Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 33

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 33
aðalviðtal / Verkefnin voru meðal annars uppfærsia á götuleikhúsi, ^TM^jTGTfljffíSJCTjJ Og hugleiðingarfyrir gesti og gangandi sem var varpað á veggi bókasafnsins. ÞARNA SÁINGÓLFUR HVERNIG JIcÆGT VflTfJÉ) M)TgIJemmis- mann sem lifandi greiningaraðferð OG HAFA ÁHRIF Á SAMFÉLAGIÐ Ingólfur hefur lengi tekið þátt í ýrnis- konar aktívisma þar sem hann hefur beitt sér fyrir málefnum sem varða mennt- akerfið, kynjajafnrétti og umhverfis- vernd. Þessa löngun til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt rekur hann meðal annars til ára sinna í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann var einn af fyrstu nemendunum við nýstofnaða félagsfræðideild. Deildin var enn í mótun og nemendurnir höfðu vissulega áhrif á þróunina. „Maður komst að- eins á bragðið með að geta haft áhrif.“ Þegar Ingólfur hóf nám í sagnfræði við Háskóla íslands tók hann líka þátt í að móta hana með því að stofna og sitja í námsnefnd. Ingólfur staldrar við hér og skoðar þessa yfirlýsingu gagnrýnum augum: „Eða að minnsta kosti fannst okkur við hafa áhrif. Það er kannski það sem skiptir máli þegar maður er nem- andi, að ntaður fái að hafa áhrif og finn- ist vera eitthvert gagn af því. Að manni finnist rnaður geta eitthvað urn nám sitt ráðið.“ Róttækni og femínismi Ingólfur rifjar upp að Menntaskólinn á Akureyri var mjög róttækur á þeim tíma sem hann var þar í námi. Hann sá hluti í samfélaginu sem honum fannst ekki réttir og tók mikinn þátt í alls- konar stúdentapólitík, auk þess sem hann vann með „miklu, miklu róttækari hópum“ sem voru kallaðir marx-lenín- istar og surnir nefndu maóista. Þetta var allt nýtt og spennandi og mikil gerjun í gangi og vilji til að gera eitthvað rót- tækt. Það var í þessu umhverfi sem hann fór að hugsa um kvennabaráttuna. Hann segir að rnargir karlar, og reyndar konur líka, úr þessari hreyfingu „hafi orðið mjög þöglir en dyggir stuðnings- menn kvennaframboðsins 1982 og 1983 og fundist þarna vera eitthvað róttækt að gerast.“ Það voru ýmsir flokkar sem höfðu myndast úr þessurn hreyfingum en ekki komist jafn kyrfilega á koppinn. Þarna sáu menn virkilega róttæka hreyf- ingu í krafti kvenna. Það var síðan þegar Ingólfur fór í doktorsnám í menntunarfræðum í Wisconsinháskóla í Madison í Banda- ríkjunum að hann kynntist akademísk- um femínisma. Hann hafði lært sagn- fræði við Háskóla íslands þar sem hann tók bæði BA og kandídatspróf og var kominn inn í menntamálin með áhuga á sögu og breytingum í hugmyndafræði menntamála. Honurn fannst þó eitt- hvað vanta og fannst sagnfræðin hér ekki gefa nógu mikla kenningarlega sýn á þá þróun og þær breytingar sem höfðu átt sér stað í menntakerfinu. Þar vill Ingólfur meina að marxistinn í sér hafi komið til skjalanna og kallað á þessa kenningarlegu sýn. Eftir röð tilviljana var hann kominn vestur urn haf árið 1987 og sestur á skólabekk. Við Wisconsinháskóla komst Ingólfur í kynni við margskonar róttæka nálgun á fræðin og þá ekki síst póst-strúkt- úralískan femínisma. „Ég hafði orðið mér úti um aðalprófessor áður en ég fór út, Thomas Popkewitz, sem hafði m.a. unnið með íslenskum fræði- mönnum út frá sjónarhorni Foucaults.“ Ingólfur rekur síðan feril sinn sem ein- hverskonar aktívista í gegnum námið í tímum hjá róttækum, femínískum prófessorum og þá sérstaklega í kennslu Elizabeth Ellsworth. Hún er prófessor í myndbandafræðum og kennir meðal annars táknfræði og greiningu efnis. I kennslunni hjá henni var lögð áhersla á beitingu fræðanna til breytinga í samfé- laginu. Til að mynda tók Ingólfur þátt í námskeiði hjá henni þar sem markmiðið var að bæta samskipti kynþátta með því að búa til and-rasískar kennslufræði- nálganir. Námskeiðið var lagt upp í samræmi við áætlun um bætt samskipti á milli kynþátta við skólann, svokallaða Madisonáætlun. Áhrifa námskeiðsins gætti þó víðar þar sem auk þessa var farið í ýmis verkefni víða um bæinn. Verkefnin voru meðal annars uppfærsla á götuleikhúsi, blaðagreinaskrif og hug- leiðingar fyrir gesti og gangandi sem var varpað á veggi bókasafnsins. Þarna sá Ingólfur hvernig hægt var að nota femínismann sem lifandi greiningarað- ferð og hafa áhrif á samfélagið og það er greinilegt að hann hefur tileinkað sér það að reyna að ná út til samfélagsins. Til vitnis um það eru öll blaðaskrifin hans og heimasíða þar sem hann hefur safnað saman hugleiðingum sínum um hin ýmsu málefni sem hafa brunnið á honum. í þessum fræðurn fann Ingólfur Iíka þá sjálfsgagnrýni sem virðist vera honum svo töm. Hann vitnar í eina af grunn- spurningum femínískrar kennslufræði urn hvort að hægt sé að kenna fólki lýð- ræði með and-lýðræðislegum aðferðum. Ingólfur segir frá grein Ellsworth þar sem hún gagnrýndi hina svo kölluðu frelsunar-uppeldisfræði og rakti hvernig hún hefði alls ekki virkað frelsandi á sig heldur einmitt öfugt. Hún hefði fundið hvernig hún hefði orðið sarnsek í ögun- inni. Með andófi getur andófsmanneskj- an styrlct hina ráðandi aðila þrátt fyrir að hafa ætlað sér eitthvað allt annað. „Þessi póst-strúktúralíska sýn gerir það rnjög takmarkað hverju maður getur í raun og veru breytt en hún er alltaf að leita að glufum.“ Ingólfur leggur hér mikla áherslu á að þeir sem vilji breyta hlutunum þurfi að leita að og gera sér grein fyrir eigin takmörkunum en hann bætir síðan við: „Maður verður samt að gera eitthvað, þrátt fyrir að maður sé ef til vill með heilmikla galla. Þeir gera kannski ekki svo ntikið til ef þú ert meðvitaður um þá og getur gert eitthvert gagn.“ Ingólfur fann á meðan á dvöl hans í Wisconsin stóð að jarðvegurinn fyrir vera / 2. tbl. / 2005 / 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.