Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 48

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 48
/ femínískt up.peldi / Guðrún Margrét Guðmundsdóttir 6rfegurð móðgun? » í vetur lenti ég í rökræðum við unglingsdætur mínar tvær og vinkonu annarrar þeirra við kvöldverðarborðið og tapaði. Rökræðurnar snerust um valið á ungfrú og herra 8., 9. og 10. bekkur Hagaskóla sem fara átti fram á árshátíð skólans nokkrum dögum síðar. Ég hélt því fram að það væri móðgandi fyrir stelpur að láta troða upp á sig slíkum titli og sagði þeim sanna dæmisögu máli mínu til stuðnings. Sagan átti sér stað í Reykjavík fyrir um það bilfimmtíu árum þegar móðir vinkonu minn- ar hreppti titilinn ungfrú Austurbæjarskóli á skóLabaLLi, en í stað þess að gleðjast upp- lifði hún atburðinn sem hina mestu skömm. Hún hafði víst aldrei minnst á atvikið fyrr en upp um hana komst mörgum áratugum síðar. Þá var dóttir hennar að taka til uppi á háalofti ömmu sinnar og rakst á silfurbik- ar í aumu ástandi. Amman fékkst tiL að rifja upp kvöldið góða þegar reynt var að eyði- leggja bikarinn. Hin nýkrýnda hafði komið Engin getur gert að því að vera valin Stelpurnar voru mér alls ekki sammála, þvert á móti, þær þrættu og rökræddu um hinarýmsu hliðar yfirvofandi kosninga. Þær sögóu að í fyrsta lagi gæti engin að því gert aó vera valin, í öóru lagi væru strák- ar í sömu sporum og því tengdist keppn- in á engan hátt kvenfrelsisbaráttunni, og i þriðja Lagi væri það varLa móðgandi að fá viðurkenningu fyrir að vera sæt og/eða vinsæl. Ég reyndi eftir bestu getu að haLda Eg var einfaldlega langþreytt á endalausu útlitssnobbi samfélagsins. Það virðist ekki nóg að konum sé drekkt í skilaboðum um að þær eigi að hafa verulegar áhyggjur af útlitinu heldur þarf skólinn líka að leggja sitt af mörkum af baLLinu, í miklu uppnámi, hent bikarnum í góLfið, stappað á honum og rokið upp í herbergió sitt. Ömmunni hafði með naum- indum tekist að bjarga gripnum, sem nú var Loksins fundinn. Þegar vinkona mín innti móður sína eftir útskýringum á meðferð bikarsins sagðist hún ekki hafa kært sig um að vera dæmd eftir útliti, hvað þá án þess að hafa sóst á nokkurn hátt eftir því. Ég lauk sögunni með þvi að segja að ölL feg- urðarflokkun væri Lítilsvirðing við konur og taLdi málið þar með afgreitt. uppi vörnum en fann svo hvernig haLLa tók undan fæti. Ég heyrði sjálfa mig t.d. hreyta út úr mér aó gagnrýnisLeysi þeirra kæmi ekkert á óvart. Þær tiLheyrðu jú menn- ingu samtímans, stútfuLLri af útLitsdýrkun, popptívímenningu og hugmyndum um að hægt sé að keppa í ölLu undir sólinni, (sbr. ógrynni veruLeikasjónvarpsefnis). Á meðan sá ég útundan mér að steLpurnar glottu hver til annarrar og ég tók tiL við að vaska upp af meiri ofsa en venjulega. Síðan þá hef ég margsinnis velt fyrir mér hvernig tveimur 15 ára og einni þrettán tókst að jarða mig í rökræðum þetta kvöLd. Ég varð að viðurkenna að stigsmunur væri á því að skrá sig í fegurðarsamkeppni ótil- neydd og vera vaLin úr hópi árgangsins án þess að hafa neitt um það að segja. Einnig átti ég bágt með að færa kynjamisréttisrök fyrir máLi minu í Ljósi þess að vaLið stóð um bæði kynin. Ég gat heLdur ekki neitað þvi að það er ósköp gaman að fá stundum hrós þegar kona Lítur veL út. Meira að segja skólinn... Eftir mikLa umhugsun heLd ég að ég viti um hvað pirringurinn umræddi snerist þetta kvöld. Ég var einfaldlega Langþreytt á endaLausu útlitssnobbi samfélagsins. Það virðist ekki nóg að konum sé drekkt í skiLa- boðum um að þær eigi að hafa veruLegar áhyggjur af útlitinu heLdur þarf skóLinn Líka að leggja sitt af mörkum - sá eini staður sem ég taLdi aðra hæfiLeika en útlit skipta máLi. Þó að strákar geti nú oróið fegurð- arprinsar skóLans efast ég um að það sé skref í jafnréttisátt. Mig grunar einna heLst að það sé aðferð nútímans tiL að fela þá þætti sem konur eru grimmilega metnar út frá. (Ég hef a.m.k. aLdrei séð aLþingiskarLa á módeLmyndum í dagblöðum, eða karLa i atvinnuLífinu Liggja fáklædda í eggjandi steLLingum, sbr. Tímarit MorgunbLaðsins fyrir nokkru). Nei! þrátt fyrir vaLið á herra HagaskóLa hefur fátt breyst í þessum efnum í nútímanum. Ég Legg tiL aó við nútímakonur á öLLum aLdri vendum okkar kvæði í kross og tökum ungfrú AusturbæjarskóLa 1955, eða þar um biL, okkur til fyrirmyndar; móðgumst yfir útLitshrósi og spörkum öLLum bikurum og kórónum út í hafsauga. Með því móti næðum við að öLlum tíkindum fram tang- þráðu og raunverutegu jafnræði kynjanna. 48 / 2. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.