Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 24
um þetta nefnir Þorgerður mæðra- styrksnefnd. „Mæðrastyrksnefnd er t.d. ekki femínísk samkvæmt þessu og ekki heldur saumaklúbbar landsins, nema e.t.v. í undantekningatilvikum." Af sömu sökum gerist það oft að orðið kvennaleikhús er notað yfir sýn- ingar sem hafa ekkert með kvenfrelsi að gera, sýningar sem jafnvel gera lítið úr konum. Þar af leiðandi er engu að síður mikilvægt að gera greinarmun á hugtökunum kvennaleikhús og femín- ískt leikhús, því þó að femínískt leikhús sé kvennaleikhús þá er alls ekki allt kvennaleikhús femínískt leikhús. Hugtakið kvennaleikhús er nefnilega afar vítt hugtak og getur átt við um ansi margt. Það getur átt við um leikhús sem er búið til af konum, það getur átt við um leikhús sem fjallar um konur og það getur átt við um leikhús sem höfðar til kvenna, en gleymum því ekki að það er á engan hátt bundið því að taka afstöðu í einu eða neinu sem viðkemur konum eða kvenfrelsi. I kvennaleikhópi ríkir lyðrœði og allar hcifa leyfi til að henda hugmyndum í pottinn. Þessufylgir einnigjöfn dreifing ábyrgðar. Samkenndin í hópnum er rík og samstaðan mikil Vissulega hefur verið mikil fjölgun á svokölluðum kvennaleikritum upp á síðkastið en til þess að meta hvort leið- in hefur legið upp á við verðum við að greina og túlka inntak sýninganna. I dag eru ýmsar sýningar flokkaðar sem kvennaleikhús einfaldlega vegna þess að höfundar þeirra eru konur og verkið fjallar um reynsluheim kvenna en engu að síður getum við ekki litið fram hjá því að undirtexti sýninganna er oftar en ekki andfemínískur; stærstu vandamál kvenpersóna þessara verka eru oft út- litslegs eðlis, söguhetjan er stórkostlega misheppnuð af því hún er of feit, enginn vill elska feita konu, enginn vill sofa hjá henni og þar sem það er það hræðileg- asta sem kona getur lent í þá fer hún í milljón megrunarkúra. Hvers konar skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Okkur er vafalítið ætlað að draga þann lærdóm að hræði- legasta hlutskipti í heimi sé að vera feit kona, að lykillinn að hamingjunni sé að vera mjó. Af sömu ástæðum væri um kvennaleikhús að ræða ef kvenna- leikhópur tæki sig til og gerði Ieikgerð úr hinni klisjukenndu bók Konur eru frá Venus og Karlar eru frá Mars, þrátt fyrir að sýningin myndi vafalítið ganga út á að viðhalda þeirri tvíhyggju að konur séu mjúkar og karlmenn harðir, að konur stjórnist af tilfinningum og karlar af skynsemi, að karlmenn vilji kynlíf en konur ást, o.s.frv. Þrátt fyrir þennan boðskap væri um kvennaleik- hús að ræða svo lengi sem sýningin væri búin til af konum með konur í huga sem markhóp. Af þessum sökum hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort þetta orð - kvennaleikhús - hafi hugsanlega glatað upprunalegri merkingu sinni, rétt eins og orðið femínisti vérður hálf- merkingarlaust þegar útvarpsmaðurinn Ingvi Hrafn skilgreinir sig sem slíkan. Að brjóta upp merkingu hlutanna „Að sjálfsögðu hefur allt breyst,“ segir María Kristjánsdóttir, „margt til hins betra, annað til hins verra. Sýn karla hefur alltaf verið ríkjandi í leik- húsinu, konur hafa einungis af og til getað brotist þar í gegn með sína sýn. Kvenleikstjórar voru á ákveðnum tíma sterkt afl í íslensku leikhúsi en kvenleik- hópar hafa aldrei verið til í sama mæli og í dag og það eru á ýmsan hátt frjálsari og djarfari konur sem nú eru að glíma við að korna sinni sýn að en þegar ég byrjaði. En á hinn bóginn er umhverfi okkar ekki eins leikhúsvænt og það var, afþreying og sölumennska eru lykilorð- in og því erfitt að fjalla af alvöru um það sem skiptir okkur manneskjurnar raun- verulegu máli. Meðal annars það hvern- ig við konur losurn okkur undan valdi karla á orðræðu og fagurfræði.“ Gréta María bendir á að íslensk kvenleikritun hafi verið afar fátækleg allt til 1970 og að þá hefðu fá verk eftir konur ratað á svið atvinnuleikhúsanna, eða aðeins þrjú. Kvenréttindahreyfingin varð kvenleikskáldum hvatning og þeim fjölgaði svo um munaði á stuttum tíma. Verkin fjölluðu að mestu leyti um stöðu konunnar og spegluðu þá réttinda- 24 / 2. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.