Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 47

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 47
>> Það var fyrir 35 árum, 1. maí 1970, að auglýsing heyrðist i útvarpi allra landsmanna: „Konur í rauðum sokkum! Komið í 1. maí gönguna." Að baki aðgerðunum stóðu konur sem höfðu hist skömmu áður og ákveðið að nota verkalýðsdaginn til að kanna áhuga íslenskra kvenna á að gera eitthvað. Þær vissu að það ríkti óánægja meðal kvenna í þjóðfélaginu. Það höfðu þær fundið þegar þær fóru að tala hver við aðra og aðrar konur eftir að fréttir höfðu borist frá Danmörku af konum í rauðum sokkum sem voru með uppsteyt. Gangan 1. maí 1970 er talin marka upphaf að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar sem hafði mikil áhrif á alla umræðu í þjóðfélaginu næstu árin. í göngunni báru konurnar risastóra styttu af Venusi sem Messíana Tómasdóttir hafði gert fyrir sýningu Herranætur á Lýsiströtu þá um veturinn. Yfir þvera bumbuna var strengdur borði sem á stóð: Manneskja - ekki markaðsvara. Af öðrum slagorðum í göngunni má nefna: Vaknaðu kona! og Kona! Nýttu mannréttindi þín. í þessari göngu var gefinn tónninn fyrir þá vitund- arvakningu sem fylgdi i kjölfarið. Að sjálf- sögðu voru alfar konurnar í göngunni i rauðum sokkum. Hvað eru „rauðsokkar"? í Morgunblaðinu 30. maí 1970 birtist grein eftir Helgu Sigurjónsdóttur, eina af stofn- endum Rauðsokkahreyfingarinnar. Þar segir hún að margir hafi ekki skilið tilganginn með göngunni og hún vilji því kynna hreyf- inguna. í greininni segir m.a.: „Rauðu sokkarnir eru tákn sem konur víða um lönd nota til að vekja athygli á réttindabaráttu sinni. Hreyfing þessi mun vera hvað öflugust í Bandaríkjunum og einnig t.d. í Bretlandi og Danmörku. í Bandaríkjunum hafa konur gripið til nokk- uð róttækra aðgerða í þessum efnum. Þær hafa mótmælt sýningum á kvenfólki, öðru nafni feguróarsamkeppnum." Síðar í greinninni segir Helga: „Ganga okkar 1. maí var fyrst og fremst hugsuð sem hvatning og uppörvun fyrir konur, allar konur á ísLandi, ungar og gamlar og þó sér- staklega ungu stúlkurnar sem nú þurfa að taka ákvörðun um framtíð sína. Enn þann dag í dag hugsa margar stúLk- ur sér að gera hjónaband að sinu ævistarfi. Þeim finnst oft þægilegt að geta varpað öllum áhyggjum og erfiði sem stöðuvali og Langri skóLagöngu fyLgir yfir á karlþjóð- ina. ALLir þekkja söguna um ungu stúLkuna sem hættir snemma í skóLa, vinnur í búð, á skrifstofu eða í banka (í Lægsta Launa- flokki) í nokkur ár, giftir sig síðan, eignast börn og heimili og aLlt sem því fylgir. En tómleikanum sem oftast grípur þessa ungu konu að nokkrum árum Liðnum er ekki svo mjög á loft haLdið. Hún er aLin upp í þeirri trú aó innan veggja heimiLisins fái hún aLLri sinni starfsorku fuLLnægt og þar fái heim- iLishaLdið aLLan hennar tima, þykir sjáLfsagt að hún setjist við að sauma og prjóna því að annars konar tómstundaiðja er fágæt meðal kvenna. Sé hún ekki ánægð með þetta, fær hún sektarkennd, henni finnst hún vera ófulLkomin og óeðLiLeg eða jafn- veL vanþakkLát. Hún reynir að bæLa niður þessa óánægju sína og afleióingin verður Sé hún ekki ánægð með þetta, fær hún sektarkennd, henni finnst hún vera ófullkomin og óeðlileg eða jafnvel vanþakklát taugaveikLun. í stuttu máli: Konur, sem eru heLmingur mannkyns, eru fæddar inn í eina og sömu stétt." Vaknaðu kona! í Lok greinarinnar segir: „ÞjóðféLagið hLýt- ur að breytast, þannig að féLagsLeg aðstoð aukist. Leikskólar þurfa að verða eins aL- gengir og barnaskóLar. Þá gætu bæði hjón- in unnið úti, og þá gjarnan háLfan vinnu- dag hvort um sig, og skipt síðan með sér störfum á heimiLinu. Þá yrðu feður líka annaó og meira en fjáröfLunartæki, heLdur fengju þeir að taka virkari þátt í göfugasta stafi sem um getur, þ.e. uppeLdi og um- önnun barna sinna, og ég efast ekki um að bæði börnin og feðurnir yrðu ánægð með þá skipan máLa. Vaknaðu kona, var letrað á spjöLd okkar 1. maí. Það eru sannarLega orð í tíma töLuð. Konur á ísLandi virðast sofa Þyrnirósarsvefni en nú er hann orðinn nógu langur og máL er að vakna ."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.