni eða eftirsjár. í sögunni kemur sterkt fram sú krafa sem gerð er til ungra kvenna að verða sér úti um karlmann. Hún má ekki mæta í fjölskylduboð eða matarboð hjá vinum sínum án þess að vera spurð spjörunum úr. Bridget lætur þetta fara alveg endalaust í taugarnar á sér og fær útrás í dagbókinni: „Jæja og hvernig ganga ástamálin hjá þér?" Jesús minn. Af hverju getur gift fólk ómögulega skilið að það er ekki lengur kurteisiegt að spyrja svona? Ekki myndum við stökkva á þau og æpa „Hvernig gengur hjónabandið? Stundið þið ennþá kynlíf?" Þaó vita allir að sambönd fólks á fertugs- aldri eru ekki eins léttlynd og ábyrgðarlaus og þegar maóur var tuttugu og tveggja. Heiðarlegasta svarið við svona spurningu væri eitthvað í þessum dúr: „Raunar birt- ist kvænti elskhuginn minn í gærkvöldi í sokkabandabelti og krúttaralegum angóru- toppi og sagði mér að hann væri öfugur/ kynlífsfíkill/ eiturlyfjaneytandi/ skuld- bindingafæla og lamdi mig svo með gervi- tippi," frekar en: „ALveg æðisLega, takk." En ég er ekki Lygin að eðlisfari svo ég muLdraði um Leið og ég Leit skömmustulega á Goffery: „Ágætlega," og hafði ekki sleppt orðinu þegar hann gaLaði hástöfum: „Svo þú ert ekki enn komin með gæja!" „Bridget, hvað eigum við eiginlega að gera við þig!" sagði Una. „Þið þessar framaskvísur! Svei mér þá! Þú getur ekki frestað þessu tiL eiLífóar, skaL ég segja þér. Tikk-takk-tikk-takk." (bls. 15-16). Klausur eins og þessi, þar sem Bridegt lætur reiði sína í ljós á kaldhæðinn og fyndinn hátt eru síendurteknar í gegn- um alla bókina. Þær gera þessa atburði að einhverju hlægilegu og draga þannig athygli að atburðum og aðstæðum sem annars væru ekki eftirtektarverð. Hún nær að snúa út úr þessum utanaðkom- andi þrýstingi og fá okkur lesendurna til að sjá þessar aðstæður sem annað en sjálf- sagðan hlut, allavega í augnablik. Eftir að hafa lesið þetta langar mann ekki að spyrja hinnar ljótu spurningar og leyfir Bridget þekkir hina hefóbundnu kvenímynd og vill uppfylla hana. Hún leggur sig alla fram og í gegnum lýsinguna erum við minntar á aó kvenleikinn er ekki náttúrulegt og áreynslulaust fyrirbæri heldur eitthvaó sem kostar blóð, svita og tár 16/2. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.