Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 15

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 15
» „Kvenmannslaus í kulda og trekki kúrir saga vor, konurnar voru þar alla vega ekki, þótt ekki dæju þær allar úr hor..." Þannig hljómar byrjun eins söngtextans á plötunni Áfram stelpur! sem kom út í kjölfar Kvennafrídagsins árið 1975 og naut mikilla vinsælda meðal kvenna sem voru að vakna til vitundar um stöðu sína. Húmorinn í textunum á þessari plötu varð mikið hreyfiafl í baráttunni og samskonar húmor einkenndi margt af því sem fram kom á þessum árum og framkallaði aukna meðvitund kvenna um stöðu sína og vakti baráttugleði. Það er nefnilega mikill galdur hvernig það að snúa út úr og gera grín að veruleikanum getur eflt minnihlutahópa til samstöðu. í þema þessa blaðs verður fjallað um notkun húmors á þennan hátt. Hugrún R. Hjaltadóttir, sem skrifaði MA ritgerð um bókina Bridget Jones, skýrir hvernig ástarsöguformið er þar nýtt til að vekja femínískar tilfinningar hjá lesendum. Við segjum frá fegurðarsamkeppni HIV smitaðra kvenna í Afríku sem er full af húmor og Kristín Eysteinsdóttir dramatúrg veltir fyrir sér hvað geri kvennaleikhús að femínísku leikhúsi en eitt megin einkenni femínísks leikhúss er einmitt notkun þess á húmor. „Ég lauk stúdentsprófi létt, lét mig varða jafnan rétt, í háskólanum las ég lög, við lógikina hvergi rög, en svo er ég kynntist Gumma, þá gall við þessi lumma: í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg, Signý.“ Þetta er annað dæmi um texta af Áfram stelpur. Að segja á þennan hátt frá örlögum lcvenna sem þurftu að hætta námi þegar þær giftust hafði miklu meiri áhrif á kynslóðina sem á hlustaði heldur cn pólitískar ræður. Listin býr yfir þeim mætti að segja á einfaldan hátt frá ein- liverju sem allir skilja, án nákvæmra út- skýringa. Á blómaskeiði annarrar bylgju femínismans var húmorinn óspart not- aður á þann hátt í bókmenntum, leik- list, tónlist og myndlist Vekjandi hlátur Mörg dæmi mætti nefna frá þessum tíma um beinskeyttan húmor sem birt- ist í listum og var samofinn kvennabar- áttunni án þess að tengslin væru bein. Eitt dæmi er leikritið Ertu nú ánægð, kerling? en margir söngtextar þess eru á fyrrgreindri plötu, Áfrarn stelp- ur. Fleiri leikrit fylgdu í kjölfarið, t.d. Saumastofan. Kvennahljómsveitirnar Grýlurnar og Dúkkulísurnar notuðu þennan húmor óspart þegar þær spurðu hvað væri svona merkilegt við það að vera karlmaður eða að þær vildu vera Pamella í Dallas. Mikið var gefið út af þýddum kvennabókmenntum sem höfðu slegið í gegn í öðrum löndum og vakið konur, t.d. Kvennaklósettið eftir Marilyn French sem er uppfull af vekj- andi húmor. Af svipuðu tagi er bókin Hvunndagshetjan - þrjár öruggar að- ferðir til að eignast óskilgetin börn, eftir Auði Haralds. Bókin kom út árið 1979 og var endurútgefin árið 2000. I eftir- mála þeirrar útgáfu segir höfundur að bókin hafi átt að vera barn síns tíma en ákvörðun um endurútgáfu hafi verið tekin vegna þess: „að þó að breyting- ar hafi orðið þá hafa ekki orðið nægar breytingar. Það hryggir mig, að það er hægt að endurútgefa hana.“ Þessi orð Auðar vísa til þess að til- gangur bókarinnar hafi verið að koma af stað breytingum. Bókin er þekkl fyrir mikinn húmor en með því að draga upp kómískar myndir af ríkjandi ástandi er von til að það breytist. Það gerist vænt- anlega með því að konur og karlar sem sjá líf sitt í þessu Ijósi vakni upp og geri eitthvað í málinu. Pfkusögur Nýjasta dæmi um notkun þessarar að- ferðar er leikritið Píkusögur. Að fjalla um viðkvæm mál eins og kynferðislega misnotkun og nauðganir á þann hátt sem gert er í Píkusögum er hin sanna list, en í leikritinu fá áhorfendur að hlæja innilega að sammannlegum til- finningum kvenna en finna um leið til djúprar samúðar með konum sem þurfa að líða fyrir kynferði sitt. Sjónvarpið sýndi nýlega heimildarmynd unt leik- ritið og höfund þess, Eve Ensler, sem stofnaði V-dagssamtökin í framhaldi af velgengni verksins. Það var stórkost- legt að sjá hvernig sýning á leikritinu gat vakið umræður og fengið konur af ólík- um menningaruppruna til að horfast í augu við líf sitt. Má þar nefna gamlar konur á Filippseyjum sem höfðu verið leikföng hermanna í síðari heimsstyrj- öld, þá börn að aldri; stúlkur í Afríku sem vilja ekki láta umskera sig; samfélag indíána í N-Ameríku þar sem karlmenn vöknuðu til vitundar um að það væri ekki eðlilegt að þeir beittu konur sínar ofbeldi, auk kvenna um allan hinn vest- ræna heim. vera / 2. tbl. / 2005 / 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.