Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 26

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 26
/ konur og húmor á því hvert hann vill fara með verkið og leikararnir því eins konar strengjabrúður í höndum hans. Femínístar hafa bent á að þessi vinnuaðferð, þar sem einn trónir á toppnum, sé vinnuaðferð karlmannsins. Þess vegna hafa femínistar reynt að þróa ýmsar aðrar leiðir sem hægt er að nýta við sköpun leiksýninga. Hefðin brotin upp Gréta María segir æfingaferlinu hjá kven- leikhópnum Garpi vera öðruvísi háttað en í hinu hefðbundna leikhúsi. „í kvenna- leikhópi ríkir lýðræði og allar hafa leyfi til að henda hugmyndum í pottinn. Þessu fylgir einnig jöfn dreifing ábyrgðar. Samkenndin í hópnum er rík og samstað- an mikil.“ Því til stuðnings segir hún að á æfingatímabilinu sé mikið rætt og prófað uns ákvarðanir séu teknar, efnið þrengt niður og handrit verður til. „Þetta er mjög skemmtilegur og frjór tími þar sem ýmis- legt er látið flakka, mikið hlegið og reynslu deilt. Þannig kynnumst við betur inn- byrðis semá mikilvægan þátt í að hrista hópinn sarnan og aftur skilar sér í sýn- ingunni.” Þegar skapandi ferlinu er lokið er hafist handa við að sviðsetja verkið. „Þá fer hver á sinn bás og sinnir því hlut- verki innan hópsins sem henni er ætlað.” Gréta bætir þó við að það séu auðvitað til dæmi um slíka vinnu i hinu hefðbundna leikhúsi en að algengast sé þó að hafist sé handa meðtilbúið handrit að vopni og menn vindi sér strax í sviðsetningu þess, hver á sínum listrænu forsendum sem leikstjóri, leikmynda-teiknari o.s.frv. vitni að sögu sem nær hápunkti. Sumir femínistar hafa líkt uppbygg- ingu hins hefðbundna leikhúss við sáð- fall - þegar hápunktinum er náð er sýn- ingunni lokið og tími til kominn að fara heim, á meðan femínískt leikhús inni- heldur marga og ólíka hápunkta og frek- ar hægt að líkja því við raðfullnægingar! Annað sem einkennir femínískt leik- hús, og auðvitað ýmsar aðrar tegund- ir tilraunaleikhúss, er að oft er ferlinu á æfingatímabilinu öðruvísi háttað. Æfingatímabil hins hefðbundna leikhúss hefst næstum án undantekninga á sam- lestri þar sem leikarar og leikstjóri setjast niður með fullklárað handrit og vinna sig út frá því í átt að sýningunni sjálfri, þ.e. textinn er útgangspunkturinn og upp- hafið. I þessu ferli er leikstjórinn efstur í valdastiganum, hann er nokkurs konar einvaldur sem hefur myndað sér skoðun Þessari frásagnaraðferð er ætlað að brjóta upp hið svokallaða textaleikhús og er því mjög viðeigandi þegar unnið er með fem- ínískt leikhús, þar sem hún stríðir gegn hinu hefðbundna leikhúsi þar sem áhorf- endur sitja oftar en ekki passívir og verða jflf þessum sökum hlytur maður að velta þvífyrir sér íwori þetta orð - kvennaleikhús - hafi hugsanlega glatað upprunalegri merkingu sinni, rétt eins og orðið femínisti verður hálfmerkingarlaust þegar úWarpsmaðurinn Ingvi Jlrcifh skilgreinir sig sem slíkan 26 / 2. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.