Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 19

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 19
konur og húmor / í Botswana er í kringum 38% af íbúun- um Hiv-jákvæðir. Fáir hafa talað opin- berlega um sjúkdóminn og fordómarnir eru gríðarlegir. „Þess vegna er kvöldið í kvöld svo mikilvægt," útskýrir frum- kvöðullinn Kesego Basha. „Við viljum sýna að þrátt fyrir að þú sért Hiv-já- kvæð og þótt þú sért með alnærni ertu alveg eins og allir aðrir. Falleg, fram- sækin og sterk.“ Oft rnissir fólk í Botswana vinn- una þegar það segir samstarfsfólki sínu frá því að það sé Hiv-smitað. Þátttakendurnir í Miss Hiv Stigma Free hafa allar upplifað fordóma. Tracy Busang bjó með systur sinni þegar hún greindist jákvæð. Systirin neitaði að borða með henni og bannaði börnunum sínum að leika við börnin hennar. „Hún kemur ennþá fram við mig eins og ég sé með pestina,“ segir Tracy sorg- mædd. „Ég vona að hún komi í kvöld. Kannski fær hún þá aukinn skilning á Hiv og alnæmi. Þegar Cynthia var hætt komin og lá á gjörgæsludeildinni stal ein besta vinkona hennar dagbókinni hennar. í hana hafði hún skrifað um áfallið sem hún varð fyrir þegar hún greindist já- k kvæð. Vinkonan sagði öllum vinum og kunningjum frá því að Cynthia væri með alnæmi. Þegar hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu átti hún ekki lengur neina vini. Allir höfðu snúið við henni baki. En í dag er allt fyrirgefið. I dag ætla Cynthia, Tracy og hinar ellefu konurnar að standa í hinu gyllta sviðsljósi og segja frá baráttu sinni gegn sjúkdómnum og fordómunum. í dag á að krýna Hiv-drottningu Botswana „Þau kalla mig beinið,“ segir Elizabeth. Hún er sú sem ber sjúkdóminn sýni- legast, alveg hræðilega grönn. Daginn fyrir keppnina keypti hún sér hárkollu. Hennar eigið hár er krullað og flókið en í Botswana er vestrænt, slétt hár stöðu- tákn. Þegar hún mátaði hárkolluna sagði einhver: „Þú lítur út eins og Naomi Campbell." Hún brosti vandræðalega. Á leiðinni heim úr hárkollubúðinni stopp- aði hún og lét taka mynd af sér. Animale er ein af fatabúðunum sem styrkja lceppnina. Hér fá þær lánuð þau hversdagsföt sem þær ælta að vera í á sviðinu. Elizabeth prófar pils, blússur og kjóla. Öll fötin eru of stór. „Við eigum bara stór föt hér,“ segir afgreiðslukonan. „Þú ert of mjó.“ í DAG ÆTLA CYNTHIA, TRACY OG HINAR ELLEFU KONURNAR AÐ STANDA í HINU GYLLTA SVIÐSLJÓSI OG SEGJA FRÁ BARÁTTU SINNI GEGN SJÚKDÓMNUM OG FORDÓMUNUM Elizabeth klemmir saman varirnar og ákveður í flýti að taka bláa blússu og svartar buxur. „Oj, hvað þetta eru ljót föt,“ segir hún reið þegar hún fer út úr búðinni. Vinsæl tískubúð í verslunarmið- stöðinni Riverwalk sér konunum fyrir síðkjólum. Glitrandi og glaðlegir gala- kjólar eru tíndir frarn af áhugasamri afgreiðslukonu frá Úkraínu. Matlakala Baaname kippir til sín marglitum kjól. Á meðan hún mátar hann fyrir fram- an spegilinn prófar Neo Chitombo kjól eftir kjól og hristir hausinn. „Kjólarnir eru of stuttir,“ segir hún vonsvikin, „ég vil ekki að blettirnir sjáist.“ Augljósasta merkið sem alnæmið hefur sett á líkama þeirra eru blett- irnir. Lifrarblettir eða einhverskonar stærri fæðingarblettir, koma upp um nærveru vírusins. Margar taka alnærn- islyf. Vírusfjöldinn minnkar í blóð- inu og ónæmisfrumurnar verða fleiri. Blettirnir á húðinni verða samt eftir. Eins og skugginn af dauðanum í blóma lífsins. Neo velur að lokum kremlitaða buxnadragt með síðum ermum. „Beautiful,“ segir afgreiðslukonan hrifin. í kvöld á að glitra og glansa „Hvernig stillir maður endurtekningu á þessum spilara?“ Cynthia horfir spyrj- andi í kringum sig og spólar til baka á byrjun lagsins, í áttunda skiptið. „Red, Red Wine...” Raggítónarnir óma í tóma, lokaða fundaherberginu á þriðju hæð hótelsins. Konurnar ganga í röð, æfa snúninga og uppstillingar á ímynduðu sviði. Þær óvönu snúa sér oftar en ekki í vitlausa átt og fara hálf- partinn hjá sér. Ungfrú Botswana er viðstödd og hjálpar til: „Áfram stelpur, ná augn- sambandi og brosa! Gleymið ekki að þetta er skemmtilegt. Og svo geriði t- snúning." í heimi þar sem æskudýrkun er sjálf- sagður hlutur, þar sem á að lifa hratt og endalaust, er hægfara dauði tabú. Kröfurnar sem gerðar eru til þátttak- enda Miss Hiv Stigma Free eru að þær geti talað um smit sitt opinberlega og séu virkar í stuðningshópi fyrir Hiv-já- kvæða. „Positive Living,“ er endurtekið eins og mantra. Sjáðu möguleikana í stað hindrananna. Tracy segir frá því að hún gefi tveggja ára dóttur sinni ennþá brjóst. „Ég vil ekki að nágrannarnir fari að slúðra. Ef ég gæfi henni ekki brjóst mundu þau segja: „Hún er örugglega með alnæmi, þess vegna gefur hún ekki brjóst.“ Hingað til hefur dóttir mín fengið neikvæða niður- stöðu á prófunum þannig að ég hef ekki smitað hana. En nú ætla ég að hætta.“ Margar af þátttakendum Miss Hiv hafa ekki talað opinberlega um smit sitt áður. 1 kvöld á að glitra og glansa. Hrífa fólk með styrk sínum og þori, sýna að lífið í skugga dauðans skíni líka. Yfir rúminu hennar Cynthiu hangir stórt plakat: „Masterbate!“ stendur þar og sýnir mynd af manni með báðar hendur undir sænginni. „Við eigum ekki að stunda óvarið kynlíf, það er betra að fróa sér!“ segir Cynthia og hlær hátt svo það sést vel að hana vantar margar tennur. Læknirinn hennar var búinn að gefast upp, niður- stöður rannsókna sýndu bara átta t- frumur (frísk manneskja á að hafa mörg þúsund) og hún lá á gjörgæslunni. „Ég er krafatverk," segir hún og bros- ir. „Ég vil sýna að það er hægt að lifa af þó rnaður hafi verið jafn veik og ég var. Það er minn drifkraftur.“ Ungfrú Botswana tekur „Red, red wine“ af fóninum og setur í staðinn aðra tónlist. „Sýnið ykkur,“ segir hún. „Kastið kossum til áhorfenda!“ Annah Ramotsise er búin að setja á sig hárkollu. Rauði kjóllinn er fleginn og hún æfir t-snúningana á hótelganginum sem ungfrú Botswana kenndi henni. Cynthia kenrur aftur af hárgreiðslu- stofunni. Hún þekkist varla aftur með fléttað hár og laust tagl. „Öskubuska,“ vera / 2. tbl. / 2005 / 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.