Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 23

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 23
konur og húmor / Svava og Jelinek í Þjóðleikhúsinu Nú þegar kona gegnir í fyrsta sinn em- bætti þjóðleikhússtjóra er forvitnilegt að vita hvort stefna hennar sé að leggja rneiri áherslu á kvennaleikhús en verið hefur. Samkvæmt Hlín Agnarsdóttur leiklistarráðunaut Þjóðleikhússins er ekki beinlínis hægt að fullyrða að í verk- efnavalinu verði lögð mun nieiri áhersla á kvennaleikhús en verið hefur. Hins vegar segir hún það áhugavert að leik- húsið ætlar að taka til sýninga verk eftir Nóbelsverðlaunahafann 2004, Elfriede Jelinek sem heitir Das Wer eða Virkjunin og að einnig sé verið að vinna handrit að leiksýningu sem byggt er á nokkrum sér- völdum smásögum Svövu Jakobsdóttur. Hlín bætir því við að konur séu drama- túrgar og leikstjórar í fleiri sýningum Þjóðleikhússins en áður, m.a. í sýningu á verki Jelinek, og að tvær konur verði á föstum leikstjórasamningi næsta vetur. „Það er stefna leikhússins að velja verk og listamenn af báðum kynjurn og miða það val við hæfni hvers og eins. Það er því ekki hægt að segja að leikhúsið leggi í verkefnavali næsta árs sérstaka áherslu á verk eftir konur en auðvitað er það ánægjulegt að jafn frábærir höfundar og Svava og Jelinek verði á dagskrá. Um aðra höfunda kvenkyns er ekki hægt að upp- lýsa að svo stöddu þar sem verkefnaval leikhússins hefur ekki enn verið kynnt opinberlega,” segir Hlín enn fremur. Að fjalla um söguna á eigin forsendum Til að geta rætt um kvennaleikhús, merkingu þess og mikilvægi, verðum við reyna að skilgreina það. Gréta María Bergsdóttir dranratúrg og einn af með- limum kvenleikhópsins Garps hefur sterka skoðun á málefninu. Hún skil- greinir kvennaleikhús sem leikhús sem er búið til af konum fyrir konur og legg- ur áherslu á að það sé pólitískt leikhús og tæki fyrir konur til að fjalla um sög- una á eigin forsendum. „Þar er leikritun kvenna mik- ilvægust að mínu mati og nauðs- ynlegt að hvetja kvenhöfunda til dáða því þó að úrvinnsla og upp- setning kvenna á leikverkum eftir karla sé oft fersk og spennandi má ekki gleyma því að verkið sjálft, efni, persónusköpun, tungu- mál o.s.frv., er grunnur sýningarinnar og því höfuðatriði að sá grunnur komi jafnt frá konurn sem og körlum.” Hún bætir því við að levennaleikhús sé mjög frjótt og djarft. „Það sem hefur gerst í kvennaleikhúsi á síðustu áratugum er leikur að hinu hefðbundna leikhúsformi og oft hafa verið gerðar djarfar tilraun- ir þar sem formið er brotið upp. Þetta hefur veitt fersku blóði inn í leikhúsið,” segir Gréta. María Kristjánsdóttir leikstjóri og stjórnandi útvarpsleikhússins til marg- ra ára, segir að fyrir sér sé kvennaleik- hús leikhús þar sem horft er á heiminn frá sjónarhóli kvenna - „því konur horfa öðruvísi en karlar.” Að hennar mati er kvennaleikhúsið mikilvægt fyrir alla þjóðina. „Það er mikilvægt að sjónarmið og draumar kvenna eigi jafn greiða leið að þjóðinni og sjónarmið og draumar karla. Við erum helmingur þjóðarinnar, eða er ekki svo?” bætir hún við. Kvennaleikhús er ekki endilega femím'skt Eins og Þorgerður Einarsdóttir lektor í kynjafræði við Háskóla íslands hefur bent á er nauðsynlegt að gera greinar- mun á kvennaaðgerð og femínískri að- gerð. „Við höfum fullt af kvennaaðgerð- um ogkvennahræringum sem þurfa ekki endilega að vera femínískar. Femínísk aðgerð þarf í mínum huga að vera með- vituð og gagnrýnin. Hún þarf að vera meðvituð um kynjuð valdatengsl og hún þarf að miða að leiðréttingu óréttlætis. Hún þarf að hafa lneyfiafl þannig að hún nái að ýta við samtímanum, og til þess þarf hún að vera læs á merkingar- heim samtímans. Aðgerð sem staðfestir eða ítrekar ríkjandi gildismat fremur en að ögra því, er ekki femínísk.” Sent dæini 1 dag era ýmsar sýningarflokkaðar sem kvennaleikhús einfaldlega vegna þess ad höfundar þeirra eru konur og verkið fjallar um reynsluheim kvenna en engu að síður getum mð ekki litiðfram hjá þm að undirtexti sýninganna er oftar en ekki andfemínískur vera / 2. tbl. / 2005 / 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.