Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 17
konur og húmor / Með því að snúa svona út úr megrunarferlinu og gera það hlægilegt verður það um leið hallærislegt og þess vegna ekki til eftirbreytni fyrir lesandann. einhleypu fólki að vera einhleypt í friði. Annað dæmi um óvenjulega atburða- rás í ástarsögu eru lýsingar Bridgetar á „fegrunaraðgerðum" sínum. Hún vill vera fyrirmyndarkona - grönn, vel snyrt, gengur vel á vinnumarkaði og á kærasta (ef ekki eiginmann). Við höfum ekki hugmynd um hvernig hún lítur út því henni hefur ekki verið lýst. Það eina sem við vitum er hvað hún er þung en hún fylgist grannt með þróun mála þar. Við vitum hins vegar að hún hefur mikið fyrir því að temja útlit sitt til þess að lýkjast betur fyrirmyndarkonunni: „MIÐNÆTTI. Úff. Aiveg útkeyrð. Það er varla heilbrigt að æfa sig fyrir stefnumót eins og ráðningarviðtal? ... Síðan ég fór úr vinnunni er ég næstum búin að kafna og fara í bakinu í eróbikktíma; auk þess er ég búin að skrapa beran skrokkinn á mér i sjö minútur með hörðum bursta, taka tiL í íbúðinni, fylla isskápinn, plokka á mér auga- brýrnar, fletta blöóunum og bókinni Hið fullkomna kynlif, setja i þvottavél og vaxa ^ lappirnar á mér sjáLf þvi það var of seint að panta tima. Lá fyrir rest á fjórum fótum á handkLæði að baksa við að rífa koifastan vaxbút aftan af káLfanum á mér um Leið og ég horfði á Kastljós til þess að geta snarað fram áhugaverðum skoðunum á einhverju. Mér er illt í bakinu, er með dúndrandi haus- verk, lappirnar á mér eru eldrauðar, útatað- ar í vaxklessum. Viturt fólk myndi segja að DaníeL ætti að elska mig eins og ég er, en ég er barn Cosmopolitan menningarinnar, sködduð af glæsifyrirsætum og alltof mörgum persónu- leikaprófum og veit þess vegna að hvorki persónuleiki minn né líkami stenst nokkuð af þessu ef ekkert er að gert. Ég þoLi ekki þetta álag. Ég ætla að aflýsa stefnumótinu og éta kleinuhringi í kvöLd í gamaLLi peysu með eggjablettum." Þessar fegrunaraðgerðir koma sí- endurtekið fyrir í bókinni og varpa ljósi á allan þann pening og tíma sem við konur eyðum í að verða konur. Aftur er ♦ hið eðlilega dregið í efa með útúrsnún- ingi á hinu hefðbundna. Bridget þekk- ir hina hefðbundnu kvenímynd og vill uppfylla hana. Hún leggur sig alla fram og í gegnum lýsinguna erum við minnt- ar á að kvenleikinn er ekki náttúrulegt og áreynslulaust fyrirbæri heldur eitt- hvað sent kostar blóð, svita og tár. Allar konur eiga að vera í megrun Megrunarárátta Bridegtar er eitthvað sem fór voðalega í taugarnar á mér þegar ég las bólcina fyrst. Hún byrj- ar hverja færslu á að skrá þyngd sína og hitaeiningar sem hún hefur innbyrt yfir daginn ásamt tilfallandi hlutum, svo sem sígarettum, áfengum drykkjum og öðrum óþverra. En þó að hún fylg- ist svo vel með þyngd sinni þá er þessi megrunarárátta rneira til komin vegna þess að allar konur eiga að vera í megr- un, frekar en að hún sé í raunverulegri megrun. Hún lýgur að vini sínum um hversu margar hitaeiningar hún borðar á dag, hún kann svo marga mismun- andi megrunarmatseðla að hún getur alltaf komið því sem hana langar í inn í megrunina og finnst ekkert að því að víkja frá henni ef hana langar í súkku- laðiköku í morgunmat. Hún talar mikið um að fara að kaupa sér kort í ræktinni en virðist aldrei komast alla leið þangað. Þrátt fyrir þessa furðulegu rnegrun nær hún loks kjörþyngd sinni. En það er ekki eins fínt og hún ímyndaði sér. Þegar hún mætir mjó og fín í svörtum, þröngum kjól tekur enginn eftir því hvað hún er mjó og falleg heldur halda allir að hún sé fárveik. Bridegt áttar sig þá á því að þyngd og fegruð eru ekki endilega sam- hangandi og er alveg niður sín: Nú er ég algjörlega tóm og rugiuð - eins og mottu hafi verið kippt undan fótum minum. Átján ár sem hafa snúist um hitaeiningar og stærðfræðiútreikninga byggða á fitu og brennslu. í átján ár hef ég keypt síðar blússur og víðar peysur og bakkað úr augsýn bólfélaga til þess að fela feitan rassinn á mér. MilLjónir af ostakök- um og tíramisú tertusneiðum, billjónir af Emmenthaler ostsneiðum skildar eftir óétn- ar. Átján ára barátta, fórnir og viðleitni - allt til einskis? Átján ár og árangurinn er „dauf og guggin". Mér Liður eins og vísinda- manni sem kemst að raun um að Lífsstarf hans var byggt á alvarLegum mistökum frá upphafi." (BIs. 91). Framvindu megrunar hennar er ekki hægt að sjá öðruvísi en sem kaldhæðna þróun. Bridget er búin að vera svo lengi að ná takmarki sínu og svo loks þegar það næst kemsl hún að raun um að það var ekkert svo eftirsóknarvert eftir allt saman. Eftir að hún gerir sér grein fyrirþví hættir hún samt ekki að fylgjast með þyngd sinni eða velta fyrir sér hversu margar hita- einingar eru í matnum sem hún borðar. Með því að snúa svona út úr megrunar- ferlinu og gera það hlægilegt verður það um leið hallærislegt og þess vegna ekki til eftirbreytni fyrir lesandann. Að brjóta niður gildandi norm En bókin er fyrst og fremst ástarsaga og viðheldur þannig hinum hefðbundnu normum samfélagsins, sérstaklega hvað varðar hina gagnkynhneigðu ást. Mér finnst hins vegar að normin séu staðfest ögn breytt. Höfundurinn gagnrýnir hefðbundnar hugmyndir um skyld- una að vera í ástarsambandi, fegurð- arímyndina og megrunarskylduna sem fylgir henni. Hún nær að notfæra sér veikleika hefðbundinna norma og snúa út úr þeim með kaldhæðni sem fær les- andann til að hlæja og gera þau þannig óaðlaðandi. Hér er ekki boðið upp á nýja aðferð til að öðlast kvenleika eða komið með einhverja lausn en sagan brýtur niður gildandi norm og gefur okkur von um eitthvað annað og öðruvísi. Sagan af Bridget er ekki ástarsaga fyrir femínista heldur femínismi mat- reiddur ofan í ástarsögulesendur. Ég held að það sé aðal ástæðan fyrir því að margir femínistar sjá ekki femínisman í sögunni. En það sem ég tel að skipti meira máli er að hér fá konur sem annars hafa ekki áhuga á femínisma hann beint í æð á heimavelli. Þær átta sig kannski ekki á því að þetta sé femínimsi en þær hlæja að útúrsnúningunum og ég vona að hláturinn nái undir yfirborðið, alla- vega í smá stund, og skilji eitthvað eftir sig. Útúrsnúningur í bók eins og þessari gefur önnur tækifæri til breytinga en pólitísk barátta á opinberum vettvangi en ég tel þessi atriði jafn mikilvæg til að ná frarn þeim breytingum sem ég læt mig dreyrna urn. I lokin vil ég taka fram að lítið af þessari gagnrýni sem hér er fjallað um rataði inn í bíómyndina um Bridegt Jones en myndin er þrátt fyrir það skemmtileg afþreying. Greinin byggir á magisterritgerð Hugrúnar við Háskólann í Lundi. Hún heitir Bridget Jones’s Diary and the subversion of the romance og er að- gengileg á slóðinni http://theses.lub. lu.se/undergrad/ vera / 2. tbl. / 2005 / 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.