Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 29

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 29
að utan / Gompers er Læknir. Hún kom til Portúgals vorið 2004 í því skyni að reyna að hind- ra að portúgalskar konur hljóti sömu örlög og hin 37 ára gamla kona. En Gomperts fékk aldrei tækifæri til að hjáLpa konum i PortúgaL. í staðinn stendur hún í máLa- ferLum við stjórnvöLd um réttinn tiL þess að Leggja að bryggju á sérstökum báti - sem gengur nú undir nafninu „fóstureyðinga- báturinn". Fóstureyðing á hafi úti Fóstureyðingabáturinn er ekki bátur i orðs- ins fyLlstu merkingu. Þetta er gámur sem hefur verið breytt í fuLLbúna Læknastofu með kvennabekk. Þær kalLa sig Women on Waves og fyrirbærið er rekið af Rebeccu Gomperts. Þegar þær eru búnar að safna nægum peningum Leigja þær bát og Leggja úr höfn. Hingað tiL hafa þær farið þrjár ferðir. Fyrst fóru þær tiL írLands, næst tiL PóLLands og nú síðast tiL PortúgaL. Bátarnir sem þær leigja eru holLenskir. Þegar þeir Leggja að bryggju geta konur sem viLja fara i fóstureyðingu komið um borð og síðan er sigLt út á aLþjóóLegt hafsvæði þar sem aðgerð fer fram. Þá eru þær LagaLega séð í HoLLandi og heyra undir hoLLenska fóstur- eyðingaLöggjöf. Umkringd herskipum Þær fengu Leyfi tiL að koma að bryggju á írlandi og í PólLandi. Þar biðu fjölmiðLar og uppákomur frá fyLgjendum og andstæðing- um fóstureyðinga. Þetta voru mikiLvægir atburðir í báðum Löndunum, vöktu umræð- ur um fóstureyðingar og von um að Lögum fáist breytt í frjáLsLyndari átt. En þegar báturinn ætLaði að Leggjast að bryggju fyrir ári síðan í PortúgaL var þeim neitað. Þær voru umkringdar herskipum dagana sem þær Lágu við ströndina. Þær kærðu þetta tiL hoLLensku stjórnarinnar sem var sammála þeim um að þetta stríddi gegn aLþjóðaLögum en vildi samt ekki þrýsta á portúgöLsk yfirvöld. Það fylgir sögunni að á þessum tíma var kristinn jafnaðarmanna- flokkur við vöLd í HoLLandi. Vegna vandræóanna í PortúgaL þorði Rebecca ekki aó taka áhættuna og fara meó bát tit Buenos Aires. Hún gæti Lent í svipuðu þar. Þær eru nú í samningaviðræð- um við yfirvöld þar í landi tiL að tryggja, áður en Lagt er af stað, að þær komist á Leiðarenda. Morðingjar - það er það sem þið eruð Við hittum hoLLensku konuna sem stjórnar „fóstureyðingabátnum" í Buenos Aires í SJÖTTU HVERJA MÍNÚTU DEYR KONA VEGNA ÓÖRUGGRA FÓSTUREYÐINGA. 25% ÍBÚA HEIMSINS BÚA í LANDI ÞAR SEM FÓSTUREYÐING ER ÓLÖGLEG OG OFTAST REFSIVERÐ. 61% BÚA í LÖNDUM ÞAR SEM FÓSTUREYÐING ER MEIR OG MINNA AÐGENGILEG Argentínu, nánar tiLtekið i menningarsetr- inu Centri cultural de San Martin. SjáLf til- heyri ég fyrstu kynslóð kvenna sem hefur notið þess alLt sitt fulLorðna og frjósama Líf að hafa sjáLfsákvörðunarrétt tiL fóstur- eyðinga. Þetta eru réttindi sem ég set ekki spurningarmerki við og get ekki ímyndað mér hvernig þetta ætti aó vera öðruvísi. Með þetta sjónarmið í huga fer ég á fund sem ég held að verði venjuLegur umræðu- fundur um fóstureyðingar. Þegar ég náLg- ast menningarsetrið sé ég mannfjölda með myndavéLar og hóp einkenniskLæddra Lög- regLumanna. Á leiðinni upp á aðra hæð þar sem fundurinn á að fara fram heyrast hróp og köLL. Þegar ég kem upp tröppurnar mæti ég hópi af fóLki sem vaggar fram og aftur á móti járnhring af óeinkenniskLæddum Lögg- um sem standa og varna fóLkinu inngöngu. EKKI NÓG MEÐ AÐ ÞÆR DEYI, ÞÆR DEYJA SÁRSAUKAFULLUM, LJÓTUM OG ÓHUGGULEGUM DAUÐDAGA „Asesina, asesina" (morðingi, morð- ingi) kaLLar fóLkið og reynir að komast í gegn. Við hLiðina standa nokkrir ungir fem- ínistar sem kalLa á móti í takt: „Asasinos, asesinos, asesinos son ustedes, Los que mueren son mujeres", (morðingjarnir eru þið, það eru konur sem deyja). Þær skýLa sér bak við dagblöð til varnar myndavéLun- um. „Ég missi vinnuna ef upp kemst að ég hafi verið hér," segir ein mér. „HeLdur þú að þú sért Guó?" kaLLa hinir strangtrúuðu kaþóLikkar. Ég verð að koma mér í skjóL til að Lenda ekki i handaLögmáLum þegar þeir ráðast tiL atlögu þegar einn af Leiðtogum hópsins SjáLfsákvörðunarréttur og frelsi (autodeterminacion y Libertad) kemur fram. Ein manneskja Lendir á sjúkrahúsi. Sjaldan hef ég fundið fyrir eins mikLu botnlausu hatri gegn öLLu sem ég stend fyrir eins og frá þessu strangtrúaða, ka- þólska fóLki í Buenos Aires. Það hefur mikil áhrif á mig að gera mér grein fyrir að þeirra skoðanir eru ráðandi í Argentínu. Alvarlegar sýkingar Fóstureyðing er enn óLögLeg í Argentínu og einungis Leyfð ef móðirin er i Lífshættu eða hefur orðið fyrir nauógun. TaLið er að um 500.000 fóstureyóingar séu gerðar á ári hverju í Argentínu. Margar konur hljóta sömu örLög og hin 37 ára gamLa kona sem Rebecca sagði frá í sjónvarpinu í PortúgaL. Konur deyja ekki einungis í ilLa útfærðum aðgerðum, þær sem Lifa af óhreinindi og hættuLegar aðferðir, sem eru kannski fram- kvæmdar af ófagLærðu fóLki eða fóLki sem hugsar bara um gróðann, geta orðið fyrir skaða og sársauka sem varir aLLt lífið. Við þekkjum sögur um konur sem hafa feng- ið sár á móðurlífið í aðgerðinni og fengið alvarLega sýkingu i kviðinn. SLíkar sýkingar valda í besta falLi „bara" ófrjósemi og krón- ískum verkjum. Þegar verst lætur deyja þær en stundum missa þær móðurlifið og eggja- stokkana og þurfa að fá saurpoka. „Ekki nóg með að þær deyi, þær deyja sársauka- fuLLum, Ljótum og óhugguLegum dauðdaga," sagði einn kvenLæknirinn frá Buenos Aires á fundinum. Þegar þær koma Loksins til Læknis eru þær komnar með svo mikLa sýkingu að Líkaminn hefur gefist upp og bLóðrásin er hætt að virka, þær verða guLar, þeim blæð- ir úr öLlum skilningarvitum og þær deyja í mikLum sársauka. Þetta eru aðstæður sem maður sér aLdrei á sjúkrahúsum í Noregi. Þýtt úr norska femínistatímaritinu Fett, 1/2005, www.fett.no vera / 2. tbl. / 2005 / 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.