Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 56

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 56
Drake eftir breska kvikmyndagerðarmanninn Mike Leigh og mynd Svíans Lukas Moodysson Með tómarúm í hjartanu voru sýndar á kvikmyndahátíð sem er nýlokið. Þær eiga það sameiginlegt aó taka á viókvæmum málefnum þó nálgunin sé ólík. Lukas Moodysson er einn mesti femínisti samtímans. Hann sýndi baráttu lesbískra unglingsstúlkna fyrir tilveru sinni í fyrstu myndinni, Árans Ámál, (Fucking Ámál) konu í ofbeldissambandi í Saman (Tillsammans) og fjallaói um mansal í Lilyu 4-ever. Og nú er það útlitsdýrkun og klám sem verður honum að umfjöllunarefni í nýjustu myndinni Tómarúm í hjarta mínu (Ett hál i mitt hjárta). Mike Leigh gerir einnig að þessu sinni mynd um konu, reyndar fjölda kvenna, því Vera Drake er samnefnari kvenna sem hjálpuóu fátækum og örvæntingarfullum stúlkum að framkvæma fósturmissi í Bretlandi um miója síðustu öld. * TÓMARÚM í HJARTA MÍNU Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Lars von Trier sagði einu sinni að kvikmynd ætti að vera eins og steinn í skón- um. Óþægileg. Minnir að hann hafi sagt þetta löngu áður en hann gerði Myrkradansarann. Ef myndirnar hans eru eins og steinn i skónum er nýjasta mynd Lukas Moodysson, Tóm i hjartanu (Ett hál i mitt hjárta) meira eins og að vera með grjóthnullung i skónum. Maður horfir inn í afkima mannlifsflórunnar, afkima sem fæstir vilja vita af. Neðsta lag mannlegr- artilveru, ömurleika og örvæntingarfulla vanlíóan fjögurra manneskja. Miðaó við lýsingar um allan heim á myndinni bjóst ég við hinu versta. En þó myndin sé afar óþægileg verð ég samt að segja að miðað við efnisþráðinn, fólk sem er að búa til klámmyndir sem jafnvel innihalda ofbeldi og úrgangsblæti, er Moodysson ansi klár að velja sjónarhorn sem sýna ekki alLt, en gera manni fullkomlega grein fyrir hvað er í gangi. Hljóðmyndin gerir Líka sitt. Sögupersónur eru aðeins fjórar og í þau örfáu skipti sem annað fólk sést eru andlit þeirra máð út. Sama má segja um öll vörumerki, hann Leggur móðu yfir þau Lika. Persónurnar fjórar eru feðgar og ungt par, vinafóLk föðurins. Feðgarnir búa í lit- iLli, skítugri íbúðarhoLu. Pabbinn er drykk- feLldur og þunglyndur og nítján ára sonur- inn Lokar sig inni í herberginu sínu, svart- kLæddur og föLur, spáir í Líffræói, hegðun ánamaðka og tiLveruna í ýmsum formum. Ljóðrænar uppgötvanir hans um Lífið á jöróinni minntu mig á frásagnir af sköpun heimsins í Opinberunarbókinni, ekki síst þegar hann taLar um heim Lifvera í LitLum hverum á hafsbotni. Mamman dáin í bíLsLysi mörgum árum fyrr. í örvæntingarfuLLri Leit að betra Lífi fer pabbinn að búa tiL klám- myndir. Hann þráir að sonurinn beri virð- ingu fyrir sér og skiLur ekki að framferði hans aLlt vekur honum viðbjóð. Eftir því sem Líður á myndina skilur maður að þetta fólk á sérvarLa viðreisnar von, öðrum þræði finnst manni það heimskt og það fer í taug- arnar á manni en svo koma líka stundir sem maður vorkennir þeim enda kemur smátt og smátt í Ljós að fortíðin, misnotkun og fLei- ra, hefur sett á þau spor. Samt er eina pers- ónan sem maður fær einlæga samúð með sonurinn, sem eLst upp við eins vonLausar aðstæður og mögulegt er. Minnir á vídeólistaverk Sjónrænt er myndin mjög sérstök. Minnti mig oft meira á vídeógjörninga sem ég hef séó á listasöfnum en kvikmynd. Ég sé ekki betur en Moodysson sé að prófa þaó form sem hingað tiL hefur fyrst og fremst verið notað í vídeóList og stuttmyndum. Prófa að búa tiL kvikmynd í fuLlri Lengd sem not- ast við freLsi sem Lengi hefur tíðkast þar. Myndin er stúdía um mannLegt eðLi og leik- stjórinn fer um víðan vöLL án þess að fyLgja HoLLywood forminu að myndin þurfi að hafa sjáanLega framvindu, rísa á einhverjum ákveðnum punkti nokkru fyrir Lokin sem síðan Leiðir að niðurstöðu. Þegar myndin hófst fékk ég strax á tiL- finninguna að ég væri að horfa á vídeó- list. TrufLanir komu í hLjóó og mynd, svartir rammar inn á miLLi, hröð kLipping með ör- stuttum bútum. ELektrónísk tónList og Leik- ið með Liti og form. Lukas Moodysson kLipp- ir líka inn í myndina upptöku frá uppskurði, frekar ógeðslegar myndir, sem styðja frá- sögnina af stúLkunni. Myndin fylgir ekki því formi sem við erum vön aó neinu leyti. Engin heiLdstæð frásögn heLdur skyggnst inn í hugarheim fjögurra manneskja. Fólki getur Leiðst myndin eða fundist hún ógeðs- Leg, ekkert athugavert við það. SjáLfri Leið mér ekki veL á tímabili. En það er langt í frá að Lukas Moodysson viti ekki hvað hann er að gera eða hafi ekki vandað sig Netið fær líka sinn skerf, enda karlarnir meðvitaðir um að þó að fólki finnist þeir vera að gera eitthvað rangt með því að búa til klámmynd, þá séu þeir bara að svara eftirspurn. Klámið sé stærst á netinu. Og varla geti það verið slæmt sem meirihlutinn vill 56 / 2. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.