Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 32

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 32
Þ£C; ,//< 'Íf/Ð I. í{ £/< • / ,//</. V'\ \70 SJCO%tf þessi karlmennskuhugtökoG átta sig á því að drengir í DREIFBÝLI eiga undir högg aö sækja ÞÁ RIFJAST UPP FYRIR MANNIAÐ ÞAÐ ÞÓTTI alls ekki sjálfsagtað menn gengju M£J€N%'1V£GIJÚ£' Bókin hans Ingólfs er að mörgu leyti brautryðjendaverk á sviði kynjafræða og menntunar hér á landi. Þar er kafað í þær hugmyndir sem hafa verið ráðandi um að drengir í skóla eigi undir högg að sækja vegna kvenvæðingar skólakerfis- ins. í bókinni er litið gagnrýnum augum á forsendur þessara hugmynda og þær settar í fræðilegt, menntapólitískt og kynjapólitískt samhengi. Veru langar til þess að kynnast betur manninum á bak við bókina og athuga hvað það er sem fær hann til að taka fyrir svona efni. Á meðan á viðtalinu stendur talar Ingólfur oft um hlutina af ástríðu og honum verður stundum heitt í hamsi en það er líka stutt í kímnina og brosið. Hann er sífellt að greina allt sem ber á góma í viðtalinu. Ingólfur veltir fyrir sér mögulegum ástæðum fyrir skoðunum sínum og rekur þær sögulega og alltaf með það í huga hvar valdið liggur. Hann virðist horfa gagnrýnum augum á allt og ekki síst eigin gjörðir. Þegar ég bið hann um að segja mér lítillega frá sjálfum sér rekur bóndastrákurinn úr Mývatnssveit uppvaxtarárin sín í álíka greinandi ljósi og annað sem við ræðum og tengir þau fræðilegri gagnrýni femínismans. „Það hefur rifjast upp fyrir mér ný- verið að þegar ég var unglingur þá varð kísilverksmiðjan til. Sumir fóru að vinna þar og ég vann þar lítillega. Ég hugsaði um það á einum tímapunkti hvort ég ætti að fara að vinna þar frekar en að fara í skóla. Fyrir mjög góðu kaupi á mælikvarða bænda, vaktavinna og alls ekki mjög erfið vinna. Svo þegar maður er farinn að skoða þessi karlmenn- skuhugtök og átta sig á því að drengir í dreifbýli eiga undir högg að sækja þá rifjast upp fyrir manni að það þótti alls ekki sjálfsagt að menn gengju mennta- veginn. Ég man eftir orðatiltækinu „há- skólagengnir hálfvitar“ sem var haft eftir roskinni konu í sveitinni. En ég fékk nú frekar mikinn stuðning til að fara í skóla heima hjá mér.“ Það hefði því ekki mátt muna miklu að þessi akademíski aktí- visti og jafnréttissinni hefði fetað aðrar brautir. 32 / 2. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.