Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 41

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 41
Harpa K. Gísladóttir / ER STAÐALÍMYND KONUNNAR TÆKI SAMFELAGSINS TIL AÐ HALDA HENNI NIÐRI Á MEÐVITAÐAN OG ÓMEÐVITAÐAN HÁTT? Undanfarna áratugi hafa gífurlegar breytingar átt sér stað í hinu vestræna samfélagi og óhætt er að segja að meðal mikilvægustu breytinganna séu breytt hlutverk og staða kynjanna, og þá sérstaklega konunnar Ekki er ýkja langt síðan svo til eina hlutverk konunnar var að ala önn fyrir börnum og búi. Þær störfuðu þannig innan heimilisins en höfðu í raun engu hlutverki að gegna utan þess. Þar af leiðandi var stjórn og uppbygging samfélagsins nær eingöngu í höndum karla sem óhjákvæmilega leiddi til þess að samfélagið og valdastöður innan þess voru þróaðar af körlum og fyrir karla. Hins vegar gerðist það í byrjun 20. aldar að konur fóru að kveða sér hljóðs. Þær byrjuðu að berjast fyrir réttindum sínum og smám saman fór þessi barátta að bera ávöxt, meðal annars fengu konur kosningarétt og aukið frelsi til menntunar I dag eru konur orðnar menntaðri en karlar og þær eru jafnmargar þeim á vinnumarkaðinum, loksins er jafnréttinu náð! ...eða hvað? Nei, því miður er það hreint ekki svo. Nóg er að skoða hverjir verma valdastólana i samfélaginu til að sjá að enn erum við langt frá takmarkinu. Launamunur kynj- anna segir einnig allt sem segja þarf. En af hverju er þetta svona? Konur eru komn- ar með réttindin og þekkinguna. Við erum jafnvel komnar með jafnréttisLög sem eiga að tryggja rétt okkar á vinnumarkaðinum. Hvað er það þá sem stendur i veginum fyrir því aó jafnrétti náist? Hér á eftir mun ég færa rök fyrir því að staóalímynd konunnar, sú ímynd sem sam- félagið hefur komið sér saman um að standi fyrir hina dæmigerðu konu, sé sökudólgur- inn. Þvi það hefur sýnt sig aó staðalimynd- ir kynjanna hafa þróast ótrúlega Lítið, nóg er að skoða ímyndir kynjanna í barnabók- um og á mæðra- og feðradagskortum. Þá kemur berlega í Ljós að hefðbundin ímynd kynjanna er mjög ihaldssöm og í engu sam- ræmi við hin raunverulegu hlutverk sem þau spila í samfélaginu í dag. En hver ætli sé ástæðan fyrir því að staðalímyndirnar þróast ekki i samræmi við breytt hlutverk kynjanna? Og af hverju skiptir það máli? Félagslegir þættir sem viðhalda staðalímyndunum - Inni á heimilunum Svarið gæti að hluta til legið í þvi að kann- ski er ekki alls kostar rétt að tala um að hlutverk konunnar hafi breyst, eðlilegra væri að halda því fram að hlutverkin séu orðin fleiri. Því að á meðan staóa konunn- ar á vinnumarkaóinum hefur breyst gífur- Lega mikiö á undanförnum áratugum hefur staóa hennar innan heimiLisins ekki breyst að sama skapi. Hún er enn að sinna störfum hinnar umhyggjusömu eiginkonu og sér að mestu leyti um heimilisstörfin og uppetdi barnanna. Þannig virðast hlutverkin í pers- ónuiegum samskiptum kynjanna, t.d. innan hjónabands, hafa haLdist nokkuð stöð- ug þrátt fyrir breytt hLutverk utan heim- iLisins. NýLega var gerð rannsókn á konum sem hafa komist í vaLdastöóur og þar kemur meðal annars fram að þær konur sem vinna mikið eru mun líklegri tii að finna tiL sekt- arkenndar gagnvart heimiLinu og makanum en karLar sem vinna mikið. Þetta bendir til að konur Líta enn á heimiLisstörfin sem sína ábyrgð. Annað sem kom fram var að mörgum konum fannst óþægilegt að vera fremri eiginmanni sinum í vinnu, sem dæmi Leið þeim ekki veL með að hafa hærri tekjur eða vera i vaLdameiri stöðu en þeir. Þarna koma berlega í Ljós áhrif hinna viðteknu staðalímynda. Því staðaLímynd, sem sam- kvæmt skiLgreiningu feLur i sér aLhæfðar hugmyndir um hóp fóLks þar sem aLLir ein- stakLingar hópsins eru taldir búa yfir sömu eiginLeikum, feLur einnig í sér forskrift að dæmigerðri hegðun eða vióeigandi hegðun einstakLings innan tiLtekins hóps. Þannig er kona sem tekur vinnu fram yfir tiLtekt heima hjá sér aimennt ekki taLin hegða sér eins og sönn kona, hún er jafnveL taLin karLaleg. Staðalimyndirnar eru þannig í eðLi sinu til þess falLnar að viðhaLda sjálf- um sér með því að stýra hegðun sem aftur styrkir staðaLímyndirnar. Það er nefniLega staðreynd að fólki finnst almennt erfitt að hegða sér i ósamræmi við það sem taLin er vióeigandi hegðun hópsins og það sem meira er virðist þessi viðeigandi hegðun hópsins eiga stóran þátt í að móta viðhorf, skoðanir og jafnveL smekk fóLks. Annað sem hefur vakið athygLi er að framakonur eru mun LíkLegri tiL að vera ein- hleypar en framakarlar. Þetta gæti bent vera / 2. tbl. / 2005 / 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.