Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 43

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 43
Bára Magnúsdóttir / (1946-2005) FORSÍÐUR BLAÐANNA EKKI LAGÐAR UNDIR ANDLÁTSFREGNINA - ÚTFÖRIN EKKI í BEINNI ÚTSENDINGU Andrea Dworkin var einn af mannréttindaleiðtogum Bandaríkjanna. Hún átti sér draum eins og Martin Luther King og var jafn herská og hötuð og Malcolm X. Draumur hennar var um sólarhrings vopnahlé þar sem engum yrði nauðgað. Hún vildi að jafnréttissinnaðir karlar hétu því aö binda endi á nauðganir og sagði aó þaö væri furðulegt að aldrei væri talaö um aö nauðgunum yrði að linna. Þeir sem hötuðu hana eru þeir sem fremja, styðja og græða á ofbeldi karla gegn konum. Hún elskaði mannkynið og fannst það eiga betra skilið en núverandi ástand. Hún var gífurlega áhrifamikil í kvennabar- áttunni og margt af því sem okkur finnst sjálfsagt í dag er henni að þakka. Það var hún sem vakti athygli á heimilisofbeldi, nauðgunum innan hjónabands og tenging- um kláms og kynferðisofbeldis. Hún var sú fyrsta sem sagði að konur yrðu fyrir ofbeldi eingöngu fyrir þær sakir að vera konur. Sjálf hafði hún gengið í gegnum mis- notkun í æsku, nauðgun, vændi og heimil- isofbeldi. Hún skrifaði fjölda bóka þar sem hún sýndi fram á að klám og ofbeldi gegn konum leiðir til ójafnréttis og að allt sé það samtvinnað. Samvinna hennar og Catharine MacKinnon Lagaprófessors í máLi Lindu LoveLace vegna kLámmyndarinnar Deep Throat (sem Linda var neydd tiL að taka þátt i) Leiddi til þess að tekin var i giLdi regLugerð í MinneapoLis og Indianapolis árið 1983 sem skiLgreindi kLám sem mann- réttindabrot gegn konum. í framhaLdinu gátu konur kært framLeiðendur og dreifiað- ila kLámefnis. RegLugerðin var síðar felLd úr giLdi. Barátta hennar gegn kLámi olLi því að hún var hötuð meira en nokkur önnur. Klámiðnaðurinn barðist gegn henni af aL- efLi og naut Liðsinnis bandarískra fjöLmiðLa sem áratugum saman níddu niður persónu hennar og hæddu hana á alLa Lund. Atján ára gömul var hún handtekin fyrir að mótmæla Víetnamstriðinu og var Látin sæta sadískri Líkamsskoðun í kvennafang- eLsi. Frásögn hennar vakti heimsathygLi. í framhaLdinu var fangeLsinu Lokað en þetta var upphafið á ferli Andreu Dworkin sem baráttukonu. ALLa tíð síðan helgaði hún sig baráttunni fyrir öryggi kvenna. Hún Leit svo á að nauðgun, heimiLisofbeLdi, kLám og vændi væru brot gegn mannréttindum kvenna. Hún barðist af öLLu afLi gegn kven- hatri. Hún gekk í fylkingarbrjósti og í skjóLi hennar töLta aðrir hófsamari feministar. ALlar eigum við henni mikið að þakka. Sjá nánar: http://www.nostatusquo.com/ ACLU/dworkin http://en.wikipedia.org/wiki/Andrea_ Dworkin Það var hún sem vakti athygli á heimilisofbeldi, nauðgunum innan hjónabands og tengingum kláms og kynferðisofbeldis. Hún var sú fyrsta sem sagði að konur yrðu fyrir ofbeldi eingöngu fyrir þær sakir að vera konur vera / 2. tbl. / 2005 / 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.