Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 42

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 42
/ staðalímyndir til að staóa konunnar innan sambands og utan þess sé i mun minna samræmi heldur en gerist meðal karla. Fórnfúsa eiginkonan á heimilinu og yfirmaðurinn á vinnustaó eru kannski hLutverk sem samræmast ilLa. Ennfremur hefur hjónabandió reynst körL- um til framdráttar í vinnu en hins vegar virðist þaó vinna gegn konum. Önnur skýr- ing gæti Legið í því að karLmönnum sé á einhvern hátt ógnað af konum sem eiga veLgengni að fagna, mörgum finnst sLíkar konur hreinLega vera að ryðjast inn á þeirra yfirráóasvæði. Staðan er þvi sú að á vissan hátt virðast margar konur þurfa að velja á milLi þessara óLiku hLutverka og bara það er nóg tiL að halda sumum konum „í skefj- um". Þetta er gott dæmi um hvernig stað- aLimyndin hefur áhrif á athafnir fóLks sem síðan viðhetdur staðaLímyndinni. - Á vinnumarkaðinum Hins vegar er því ekki að neita að þótt konur séu orðnar virkar á vinnumarkaðinum eru þær langan veg frá því aó standa jafn- fætis karLmönnum á þeim vettvangi. Þær eru enn í mikLum minnihluta þegar kemur að stjórnunar- og ábyrgðarstöóum og störf þeirra eru taLin mun verðminni en störf karlmanna, sem sést best á gríðarLegum launamuni milLi kynjanna. Launamunur er bæði áberandi þegar borin eru saman sam- svarandi störf konu og karls en hann er enn meiri þegar borin eru saman hin svoköLLuðu kvennastörf og karLastörf. Flver er skýring- in á þessu? Sumir haLda því fram að konur sæki ekki í ábyrgðarstöðurnar þvi þær hafi engan áhuga á þeim. Aðrir staðhæfa að konur hafi einfaLdLega ekki þá stjórnunarhæfileika sem nauðsynlegir eru fyrir sLíkar stöður. Staðreyndin er hins vegar sú að konur sækja ekki síður en karLar í ábyrgðar- og yfirmanns- stöðurnar. Þær eru bara mun siður ráðnar í þessar stöður og er veróugt aó veLta fyrir sér hvernig stendur á því. Launamunurinn er eitt sterkasta tækið til að viðhalda misrétti miLli kynj- anna og til aó skiLja hann er mikiLvægt að skoða þá féLagsLegu þætti sem gætu haft áhrif á verðmætamat á störfum kynjanna. Astæðan gæti að miklu leyti Legið i því hverjir mótuðu samféLagið og byggðu það upp. Eins og áður hefur komið fram voru karlar rikjandi á vinnumarkaðinum þangað til nýLega. SamféLag sem er mótaó af körl- um er einnig mótað fyrir karLa og mótunin hlýturað hafa áhrif á þróun verðmætamats. Hugmyndakerfi kvenna er óLíkt hugmynda- kerfi karla sem hafa verið í hinum ráðandi hópi samfélagsins. Þessi óLiku hugmynd- akerfi hafa mótast af óLíkum bakgrunni '&órnfúsa eiginkonan á heimilinu og yfirmaðurinn á \nnnustað eru kannski hluWerk sem samrœmast illa. Snnfremur hefur hjónabandið reynst körlum tilframdráttar í pinnu en hins pegar pirðist það pinna gegn konum kynjanna, þ.e óLíkum hLutverkum og þar af Leiðandi ólíku verðmætamati og áhersLum. Sú staðreynd að hugmyndakerfi kynjanna eru svo óLik getur haft þau áhrif að tungu- máL og aðferðir kynjanna þróast í óLíkar áttir. Þetta getur orðið tiL þess að konur eiga erfitt með aó komast áfram á vinnu- markaðinum því þeirra aðferðir samræmast iLLa þeim aðferðum sem hinn ráðandi hópur samféLagsins, þ.e. karLar, hafa mótað. Þetta getur einnig skýrt hvers vegna störf kvenna eru metin minna en störf karLa. Stundum er sagt í gamni, en þó nokkurri aLvöru, aó konur sem komast í vaLdastöður breytist í karLa og ef það er skoðað út frá þessari hugmynd um karlmótaðan vinnu- markað er þess konar taL kannski ekki svo vitLaust. Það er staðreynd að sumar konur sem komast Langt á vinnumarkaðinum kom- ast þangað með þeim aðferðum sem karLar hafa komið sér upp. Það má þó ekki gLeyma þvi að það er ekki gefið að þessar aðferð- ir séu endilega bestar og því er mikiLvægt að þegar konur komast áfram sé það á for- sendum kvenna og með aóferðum kvenna. Á þann hátt geta aðferðirnar þróast og auðvitaó er það nauðsynLegt, aðferðirnar verða að henta konum ekki síður en körLum. Eg heLd að LykiLLinn að jafnrétti á vinnu- markaðinum Liggi í þessu. Þegar aðferðir og tugumáL kvenna verður orðið jafn aL- gengt og eðLiLegt og aðferðir og tungumáL karLa á þessum vettvangi, þá fyrst standa kynin jafnfætis í baráttunni um stöður og vöLd. Hér er mikiLvægt að ég undirstriki og Leggi mikLa áhersLu á að þegar ég taLa um ólíka heima og óLikar aðferóir kynjanna er ég ekki aó byggja á eðLisLægum mun held- ur aLfarið á óLíkri reynsLu kynjanna. ÓLík reynsLa getur átt rætur aó rekja í óLíkum féLagsLegum hLutverkum og einnig þvi að karLar eru úr ríkjandi hópi á meðan konur koma úr þögLum. Staðalímyndirnar viðhalda gildum samfélagsins Ljóst er af öLLu þessu að staðaLímyndirn- ar eiga stóran þátt í að viðhaLda giLdum samfélagsins, bæði góðum og sLæmum. Staðalímyndir eru og verða aLLtaf hluti menningar okkar því það er manneskjunni náttúruLegt að fLokka umhverfió niður og þar á meðaL annað fóLk. Auðvitaó er þetta að mörgu Leyti góður eiginLeiki menning- ar en hann getur Líka verið sLæmur. Góður þvi svona viðhaLdast góð og giLd viðmið en slæmur því hann hlýtur að hefta frelsi man- neskjunnar tiL að velja. Hins vegar er greiniLegt að mikiLL ávinn- ingur gæti fengist af því að skoða staðaL- imyndirnar með gagnrýnum augum, brjóta þær upp og aðLaga að þeirri heimsmynd sem við viljum lifa í. Hér að ofan hef ég fært rök fyrir því að staóalimyndirnar byggjast aLls ekki á eðLisLægum muni á miLli kynjanna heLdur eru þær féLagsleg hugsmíð, en eðLi þeirra samkvæmt hafa þær þau áhrif á okkur að það erum við sjáLf sem viðhöLdum þeim. StaðaLímyndir eru ekki sLæmar og engin Leið fyrir okkur að eyða þeim en það er þó mikiL- vægt, og í raun skyLda okkar, að Leiðrétta staðaLimyndir sem vaLda kúgun ákveðinna hópa innan samfélagsins. Með því móti erum við að auka freLsi aLLra tiL að veLja sér það Líf og umhverfi sem gerir hvern og einn hamingjusaman. Það hLýtur að vera göfugt markmið samféLags. [ ' m . M t MM A ▼ . mm tflBKHIBi Höfundur greinarinnar, Harpa Katrín mA. . § j -1 Gísladóttir, er að klára BA gráðu w ' ** H 1 1 í sálfræði við HÍ. Greinin er unnin 1 1' JmU upp úr ritgerð í sálfræói kynjamunar f / tí g- i y Míit v og segist Harpa hafa hugsað hana ár 1 W‘ <£* ! 1' ^ vWv sem gagnrýni á eðlishyggjuskýringar á kynjamuni. 42 / 2. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.