Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 45

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 45
athafnakonan / drengurinn fór frá mér. En við erum i ágætu sambandi og hann kemur alltaf i heimsókn annað sLagið." Ertu ennþá með efnataugina? „Nei, ég er hætt því en þetta var mjög skemmtiLegt og Lærdómsríkt. Mér finnst alLtaf dáLítið fyndið að maður sem kom oft að gera við mjóLkurhúsið þegar ég var með kýrnar hitti mig einu sinni og spurði hvernig mér fyndist að vera orðin kapita- Listi í Borgarnesi. Ég hafði varLa gert mér grein fyrir því að ég væri orðin kapítaListi i Borgarnesi og hef orðið eitthvað undir- furðuLeg við þá spurningu." En segðu aðeins frá rekstrinum hér á Indriðastöðum. „Þegar ég keypti Svein út ákvað ég fljótLega að hætta með kindurnar en við höfðum hætt með kýrnar ári áður. Ég Lét kindurnar um haustið og fór smám saman út í ferðaþjónustu. Ég hafði Leigt sumarbú- staðaLóðir og hugsaói mér að fara meira út i það og fjármagna kaupin á jörðinni með þvi. Ég viLdi gjarnan hafa vinnu hér heima þó að þetta hafi kannski verið gert af fulLmikL- um hraða. Síðan er ég búin að Láta skipu- Leggja 80 -90 Lóðir en jörðin er alLs um 11 hundruó hektarar frá fjaLLi tiL fjöru. Ég leigi út sex sumarbústaói með öLlum þægindum, svo erum við með aðstöðu í hLöóunni tiL að taka á móti hópum. Ég rek fjórhjóLaLeigu ásamt ferðaskrifstofunni Eskimos og vió erum aLltaf að bæta við okkur. Þaó nýjasta er kLifurveggur á súrheysturninum sem mér sýnist að ætLi að gera mikLa Lukku. Ég er að stiLa inn á afþreyingu því það er svo mikið af sumarbústöðum hérna í daLnum. Og svo erum við með hestaLeigu." Ertu hestamanneskja? „Nei, ég get ekki sagt þaó. Ég héLt það einu sinni en Lífið er nú ekkert nema tómur misskiLningur. Ég hef ekki farið á hestbak sióan í byrjun júLí 1978, fór í fýlu og hef ekki farið á hestbak siðan, samt tel ég mig nú ekki vera Langrækna. Ég var nýbúin að eiga barn og var með mjóLk í brjóstun- um. Þegar hesturinn fór á stökk greip ég um brjóstin og missti jafnvægið og datt af baki. Ég ákvað þá að þarna væri mínum hestamannsferli Lokið." Hvenær fékkstu áhuga á stjórnmálum? „Þaó bara kviknaði Ljós á himni þegar barst hingað boð um að stofna ætti Kvennalista á Vesturlandi og við storm- uðum nokkrar vinkonur á stofnfundinn. Þetta hentaði mér afskapLega veL, ég hef aLLtaf verið mikiLL jafnréttissinni. Ég man að ég hugsaði fyrst um þau máL þegar ég var 12-13 ára í sveit því maðurinn sem ÉG VILDI HAFA TEKJJUR ÓHÁÐAR BÚINU, ÞAÐ VAR LIÐUR í MÍNU SJÁLFSTÆÐI. FYRST TÓK ÉG KRAKKA BARA Á SUMRIN EN ÞAÐ ÞRÓAÐIST í AÐ ÉG FÓR AÐ TAKA FYRIR FÉLAGSMÁLASTOFNUN OG ÞÁí ÁRSDVÖL ég var hjá gegndi mörgum ábyrgóarstöð- um og ég gat alLs ekki skiLið af hverju konan gerði það ekki frekar af því hún var bæði mikLu flinkari og mikLu dugLegri. Og þegar KvennaListinn bauð fram í kjördæm- inu varð ég hreint og beint óð, þetta var svo skemmtiLegt. Ég kynntist svo góðum konum úr kjördæminu sem ég hefði aLdrei kynnst annars. Við vorum svo heppnar að Danfríður Skarphéðinsdóttir gaf kost á sér í fyrsta skipti sem við buðum fram. Ég var kosningastjóri á VesturLandi og við vorum voða stoLtar að koma henni inn á þing og hún stóð sig veL. Ég var aLdrei á framboðs- Lista en ég var í nefndastörfum og starf- aöi heiLmikið og teL mig hafa verið góða í því. Danfríður var i eitt kjörtímabiL, bauð sig síðan fram aftur en komst ekki inn og í þriðja skiptið var Hansína B. Einarsdóttir í fyrsta sæti. Þrátt fyrir að koma ekki inn fuLLtrúa aftur héLdum við starfinu áfram og gerðum margt skemmtiLegt. TiL dæmis í kringum Sumardaginn fyrsta, þá sett- um við fræ í poka og sendum á öLL heim- iLi í kjördæminu og einhverja speki með. Ég var á móti því að Kvennalistinn gengi í SamfyLkinguna þegar hann var Lagður niður, viLdi heLdur að hver og ein gerði það sem henni sýndist." Ertu eitthvað að berjast í jafnréttis- málum núna? „Auðvitað er þetta mér aLLtaf ofarLega í huga, ég sé aLLs staðar hviLíkt óréttlæti þetta er og hvernig konur komast mikLu minna áfram. Og mér finnst aLveg ótrúLega Lítið hafa áunnist, það sést 1 stjórnunar- stöðum í fyrirtækjum og eins í því að heim- iLishaLdið skuli ennþá hvíLa mest á konum. Og að menn skuLi leyfa sér að spyrja konur þegar verið er að ráða í stöður hvort þær ætLi að eiga fLeiri börn." Hefurðu tekið þátt i sveitarstjórnarmál- um í Skorradalnum? „Já, við tókum okkur saman nokkur hér og stofnuðum RassvasaListann, því við viLdum breytingar og þá aðaLLega í sam- bandi við skipuLagsmáL og sameiningarmáL. HLutirnir gerast bara svo hægt, það upp- götvar maður á gamaLs aLdri. Eins og núna í þessu sameiningarferLi og þegar verið er að taLa um AndakíLsskóLa á Hvanneyri finnst mér fóLk segja nákvæmLega það sama og var verið að segja fyrir 25 árum. En ég er mikiLL sameiningarsinni." En hafið þið ekki einmitt verið á móti því hér i Skorradalnum? „Jú, það hafa verið deiLdar meining- ar um það hérna og gárungarnir kalLa mig nú fúLa á móti. En mér finnst svona Lítil sveitarféLög hreinLega ekki eiga rétt á sér og það sem margir teLja kosti teL ég vera gaLLa. Eins og þetta návígi, fóLk Leitar enn siður réttar síns, t.d. ef það á í fjárhagsLeg- um erfiðLeikum, er meó fötLun eða fötLuð börn, eða bara ef eitthvað kemur upp á. Þá bankar maður ekkert upp á hjá næsta nágr- anna tiL að Leita réttar síns. Ég hef ekki séð að maður njóti góðs af þessari smæð, nema síður sé." Hvernig verður framtiðin á Indriðastöðum? Ég er komin meó heimasíðu http:// www.indridastadir.is þar sem finna má alLar uppLýsingar um ferðaþjónustuna hér. Ég er búin að láta teikna golfvöLL og eins stendur tiL að gera tjaLdstæðin hentugri. Svo Lang- ar mig að fá minigoLf og trambóLín. Ég hef margar hugmyndir og mér er sagt að ég stundi viðskipti eins og karLmaóur. Það er sem sagt margt í bígerð og ekki ástæða tiL annars en horfa björtum augum til framtíð- arinnar." vera / 2. tbl. / 2005 / 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.